„Það var alltaf hugmyndin, þannig að mission completed“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. júlí 2024 10:00 Patrik Gunnarsson gerði fjögurra ára samning við KV Kortrijk í Belgíu og væntir þess að vera aðalmarkmaður liðsins. KV Kortrijk Markvörðurinn Patrik Gunnarsson er genginn til liðs við belgíska félagið Kortrijk þar sem hann mun spila undir stjórn Freys Alexanderssonar. Hann kveður Noreg með söknuði en segir markmiðum sínum þar í landi náð og tímabært að taka næsta skref. Patrik er fæddur árið 2000 og hefur verið atvinnumaður síðan hann var 18 ára gamall. Hann hefur spilað fyrir fjölda félaga á láni en undanfarin þrjú ár hefur hann varið mark Viking í norsku úrvalsdeildinni. „Það var fínt fyrir mig að fara eitthvert þar sem ég gat sett niður rætur og fá smá stöðugleika. Markmiðið var að fara til Vikings í Noregi, gera það, spila fullt af leikjum og fá reynslu. Verða betri og vera svo seldur áfram. Það var alltaf hugmyndin, þannig að mission completed“ First day on the job ✅#KerelsStrijdenDoor 🔴⚪️ pic.twitter.com/fjT3xfQHe8— KV Kortrijk (@kvkofficieel) July 17, 2024 Væntir þess að vera fyrsti valkostur Patrik gerir fjögurra ára samning við Kortrijk og reiknar með því að vera fyrsti valkostur í markið á næsta tímabili. „Já, ég ætla allavega að hafa trú á því. Ég átti líka smá samtal við þá í janúar, það var líka skoðað málin þá en gekk ekki upp. Þannig að það var geggjað að þeir hafi náð að halda sér uppi.“ Spila í úrvalsdeild á næsta tímabili Kortrijk hélt óvænt og með ótrúlegum hætti sæti sínu í úrvalsdeildinni á næsta ári. Kraftaverkamaðurinn Freyr Alexandersson tók við liðinu fyrr á tímabilinu í nær ómögulegri stöðu en hefur tekið rækilega til hendinni og vildi fá Patrik með sér í verkefnið. „Hann hafði fylgst með mér í svolítinn tíma, markmannsþjálfarinn hérna líka, þannig að þeir þekktu mig vel. Þeir hafa trú á því að ég geti bætt liðið og hjálpað liðinu með mínum leikstíl og mínum styrkleikum. Það var söluræðan,“ sagði Patrik að lokum. Viðtalið allt og innslagið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Belgíski boltinn Tengdar fréttir Þrenna í uppbótartíma hélt lærisveinum Freys uppi í úrvalsdeild Lærisveinar Freys Alexanderssonar í KV Kortrijk tókst með ótrúlegum hætti að halda sæti sínu í belgísku úrvalsdeildinni eftir 4-2 sigur gegn Lommel þar sem þrenna var skoruð í uppbótartíma. 26. maí 2024 14:24 Rak mann og annan á innan við tveimur vikum Freyr Alexandersson vann þrekvirki þegar hann hélt belgíska efstu deildarliðinu KV Kortrijk uppi eftir að liðið var svo gott sem fallið þegar hann tók við því um mitt síðasta tímabil. 26. júní 2024 12:01 „Ég er ekki kraftaverkamaður“ „Ég get ekki tekið annað svona ár,“ segir knattspyrnuþjálfarinn Freyr Alexandersson sem vann mikið afrek með liði Kortrijk í belgísku úrvalsdeildinni. Afrek sem gerir Frey að afar eftirsóttum þjálfara og á hann mikilvægan fund í dag með stjórn félagsins. Freyr segist ekki vera kraftaverkamaður eins og margir halda fram. 28. maí 2024 08:00 Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Sjá meira
Patrik er fæddur árið 2000 og hefur verið atvinnumaður síðan hann var 18 ára gamall. Hann hefur spilað fyrir fjölda félaga á láni en undanfarin þrjú ár hefur hann varið mark Viking í norsku úrvalsdeildinni. „Það var fínt fyrir mig að fara eitthvert þar sem ég gat sett niður rætur og fá smá stöðugleika. Markmiðið var að fara til Vikings í Noregi, gera það, spila fullt af leikjum og fá reynslu. Verða betri og vera svo seldur áfram. Það var alltaf hugmyndin, þannig að mission completed“ First day on the job ✅#KerelsStrijdenDoor 🔴⚪️ pic.twitter.com/fjT3xfQHe8— KV Kortrijk (@kvkofficieel) July 17, 2024 Væntir þess að vera fyrsti valkostur Patrik gerir fjögurra ára samning við Kortrijk og reiknar með því að vera fyrsti valkostur í markið á næsta tímabili. „Já, ég ætla allavega að hafa trú á því. Ég átti líka smá samtal við þá í janúar, það var líka skoðað málin þá en gekk ekki upp. Þannig að það var geggjað að þeir hafi náð að halda sér uppi.“ Spila í úrvalsdeild á næsta tímabili Kortrijk hélt óvænt og með ótrúlegum hætti sæti sínu í úrvalsdeildinni á næsta ári. Kraftaverkamaðurinn Freyr Alexandersson tók við liðinu fyrr á tímabilinu í nær ómögulegri stöðu en hefur tekið rækilega til hendinni og vildi fá Patrik með sér í verkefnið. „Hann hafði fylgst með mér í svolítinn tíma, markmannsþjálfarinn hérna líka, þannig að þeir þekktu mig vel. Þeir hafa trú á því að ég geti bætt liðið og hjálpað liðinu með mínum leikstíl og mínum styrkleikum. Það var söluræðan,“ sagði Patrik að lokum. Viðtalið allt og innslagið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Belgíski boltinn Tengdar fréttir Þrenna í uppbótartíma hélt lærisveinum Freys uppi í úrvalsdeild Lærisveinar Freys Alexanderssonar í KV Kortrijk tókst með ótrúlegum hætti að halda sæti sínu í belgísku úrvalsdeildinni eftir 4-2 sigur gegn Lommel þar sem þrenna var skoruð í uppbótartíma. 26. maí 2024 14:24 Rak mann og annan á innan við tveimur vikum Freyr Alexandersson vann þrekvirki þegar hann hélt belgíska efstu deildarliðinu KV Kortrijk uppi eftir að liðið var svo gott sem fallið þegar hann tók við því um mitt síðasta tímabil. 26. júní 2024 12:01 „Ég er ekki kraftaverkamaður“ „Ég get ekki tekið annað svona ár,“ segir knattspyrnuþjálfarinn Freyr Alexandersson sem vann mikið afrek með liði Kortrijk í belgísku úrvalsdeildinni. Afrek sem gerir Frey að afar eftirsóttum þjálfara og á hann mikilvægan fund í dag með stjórn félagsins. Freyr segist ekki vera kraftaverkamaður eins og margir halda fram. 28. maí 2024 08:00 Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Sjá meira
Þrenna í uppbótartíma hélt lærisveinum Freys uppi í úrvalsdeild Lærisveinar Freys Alexanderssonar í KV Kortrijk tókst með ótrúlegum hætti að halda sæti sínu í belgísku úrvalsdeildinni eftir 4-2 sigur gegn Lommel þar sem þrenna var skoruð í uppbótartíma. 26. maí 2024 14:24
Rak mann og annan á innan við tveimur vikum Freyr Alexandersson vann þrekvirki þegar hann hélt belgíska efstu deildarliðinu KV Kortrijk uppi eftir að liðið var svo gott sem fallið þegar hann tók við því um mitt síðasta tímabil. 26. júní 2024 12:01
„Ég er ekki kraftaverkamaður“ „Ég get ekki tekið annað svona ár,“ segir knattspyrnuþjálfarinn Freyr Alexandersson sem vann mikið afrek með liði Kortrijk í belgísku úrvalsdeildinni. Afrek sem gerir Frey að afar eftirsóttum þjálfara og á hann mikilvægan fund í dag með stjórn félagsins. Freyr segist ekki vera kraftaverkamaður eins og margir halda fram. 28. maí 2024 08:00