Morata lyfti Henri Delaunay bikarnum eftir sigur Spánverja á Englendingum í úrslitaleik EM á Ólympíuleikvanginum í Berlín í gær.
Í dag bárust svo fréttir af því að Morata væri í viðræðum við Milan um að ganga í raðir ítalska stórliðsins frá Atlético. Hann þekkir vel til á Ítalíu eftir að hafa leikið með Juventus um tveggja ára skeið.
Á meðan Evrópumótinu stóð sagði Morata að sér hefði liðið betur þegar hann spilaði utan Spánar og nú virðist hann vera á förum frá heimalandi sínu.
Morata, sem er 31 árs, skoraði eitt mark á EM og hefur alls gert 36 mörk í áttatíu landsleikjum.
Milan endaði í 2. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Eftir það tók Paulo Fonseca við liðinu af Stefano Pioli.