Adam Silver ver nýjan svuntuskatt NBA deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2024 16:00 Golden State Warriors er síðasta félagið sem vann marga titla á stuttum tíma í NBA deildinni í körfubolta en nú gæti það verið erfiðara fyrir NBA félögin að halda saman meistaraliðum sínum vegna strangari reglna um launaþakið. EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO NBA félögunum hefur hvað eftir annað tekist að setja saman svokölluð ofurlið á síðustu árum með því að hóa saman mörgum frábærum leikmönnum á frábærum launum. Nú er það hins vegar orðið mun erfiðara vegn strangari reglna um launaþakið. Í nýju samkomulagi milli NBA og leikmannasamtakanna þá hefur það miklar fjárhagslegar afleiðingar fyrir félögin fari þau ákveðið mikið yfir launaþakið. Það er komið annað skattþrep. Hingað til hafa sum félög sætt sig við að borga stórar upphæðir í skatt fyrir að vera yfir launaþakinu en nýi skatturinn sér til þess að félögin treysta sér ekki þangað. Það mun kosta þau alltof mikinn pening. Peningurinn sem félögin, sem fara yfir launaþakið, borga í þennan refsiskatt er síðan skipt á milli þeirra félaga sem eru undir launaþakinu. Nýja skattþrepið margfaldar þessar greiðslur. Þetta þýðir að sum félög hafa ákveðið að semja ekki aftur við leikmenn þrátt fyrir að vilja halda þeim. Los Angeles Clippers missti þannig Paul George og Denver Nuggets missti Kentavious Caldwell-Pope svo eitthvað sé nefnt. NBA fólk kallar þetta svuntuskattinn. Búum nú í svuntu heimi „Við búum nú í svuntu heimi. Við höfum séð félög, sem ætla sér að berjast um titilinn, missa frá sér leikmenn. Það er afleiðing þess að búa í þessum svuntu heimi. Gerir þetta erfiðara að skipta á leikmönnum? Já. Eru góð leikmannaskipti í boði? Nei,“ sagði Rob Pelink, framkvæmdastjóri Los Angeles Lakers sem hefur ekki tekist að styrkja lið sitt almennilega í sumar. „Áhugafólk um NBA hefur verið að tala um þetta sem leiðinlegt sumar á markaðnum. Mér fannst það ekki vera það. Við sáum samt fullt af mikilvægum leikmönnum færa sig á milli félaga,“ sagði Adam Silver, hæstráðandi NBA deildarinnar. „Á sama tíma þá tel ég að þetta nýja kerfi hjálpi öllum félögunum þrjátíu og gefi þeim betri tækifæri til að keppa um titilinn. Við erum á réttri leið þar,“ sagði Silver. Sex félög meistarar á sex árum Sex mismunandi félög hafa orðið NBA meistarar á síðustu sex árum og Silver telur að nokkrir samningar við leikmannasamtökin í röð hafi hjálpað til þess að fleiri félög keppi um titilinn. „Þetta snýst um að við búum til sanngjarnt umhverfi þar sem að öll félög hafi verkfærin til að keppa um titilinn,“ sagði Silver. NBA Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira
Í nýju samkomulagi milli NBA og leikmannasamtakanna þá hefur það miklar fjárhagslegar afleiðingar fyrir félögin fari þau ákveðið mikið yfir launaþakið. Það er komið annað skattþrep. Hingað til hafa sum félög sætt sig við að borga stórar upphæðir í skatt fyrir að vera yfir launaþakinu en nýi skatturinn sér til þess að félögin treysta sér ekki þangað. Það mun kosta þau alltof mikinn pening. Peningurinn sem félögin, sem fara yfir launaþakið, borga í þennan refsiskatt er síðan skipt á milli þeirra félaga sem eru undir launaþakinu. Nýja skattþrepið margfaldar þessar greiðslur. Þetta þýðir að sum félög hafa ákveðið að semja ekki aftur við leikmenn þrátt fyrir að vilja halda þeim. Los Angeles Clippers missti þannig Paul George og Denver Nuggets missti Kentavious Caldwell-Pope svo eitthvað sé nefnt. NBA fólk kallar þetta svuntuskattinn. Búum nú í svuntu heimi „Við búum nú í svuntu heimi. Við höfum séð félög, sem ætla sér að berjast um titilinn, missa frá sér leikmenn. Það er afleiðing þess að búa í þessum svuntu heimi. Gerir þetta erfiðara að skipta á leikmönnum? Já. Eru góð leikmannaskipti í boði? Nei,“ sagði Rob Pelink, framkvæmdastjóri Los Angeles Lakers sem hefur ekki tekist að styrkja lið sitt almennilega í sumar. „Áhugafólk um NBA hefur verið að tala um þetta sem leiðinlegt sumar á markaðnum. Mér fannst það ekki vera það. Við sáum samt fullt af mikilvægum leikmönnum færa sig á milli félaga,“ sagði Adam Silver, hæstráðandi NBA deildarinnar. „Á sama tíma þá tel ég að þetta nýja kerfi hjálpi öllum félögunum þrjátíu og gefi þeim betri tækifæri til að keppa um titilinn. Við erum á réttri leið þar,“ sagði Silver. Sex félög meistarar á sex árum Sex mismunandi félög hafa orðið NBA meistarar á síðustu sex árum og Silver telur að nokkrir samningar við leikmannasamtökin í röð hafi hjálpað til þess að fleiri félög keppi um titilinn. „Þetta snýst um að við búum til sanngjarnt umhverfi þar sem að öll félög hafi verkfærin til að keppa um titilinn,“ sagði Silver.
NBA Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira