„Við erum bara að segja þeim að vinna vinnuna sína“ Jakob Bjarnar skrifar 16. júlí 2024 10:50 María Lilja og Sema Erla. Þær stofnuðu til fjársöfnunar undir merkjum Solaris, fóru til Palestínu og hjálpuðu fjölmörgum af svæðinu. Og var fagnað sem hetjum, en ekki eru allir ánægðir með framtak þeirra. vísir/vilhelm Embætti ríkissaksóknara hefur skipað Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu að ljúka rannsókn á fjársöfnun Semu Erlu Serdoglu, stofnanda Solaris, og Maríu Lilju Ingveldar Þrastardóttur Kemp, sjálfboðaliða samtakanna. Mbl.is greindi fyrst frá þessu en málið snýst um kæru sem Einar S. Hálfdánarson, hæstaréttarlögmaður lagði fram. Hann sakar þær um að brjóta lög um opinberar fjársafnanir, mútugreiðslur til erlendra opinerra starfsmanna og fjármögnun hryðjuverka. Það skortir rökstuðning fyrir niðurfellingu Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari segir þetta ekki hafa neitt með það hver niðurstaðan í málinu kann að verða. „Við erum bara að segja þeim að vinna vinnuna sína,“ segir Helgi Magnús í samtali við Vísi. Helgi Magnús segir hafa skort rökstuðning til að fella þetta niður. „Það felst enginn rökstuðningur í því að fullyrða að þetta sé opinber söfnun ef því fylgir enginn rökstuðningur. Það er bara einhver fullyrðing út í loftið eftir eina eða tvær yfirheyrslur.“ Að sögn vararíkissaksóknari felst þetta í því að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ljúki meðferð málsins og að ákvörðunin, hver svo sem hún kann að verða, byggi á fullnægjandi rannsókn. „Ef um opinbera fjársöfnun er að ræða þarf að tilkynna það og fá leyfi til þessa. Það virðist stokkið á það sem verjandi þeirra segir.“ Góður málstaður dugar ekki einn og sér Svo virðist sem tilhneigingar gæti hjá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu að rugla saman því að ef um góðan málstað sé að ræða og ekki megi trufla slíkt með einhverju lagakjaftæði. Helgi Magnús vararíkissaksóknari segir að góður málstaður dugi ekki einn og sér sem röksemd fyrir því að eitthvað sé í lagi. „Okkar vinna er að byggja þetta á lögum og röksemdum og því sem rannsókn leiðir í ljós.“vísir/vilhelm „En þau verða að geta þau fært rök fyrir þessu og það komu engin rök. Okkar vinna er að byggja þetta á lögum og röksemdum og því sem rannsókn leiðir í ljós. Allt þetta venjulega, þetta verður ekki afgreitt öðruvísi en að kryfja þetta.“ Hvorki náðist í Semu Erlu né Maríu Lilju í morgun en lögmenn þeirra, Helga Vala Helgadóttir og Gunnar Ingi Jóhannsson hafa alfarið hafnað ásökunum Einars. Dómsmál Lögreglan Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Kæran felld niður Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fellt niður mál forystukvenna söfnunar fyrir brottflutning Palestínumanna af Gasa. Hæstaréttarlögmaður hafði kært þær fyrir að brjóta lög um opinberar fjársafnanir, mútugreiðslur til erlendra opinerra starfsmanna og fjármögnun hryðjuverka. 6. apríl 2024 10:54 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Mbl.is greindi fyrst frá þessu en málið snýst um kæru sem Einar S. Hálfdánarson, hæstaréttarlögmaður lagði fram. Hann sakar þær um að brjóta lög um opinberar fjársafnanir, mútugreiðslur til erlendra opinerra starfsmanna og fjármögnun hryðjuverka. Það skortir rökstuðning fyrir niðurfellingu Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari segir þetta ekki hafa neitt með það hver niðurstaðan í málinu kann að verða. „Við erum bara að segja þeim að vinna vinnuna sína,“ segir Helgi Magnús í samtali við Vísi. Helgi Magnús segir hafa skort rökstuðning til að fella þetta niður. „Það felst enginn rökstuðningur í því að fullyrða að þetta sé opinber söfnun ef því fylgir enginn rökstuðningur. Það er bara einhver fullyrðing út í loftið eftir eina eða tvær yfirheyrslur.“ Að sögn vararíkissaksóknari felst þetta í því að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ljúki meðferð málsins og að ákvörðunin, hver svo sem hún kann að verða, byggi á fullnægjandi rannsókn. „Ef um opinbera fjársöfnun er að ræða þarf að tilkynna það og fá leyfi til þessa. Það virðist stokkið á það sem verjandi þeirra segir.“ Góður málstaður dugar ekki einn og sér Svo virðist sem tilhneigingar gæti hjá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu að rugla saman því að ef um góðan málstað sé að ræða og ekki megi trufla slíkt með einhverju lagakjaftæði. Helgi Magnús vararíkissaksóknari segir að góður málstaður dugi ekki einn og sér sem röksemd fyrir því að eitthvað sé í lagi. „Okkar vinna er að byggja þetta á lögum og röksemdum og því sem rannsókn leiðir í ljós.“vísir/vilhelm „En þau verða að geta þau fært rök fyrir þessu og það komu engin rök. Okkar vinna er að byggja þetta á lögum og röksemdum og því sem rannsókn leiðir í ljós. Allt þetta venjulega, þetta verður ekki afgreitt öðruvísi en að kryfja þetta.“ Hvorki náðist í Semu Erlu né Maríu Lilju í morgun en lögmenn þeirra, Helga Vala Helgadóttir og Gunnar Ingi Jóhannsson hafa alfarið hafnað ásökunum Einars.
Dómsmál Lögreglan Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Kæran felld niður Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fellt niður mál forystukvenna söfnunar fyrir brottflutning Palestínumanna af Gasa. Hæstaréttarlögmaður hafði kært þær fyrir að brjóta lög um opinberar fjársafnanir, mútugreiðslur til erlendra opinerra starfsmanna og fjármögnun hryðjuverka. 6. apríl 2024 10:54 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Kæran felld niður Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fellt niður mál forystukvenna söfnunar fyrir brottflutning Palestínumanna af Gasa. Hæstaréttarlögmaður hafði kært þær fyrir að brjóta lög um opinberar fjársafnanir, mútugreiðslur til erlendra opinerra starfsmanna og fjármögnun hryðjuverka. 6. apríl 2024 10:54