„Þetta er ekki spurning hvort hann deyi heldur hvenær“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 18. júlí 2024 14:43 Ungur maður frá Akureyri hefur verið á biðlista eftir meðferð í fjóra mánuði. Hann segist vonast til að lifa biðina af. Í nýjasta þætti af Lífið af biðlista, sem er í umsjón Gunnars Ingi Valgeirssonar, er rætt við ungan mann sem hefur verið í neyslu í tíu ár. Hann býr á Akureyri með móður sinni sem er virkur alkahólisti. Maðurinn hefur verið á biðlista eftir meðferð í fjóra mánuði. Ungi maðurinn sem er aðeins 21 árs gamall er fastur í morfínneyslu. Hann segist koma alls staðar að lokuðum dyrum og telji að kerfið geri ekki ráð fyrir einstaklingum eins og honum. „Þetta er ekki spurning um það hvort hann deyi heldur hvenær,“ segir Gunnar sem hitti manninn fyrst í mars á þessu ári. Nú fjórum mánuðum síðar er hann enn á biðlista, heimilislaus og í enn verra ásigkomulagi. Í þættinum segir maðurinn frá því að hann hafi reynt að taka sitt eigið líf á meðan hann lá inni á geðdeild. Starfsmenn hótuðu að vísa honum á dyr ef hann myndi reyna það aftur. „Mér leið svo svakalega illa á geðdeildinni að ég reyndi að drepa mig. Þeir ætluðu að henda mér út fyrir það. Þeir sögðu að ég væri á síðasta séns,“ segir hann í þættinum. Maðurinn vonast til að lifa biðina af. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Brotið á honum í átján ár Ungi maðurinn segir frá því að hann hafi verið misnotaður kynferðislega og beittur öðru líkamlegu og andlegu ofbeldi frá þriggja ára aldri til ellefu ára. Við tóku erfiðar tilfinningar sem hann náði ekki að vinna sig út úr. Hann kynntist kannabis sem hann notaði til að bæla niður tilfinningarnar. Svo fór hann að neyta amfetamíns, kókaíns, róandi- og morfínlyfja. „Þetta er án efa sorglegasta viðtal sem ég hef tekið. Mig langaði að einbeita mér að aðstandendum í þessari seríu en þetta er saga sem bara þarf að heyrast,“ segir Gunnar. Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Fíkn Heilsa Tengdar fréttir Segir sjálfsvígin sárust Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi er fyrsti gestur þáttarins Lífið á biðlista sem ekki er alkóhólisti. Í þættinum, sem er í umsjón Gunnars Inga Valgeirssonar, segir Baldur frá þeirri vanlíðan sem því fylgir að vera aðstandandi ungmenna með vímuefnavanda, og sjá á eftir þeim í blóma lífsins. 16. maí 2024 15:04 „Næs að það sjáist ekki lengur á mér að ég hafi verið heimilislaus“ Kolfreyja Sól Bogadóttir er tónlistarkona og vinnur á frístundaheimili í grunnskóla. Fyrir ári síðan var hún heimilislaus og djúpt sokkin í neyslu ópíóíða. Hún segir líf sitt hafa breyst með undraverðum hætti eftir að hún dvaldi á Hlaðgerðarkoti í langtímameðferð. 5. apríl 2024 10:46 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Ungi maðurinn sem er aðeins 21 árs gamall er fastur í morfínneyslu. Hann segist koma alls staðar að lokuðum dyrum og telji að kerfið geri ekki ráð fyrir einstaklingum eins og honum. „Þetta er ekki spurning um það hvort hann deyi heldur hvenær,“ segir Gunnar sem hitti manninn fyrst í mars á þessu ári. Nú fjórum mánuðum síðar er hann enn á biðlista, heimilislaus og í enn verra ásigkomulagi. Í þættinum segir maðurinn frá því að hann hafi reynt að taka sitt eigið líf á meðan hann lá inni á geðdeild. Starfsmenn hótuðu að vísa honum á dyr ef hann myndi reyna það aftur. „Mér leið svo svakalega illa á geðdeildinni að ég reyndi að drepa mig. Þeir ætluðu að henda mér út fyrir það. Þeir sögðu að ég væri á síðasta séns,“ segir hann í þættinum. Maðurinn vonast til að lifa biðina af. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Brotið á honum í átján ár Ungi maðurinn segir frá því að hann hafi verið misnotaður kynferðislega og beittur öðru líkamlegu og andlegu ofbeldi frá þriggja ára aldri til ellefu ára. Við tóku erfiðar tilfinningar sem hann náði ekki að vinna sig út úr. Hann kynntist kannabis sem hann notaði til að bæla niður tilfinningarnar. Svo fór hann að neyta amfetamíns, kókaíns, róandi- og morfínlyfja. „Þetta er án efa sorglegasta viðtal sem ég hef tekið. Mig langaði að einbeita mér að aðstandendum í þessari seríu en þetta er saga sem bara þarf að heyrast,“ segir Gunnar. Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Fíkn Heilsa Tengdar fréttir Segir sjálfsvígin sárust Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi er fyrsti gestur þáttarins Lífið á biðlista sem ekki er alkóhólisti. Í þættinum, sem er í umsjón Gunnars Inga Valgeirssonar, segir Baldur frá þeirri vanlíðan sem því fylgir að vera aðstandandi ungmenna með vímuefnavanda, og sjá á eftir þeim í blóma lífsins. 16. maí 2024 15:04 „Næs að það sjáist ekki lengur á mér að ég hafi verið heimilislaus“ Kolfreyja Sól Bogadóttir er tónlistarkona og vinnur á frístundaheimili í grunnskóla. Fyrir ári síðan var hún heimilislaus og djúpt sokkin í neyslu ópíóíða. Hún segir líf sitt hafa breyst með undraverðum hætti eftir að hún dvaldi á Hlaðgerðarkoti í langtímameðferð. 5. apríl 2024 10:46 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Segir sjálfsvígin sárust Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi er fyrsti gestur þáttarins Lífið á biðlista sem ekki er alkóhólisti. Í þættinum, sem er í umsjón Gunnars Inga Valgeirssonar, segir Baldur frá þeirri vanlíðan sem því fylgir að vera aðstandandi ungmenna með vímuefnavanda, og sjá á eftir þeim í blóma lífsins. 16. maí 2024 15:04
„Næs að það sjáist ekki lengur á mér að ég hafi verið heimilislaus“ Kolfreyja Sól Bogadóttir er tónlistarkona og vinnur á frístundaheimili í grunnskóla. Fyrir ári síðan var hún heimilislaus og djúpt sokkin í neyslu ópíóíða. Hún segir líf sitt hafa breyst með undraverðum hætti eftir að hún dvaldi á Hlaðgerðarkoti í langtímameðferð. 5. apríl 2024 10:46