Betri leið til að velja keppendur inn á Ólympíuleika Pawel Bartoszek skrifar 17. júlí 2024 16:00 Ólympíuleikarnir í París hefjast eftir tvær vikur. Fimm Íslendingar taka þátt, sem er vel, þótt mörg okkar myndi eflaust gleðjast ef þau yrðu örlítið fleiri. Er það má síðan spyrja sig: Er er kerfið til að velja fólk inn á Ólympíuleikanna mögulega ekki nægilega sanngjarnt og gegnsætt? Núverandi kerfi byggir á reglum fyrir hverja íþróttagrein. Stundum eru sett sérstök lágmörk, stundum er einfaldlega keppt um laus sæti og einstaka sinnum gerist það að stakir keppendur fá sérstakt boð. En þetta gæti orðið svo miklu betra! Hér er tillaga að bættu kerfi: Hvað með A, B, C ? 1. Þátttakandi í einhverju ríki sækir um að taka þátt í tiltekinni grein. Til dæmis gæti íslenska karlalandsliðið í handbolta sótt um að taka þátt í handboltakeppni Ólympíuleikanna. 2. Ólympíusamband Íslands myndi svo gefa öllum íslenskum umsækjendum einkunn á skalanum A,A- B+,B, B-, C+, C, C- og svo framvegis. Ólympíusambandið myndi auðvitað gefa strákunum okkar “A” í flestum þáttum, enda frábært landslið. 3. Allar umsóknir eru svo sendar til sérsambanda á heimsvísu. Til dæmis yrði umsókn handboltalandsliðsins send til Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, ásamt einkunnagjöf Ólympíusambandsins. 4. Alþjóðahandknattleikssambandið og önnur sérsambönd taka við einkunnunum sem Ólympíusambönd hvers ríkis gáfu keppendum en sannreyna þær ekki sérstaklega. Enda væri ómaklegt ýja að því að einhvert þeirra gæti freistast til að hífa einkunnirnar eilítið upp (eða niður). Hvers vegna ætti draga heilindi Ólympíusambandanna í efa? 5. Alþjóðahandknattleikssambandið og önnur sérsambönd ræsa upp Excel og raða öllum keppendum sem sóttu um út frá einkunnum sem sendar voru inn og nánari reiknireglum sem hvert sérsamband setur sér sjálft. Þegar niðurstaðan liggur fyrir er keppendum sem fá sæti á Ólympíuleikunum tilkynnt um niðurstöðuna en útreikningarnir sjálfir eru ekki birtir opinberlega. Það er eðlilegt að treysta sérsamböndunum á borð við IHF vel fyrir þessu. Þetta er, jú, allt saman fagfólk. 6. Til að koma í veg fyrir að allir í heimi sæki um að taka þátt í öllum greinum og sérsamböndin drukkni í vinnu verður sett hámark á fjölda umsókna sem hver þjóð getur sent inn. Til dæmis að allar þjóðir megi senda inn tvær umsóknir og svo eina fyrir hverja milljón íbúa (með einhverri stigvaxandi skerðingu fyrir mjög fjölmennar þjóðir). Þetta þýðir að menn þurfi að vera strategískir. Kannski sóttu Bandaríkjamenn og Kínverjar ekki um að taka þátt í róðri síðast, þannig að B+ gæti dugað þar? 7. Tryggt verði að öll lönd fái að taka þátt í ólympíuleikunum með einhverjum hætti. En kannski ekki endilega í þeirri grein sem sótt var um. Íslenska handboltalandsliðið gæti til dæmis á endanum fengið boð um að taka þátt, en kannski bara í sundknattleik. Annað eins hefur nú gerst. Er meiri samræming kannski betri? Það verður auðvitað að taka fram að þátttaka í Ólympíuleikum er ekki upphaf og endir alls. En fyrst að lausu sætin eru ekki óendanlega mörg eru auðvitað sanngirnisrök með því að velja keppendur inn eftir árangri. Það má hins vegar má spyrja sig hvort sú leið sem lýst var hér að ofan sé endilega betri en þær leiðir sem nýttar hafi verið hingað til. Og ef að við komust að því að svo sé ekki, þá má alveg velta fyrir sér hvort svipuð rök gildi ekki á fleiri stöðum þar sem umsækjendur eru fleiri en sætin. Til dæmis þegar kemur að því að raða íslenskum nemendum í framhaldsskóla. En meira um það í næst. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ólympíuleikarnir í París hefjast eftir tvær vikur. Fimm Íslendingar taka þátt, sem er vel, þótt mörg okkar myndi eflaust gleðjast ef þau yrðu örlítið fleiri. Er það má síðan spyrja sig: Er er kerfið til að velja fólk inn á Ólympíuleikanna mögulega ekki nægilega sanngjarnt og gegnsætt? Núverandi kerfi byggir á reglum fyrir hverja íþróttagrein. Stundum eru sett sérstök lágmörk, stundum er einfaldlega keppt um laus sæti og einstaka sinnum gerist það að stakir keppendur fá sérstakt boð. En þetta gæti orðið svo miklu betra! Hér er tillaga að bættu kerfi: Hvað með A, B, C ? 1. Þátttakandi í einhverju ríki sækir um að taka þátt í tiltekinni grein. Til dæmis gæti íslenska karlalandsliðið í handbolta sótt um að taka þátt í handboltakeppni Ólympíuleikanna. 2. Ólympíusamband Íslands myndi svo gefa öllum íslenskum umsækjendum einkunn á skalanum A,A- B+,B, B-, C+, C, C- og svo framvegis. Ólympíusambandið myndi auðvitað gefa strákunum okkar “A” í flestum þáttum, enda frábært landslið. 3. Allar umsóknir eru svo sendar til sérsambanda á heimsvísu. Til dæmis yrði umsókn handboltalandsliðsins send til Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, ásamt einkunnagjöf Ólympíusambandsins. 4. Alþjóðahandknattleikssambandið og önnur sérsambönd taka við einkunnunum sem Ólympíusambönd hvers ríkis gáfu keppendum en sannreyna þær ekki sérstaklega. Enda væri ómaklegt ýja að því að einhvert þeirra gæti freistast til að hífa einkunnirnar eilítið upp (eða niður). Hvers vegna ætti draga heilindi Ólympíusambandanna í efa? 5. Alþjóðahandknattleikssambandið og önnur sérsambönd ræsa upp Excel og raða öllum keppendum sem sóttu um út frá einkunnum sem sendar voru inn og nánari reiknireglum sem hvert sérsamband setur sér sjálft. Þegar niðurstaðan liggur fyrir er keppendum sem fá sæti á Ólympíuleikunum tilkynnt um niðurstöðuna en útreikningarnir sjálfir eru ekki birtir opinberlega. Það er eðlilegt að treysta sérsamböndunum á borð við IHF vel fyrir þessu. Þetta er, jú, allt saman fagfólk. 6. Til að koma í veg fyrir að allir í heimi sæki um að taka þátt í öllum greinum og sérsamböndin drukkni í vinnu verður sett hámark á fjölda umsókna sem hver þjóð getur sent inn. Til dæmis að allar þjóðir megi senda inn tvær umsóknir og svo eina fyrir hverja milljón íbúa (með einhverri stigvaxandi skerðingu fyrir mjög fjölmennar þjóðir). Þetta þýðir að menn þurfi að vera strategískir. Kannski sóttu Bandaríkjamenn og Kínverjar ekki um að taka þátt í róðri síðast, þannig að B+ gæti dugað þar? 7. Tryggt verði að öll lönd fái að taka þátt í ólympíuleikunum með einhverjum hætti. En kannski ekki endilega í þeirri grein sem sótt var um. Íslenska handboltalandsliðið gæti til dæmis á endanum fengið boð um að taka þátt, en kannski bara í sundknattleik. Annað eins hefur nú gerst. Er meiri samræming kannski betri? Það verður auðvitað að taka fram að þátttaka í Ólympíuleikum er ekki upphaf og endir alls. En fyrst að lausu sætin eru ekki óendanlega mörg eru auðvitað sanngirnisrök með því að velja keppendur inn eftir árangri. Það má hins vegar má spyrja sig hvort sú leið sem lýst var hér að ofan sé endilega betri en þær leiðir sem nýttar hafi verið hingað til. Og ef að við komust að því að svo sé ekki, þá má alveg velta fyrir sér hvort svipuð rök gildi ekki á fleiri stöðum þar sem umsækjendur eru fleiri en sætin. Til dæmis þegar kemur að því að raða íslenskum nemendum í framhaldsskóla. En meira um það í næst. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun