„Verður að dæmast af því hvernig við högum okkur í Evrópu í ár“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. júlí 2024 23:30 Fyrirliðinn Höskuldur hefur leikið 32 Evrópuleiki og skorað í þeim 9 mörk. Vísir/Hulda Margrét Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir Blika klára í bátana fyrir leik kvöldsins í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Blikar komust 2-0 yfir ytra gegn Tikvesh frá Makedóníu en misstu leikinn niður í 3-2 tap. Breiðablik mætir Tikvesh í síðari leik liðanna annað kvöld, fimmtudag. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og er jafnframt sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Það var algjör óþarfi að missa þetta forskot, vorum búnir að spila flottan leik framan af. Bregðumst ekki vel við þegar við fáum þetta fyrsta högg, sem var þetta mark. Missum tökin og frumkvæðið í þeim leik,“ sagði Höskuldur um fyrri leik liðanna. „Það er lærdómur fyrir þennan leik, meðvitaðir um að þetta er fínt lið sem getur refsað, góðir í skyndisóknum og með ákveðin einstaklingsgæði,“ bætti hann við áður en hann ræddi leik liðanna sem fram fer annað kvöld. „Fyrst og fremst þá erum við á Kópavogsvelli, ætlum að taka frumkvæðið og hafa tök á leiknum frá fyrstu mínútu. Viljum spila af þessari ákefð sem við getum skrúfað upp hér á Kópavogsvelli og lið ráða illa við.“ Breiðablik er mjög reynt lið þegar kemur að Evrópukeppnum og komst alla leið í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Hvernig nýtist það liðinu og leikmönnum þess? „Það verður að dæmast af því hvernig við högum okkur í Evrópu í ár. Væri svekkjandi að tala um reynslu og ætla að nýta hana en detta út í fyrstu umferð.“ „Staðan er sú að við erum undir í þessu einvígi en erum með sjálftraust og fullvissir um það að við getum klárað einvígið í 90 mínútum hér á Kópavogsvelli. Auðvitað skiptir reynslan máli ef þú beitir henni rétt, það verður ekkert auðveldara þó sért reynslumeiri. Veist bara að allir leikir eru drulluerfiðir í þessum Evrópuverkefnum og það er öðruvísi spennustig.“ „Það er líka þannig hinum megin, þurfum fyrst og fremst að beisla spennustigið og ásetja okkur að keyra yfir þá.“ Klippa: „Verður að dæmast af því hvernig við högum okkur í Evrópu í ár“ Hvernig getur Breiðablik unnið leik morgundagsins? „Bæði með því að reyna halda heilum 90 mínútum – eins mikið og maður getur – af þeim tökum og yfirburðum sem við höfðum í raun og veru, og hafa stjórn. Í öllum leikjum þá koma slæm augnablik og „mómentum“ breytist, þurfum að vera betri í að láta það ekki hafa slæm áhrif á okkur.“ „Þetta voru níu mínútur í síðasta leik, það var nóg fyrir þá til að komast í 3-2. Höfum verið flottir í því, sérstaklega í Evrópu, að komast í gegnum kafla þegar það blæs á móti. Blanda af því að sýna heilsteyptari frammistöðu í 90 mínútur og stöðva slæma kaflann,“ sagði Höskuldur að endingu. Leikur morgundagsins hefst klukkan 19.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Fótbolti Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Fótbolti Fleiri fréttir „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Sjá meira
Breiðablik mætir Tikvesh í síðari leik liðanna annað kvöld, fimmtudag. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og er jafnframt sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Það var algjör óþarfi að missa þetta forskot, vorum búnir að spila flottan leik framan af. Bregðumst ekki vel við þegar við fáum þetta fyrsta högg, sem var þetta mark. Missum tökin og frumkvæðið í þeim leik,“ sagði Höskuldur um fyrri leik liðanna. „Það er lærdómur fyrir þennan leik, meðvitaðir um að þetta er fínt lið sem getur refsað, góðir í skyndisóknum og með ákveðin einstaklingsgæði,“ bætti hann við áður en hann ræddi leik liðanna sem fram fer annað kvöld. „Fyrst og fremst þá erum við á Kópavogsvelli, ætlum að taka frumkvæðið og hafa tök á leiknum frá fyrstu mínútu. Viljum spila af þessari ákefð sem við getum skrúfað upp hér á Kópavogsvelli og lið ráða illa við.“ Breiðablik er mjög reynt lið þegar kemur að Evrópukeppnum og komst alla leið í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Hvernig nýtist það liðinu og leikmönnum þess? „Það verður að dæmast af því hvernig við högum okkur í Evrópu í ár. Væri svekkjandi að tala um reynslu og ætla að nýta hana en detta út í fyrstu umferð.“ „Staðan er sú að við erum undir í þessu einvígi en erum með sjálftraust og fullvissir um það að við getum klárað einvígið í 90 mínútum hér á Kópavogsvelli. Auðvitað skiptir reynslan máli ef þú beitir henni rétt, það verður ekkert auðveldara þó sért reynslumeiri. Veist bara að allir leikir eru drulluerfiðir í þessum Evrópuverkefnum og það er öðruvísi spennustig.“ „Það er líka þannig hinum megin, þurfum fyrst og fremst að beisla spennustigið og ásetja okkur að keyra yfir þá.“ Klippa: „Verður að dæmast af því hvernig við högum okkur í Evrópu í ár“ Hvernig getur Breiðablik unnið leik morgundagsins? „Bæði með því að reyna halda heilum 90 mínútum – eins mikið og maður getur – af þeim tökum og yfirburðum sem við höfðum í raun og veru, og hafa stjórn. Í öllum leikjum þá koma slæm augnablik og „mómentum“ breytist, þurfum að vera betri í að láta það ekki hafa slæm áhrif á okkur.“ „Þetta voru níu mínútur í síðasta leik, það var nóg fyrir þá til að komast í 3-2. Höfum verið flottir í því, sérstaklega í Evrópu, að komast í gegnum kafla þegar það blæs á móti. Blanda af því að sýna heilsteyptari frammistöðu í 90 mínútur og stöðva slæma kaflann,“ sagði Höskuldur að endingu. Leikur morgundagsins hefst klukkan 19.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Fótbolti Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Fótbolti Fleiri fréttir „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn