Hélt niðri í sér hlátrinum yfir fölskum þjóðsöngnum Máni Snær Þorláksson skrifar 16. júlí 2024 14:08 Ingrid Andress söng þjóðsöng Bandaríkjanna fyrir leikinn. Getty Flutningur bandarísku kántrísöngkonunnar Ingrid Andress á þjóðsöng Bandaríkjanna í gær vakti vægast sagt ekki lukku. Stólpagrín hefur verið gert að fölskum flutningnum og hann jafnvel sagður vera á meðal þeirra verstu í sögunni. Ingrid Andress var fengin til að syngja þjóðsönginn fyrir stjörnuleik bandarísku hafnaboltadeildarinnar í Texas-ríki í gær. Söngkonan, sem hefur fengið fjórar Grammy-verðlauna tilnefningar, fór sínar eigin leiðir er hún flutti þjóðsönginn og hitti ekki alveg á allar nóturnar. Flutningurinn vakti talsverða athygli á samfélagsmiðlum og hefur mikið grín verið gert að honum. Þar var því til að mynda velt upp hvort Ingrid hefði unnið í happdrætti til að fá að syngja þjóðsönginn. „Það blæðir úr eyrunum mínum. Einn versti flutningur allra tíma á þjóðsöngnum,“ segir einn netverji á samfélagsmiðlinum X. Þá sagði annar að þessi vika væri erfið fyrir eyru í Bandaríkjunum. Vísar hann þar til þess að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, var skotinn í eyrað um helgina. Það voru þó ekki bara netverjar sem furðuðu sig á flutningnum. Í útsendingunni mátti nefnilega sjá hafnaboltamanninn Alec Bohm þar sem hann virðist vera að halda í sér hlátrinum í beinni útsendingu á meðan Ingrid er að syngja. Alec Bohm was all of us pic.twitter.com/wgns547T8x— Philly Sports Sufferer (@mccrystal_alex) July 16, 2024 Þá hefur þessu verið líkt við annan slæman flutning á þjóðsöngnum, þegar söngkonan Fergie söng hann fyrir stjörnuleik NBA árið 2018. Hafnabolti Tónlist Bandaríkin Mest lesið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fleiri fréttir Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Sjá meira
Ingrid Andress var fengin til að syngja þjóðsönginn fyrir stjörnuleik bandarísku hafnaboltadeildarinnar í Texas-ríki í gær. Söngkonan, sem hefur fengið fjórar Grammy-verðlauna tilnefningar, fór sínar eigin leiðir er hún flutti þjóðsönginn og hitti ekki alveg á allar nóturnar. Flutningurinn vakti talsverða athygli á samfélagsmiðlum og hefur mikið grín verið gert að honum. Þar var því til að mynda velt upp hvort Ingrid hefði unnið í happdrætti til að fá að syngja þjóðsönginn. „Það blæðir úr eyrunum mínum. Einn versti flutningur allra tíma á þjóðsöngnum,“ segir einn netverji á samfélagsmiðlinum X. Þá sagði annar að þessi vika væri erfið fyrir eyru í Bandaríkjunum. Vísar hann þar til þess að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, var skotinn í eyrað um helgina. Það voru þó ekki bara netverjar sem furðuðu sig á flutningnum. Í útsendingunni mátti nefnilega sjá hafnaboltamanninn Alec Bohm þar sem hann virðist vera að halda í sér hlátrinum í beinni útsendingu á meðan Ingrid er að syngja. Alec Bohm was all of us pic.twitter.com/wgns547T8x— Philly Sports Sufferer (@mccrystal_alex) July 16, 2024 Þá hefur þessu verið líkt við annan slæman flutning á þjóðsöngnum, þegar söngkonan Fergie söng hann fyrir stjörnuleik NBA árið 2018.
Hafnabolti Tónlist Bandaríkin Mest lesið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fleiri fréttir Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Sjá meira