Klára kvótann á morgun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. júlí 2024 13:40 Örn Pálsson er framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. Vísir/Friðrik Útlit er fyrir að kvóti til strandveiða klárist á morgun. Talsmaður smábátaeigenda segir kerfið eiga að geta gengið þannig að veitt sé út ágústmánuð. Leyfilegur heildarafli til strandveiða á þorski er 12.100 tonn. Framkvæmdastjóri landssambands smábátaeigenda segir 486 tonn hafa verið eftir í morgun. „Við ætlum að fá að nýta þetta alveg til fulls. Ég reikna með að dagurinn í dag og dagurinn á morgun muni nægja til að klára þessar veiðiheimildir sem okkur var úthlutað,“ segir framkvæmdastjórinn Örn Pálsson. Í lok júlí ákvað matvælaráðherra að bæta 2.000 tonnum við kvótann þeirra, en smábátaeigendur fóru fram á 2.600 tonn. „En fengum þessi 2.000. Síðan hafa gæftir verið þokkalegar og það dregur ekkert úr fiskeríinu. Þannig að þetta hefur gengið mjög vel.“ Stefna að breytingum til lengri tíma Hann segir menn þrátt fyrir það skúffaða yfir því að kvótinn klárist um hásumar. „Þetta á að vera kerfi, algjörlega sjálfbært, út ágúst. Við stefnum að því að ná því fram, engin spurning.“ Hann segir bátum hafa fjölgað, og því væri eðlilegt að veiðiheimildir myndu aukast. Að loknum 39. degi hafi 756 bátar farið á veiðar. „Síðan er eitt, það hefur aukist mjög þorskurinn á miðunum. Það er mun auðveldara fyrir bátana að ná skammtinum sínum, þessum 774 kílóum af fiski. Þetta segir okkur það að það þarf að auka við veiðiheimildirnar,“ segir Örn. Sjávarútvegur Strandveiðar Tengdar fréttir Ásakanir SFS um græðgi komi úr hörðustu átt Framkvæmdastjóri landssambans smábátaeigenda segir strandveiðimenn gáttaða á að vera sakaðir um græðgi af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, eftir að matvælaráðherra jók við þorsskvóta þeirra í síðustu viku. Hann vísar því á bug að veiðarnar séu óarðbærar og óskynsamlegar. 2. júlí 2024 11:53 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Sjá meira
Leyfilegur heildarafli til strandveiða á þorski er 12.100 tonn. Framkvæmdastjóri landssambands smábátaeigenda segir 486 tonn hafa verið eftir í morgun. „Við ætlum að fá að nýta þetta alveg til fulls. Ég reikna með að dagurinn í dag og dagurinn á morgun muni nægja til að klára þessar veiðiheimildir sem okkur var úthlutað,“ segir framkvæmdastjórinn Örn Pálsson. Í lok júlí ákvað matvælaráðherra að bæta 2.000 tonnum við kvótann þeirra, en smábátaeigendur fóru fram á 2.600 tonn. „En fengum þessi 2.000. Síðan hafa gæftir verið þokkalegar og það dregur ekkert úr fiskeríinu. Þannig að þetta hefur gengið mjög vel.“ Stefna að breytingum til lengri tíma Hann segir menn þrátt fyrir það skúffaða yfir því að kvótinn klárist um hásumar. „Þetta á að vera kerfi, algjörlega sjálfbært, út ágúst. Við stefnum að því að ná því fram, engin spurning.“ Hann segir bátum hafa fjölgað, og því væri eðlilegt að veiðiheimildir myndu aukast. Að loknum 39. degi hafi 756 bátar farið á veiðar. „Síðan er eitt, það hefur aukist mjög þorskurinn á miðunum. Það er mun auðveldara fyrir bátana að ná skammtinum sínum, þessum 774 kílóum af fiski. Þetta segir okkur það að það þarf að auka við veiðiheimildirnar,“ segir Örn.
Sjávarútvegur Strandveiðar Tengdar fréttir Ásakanir SFS um græðgi komi úr hörðustu átt Framkvæmdastjóri landssambans smábátaeigenda segir strandveiðimenn gáttaða á að vera sakaðir um græðgi af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, eftir að matvælaráðherra jók við þorsskvóta þeirra í síðustu viku. Hann vísar því á bug að veiðarnar séu óarðbærar og óskynsamlegar. 2. júlí 2024 11:53 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Sjá meira
Ásakanir SFS um græðgi komi úr hörðustu átt Framkvæmdastjóri landssambans smábátaeigenda segir strandveiðimenn gáttaða á að vera sakaðir um græðgi af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, eftir að matvælaráðherra jók við þorsskvóta þeirra í síðustu viku. Hann vísar því á bug að veiðarnar séu óarðbærar og óskynsamlegar. 2. júlí 2024 11:53