Segir „óeðlilegan hagsmunaárekstur“ við mat á sakhæfi áhyggjuefni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. júlí 2024 20:00 Guðmundur Ingi Þóroddsson er formaður Afstöðu. Vísir/Ívar Fannar Það tíðkast að sömu geðlæknar leggi mat á sakhæfi einstaklinga fyrir dómstólum og sem sinna myndu þeim á réttargeðdeild. Þetta skapar óeðlilegan hagsmunaárekstur að mati formanns Afstöðu. Alvarlegt ástand ríki í geðheilbrigðismálum fanga. Umræða um geðheilbrigði fanga er ekki ný af nálinni en formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, segist merkja mikla hnignun á andlegri heilsu fanga sem hafa verið lengi í afplánun og þeirra sem sátu inni á tímum heimsfaraldurs. „Við vöruðum viðþessu á sínum tíma. Þáverandi dómsmálaráðherra gaf ekki mikið fyrir þetta og gaf lítið fyrir okkar skoðanir en nú er bara staðreyndin að koma í ljós. Þetta er mjög alvarlegt ástand og mikiðáhyggjuefni hvað við sjáum marga sem eru að fara mjög alvarlega núna út úr sinni fangavist,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu. Stjórnvöld séu að einhverju leiti að taka við sér. En í sumum tilfellum sé brugðist við of seint. „Það skortir ekki á vilja hjá fangelsismálayfirvöldum og í raun og veru er heilbrigðisráðherrann í dag með nefndir eða vinnuhópa sem eru að vinna akkúrat íþessum málum. Það má hrósa þeim fyrir hvaðþeir eru að bregðast við núna. En vandamálið er aðþað er bara allt of seint og þar má kenna um þeim sem stjórna fangelsismálum íþví ráðuneyti áður fyrr og á tímum covid þegar var verið að benda áþessa hluti,“ segir Guðmundur. „Óeðlileg“ staða við mat á sakhæfi Nokkur umræða hefur jafnframt skapast að undanförnu um mat á sakhæfi og hvernig því er háttað við meðferð sakamála hér á landi. Við mat á sakhæfi fyrir dómstólum eru geðlæknar stundum kvaddir fyrir dóm til að leggja faglegt mat á sakhæfi einstaklinga sem grunaðir eru um afbrot. Dómstólar hafa þó endanlegt úrskurðarvald viðákvörðun um sakhæfi, þótt mat geðlæknis sé oft haft að leiðarljósi. Það hvort einstaklingur er metinn sakhæfur eða ekki ræður svo því hvort viðkomandi sé vistaður í fangelsi eða öðru úrræði á borð við réttargeðdeild sem hefur það hlutverk að meðhöndla ósakhæfa einstaklinga. „Það er svolítið slæm staða áþví líka en það er kannski því um að kenna, það er smæðin. Við erum svo fá og það eru svo fáir geðlæknar sem taka að sér geðhæfismat. Og þar af leiðandi eru þetta oft sömu einstaklingarnir sem eru aðákveða sakhæfi og hvort þeir eigi síðan að vera hjá sinni stofnun eða einhvers staðar annarsstaðar og það er óeðlilegt að okkar mati og þarf að laga. En það er erfitt,“ segir Guðmundur Ingi. Þetta segir hann að feli „klárlega“í sér ákveðinn hagsmunaárekstur. Þetta skapi aðstæður þar sem geðlæknir er íþeirri stöðu að leggja mat á einstakling fyrir dómi, sem beinlínis getur haft áhrif áákvörðun um sakhæfi og það hvort viðkomandi verði skjólstæðingur sama læknis á réttargeðdeild. Guðmundur segir að Afstaða hafi gert athugasemdir viðþetta áýmsum vettvangi, meðal annars í greinaskrifum, á læknadögum og á fundum og í vinnuhópum á vegum ráðuneyta sem samtökin taka þátt í. Þá segir Guðmundur stöðu andlega veikra fanga sem vistaðir eru íöryggisklefum fangelsa vera sorglega. „Þá eru þeir vistaðir með ekki stól, ekki klukku og ekki gluggatjöld og þetta getur verið hættulegt og er í raun og veru pyndingar og er ekki til þess að lækna fólk, fólk kemur ekki betra úr þessum aðstæðum,“ segir Guðmundur. Fangelsismál Geðheilbrigði Dómstólar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Sjá meira
Umræða um geðheilbrigði fanga er ekki ný af nálinni en formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, segist merkja mikla hnignun á andlegri heilsu fanga sem hafa verið lengi í afplánun og þeirra sem sátu inni á tímum heimsfaraldurs. „Við vöruðum viðþessu á sínum tíma. Þáverandi dómsmálaráðherra gaf ekki mikið fyrir þetta og gaf lítið fyrir okkar skoðanir en nú er bara staðreyndin að koma í ljós. Þetta er mjög alvarlegt ástand og mikiðáhyggjuefni hvað við sjáum marga sem eru að fara mjög alvarlega núna út úr sinni fangavist,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu. Stjórnvöld séu að einhverju leiti að taka við sér. En í sumum tilfellum sé brugðist við of seint. „Það skortir ekki á vilja hjá fangelsismálayfirvöldum og í raun og veru er heilbrigðisráðherrann í dag með nefndir eða vinnuhópa sem eru að vinna akkúrat íþessum málum. Það má hrósa þeim fyrir hvaðþeir eru að bregðast við núna. En vandamálið er aðþað er bara allt of seint og þar má kenna um þeim sem stjórna fangelsismálum íþví ráðuneyti áður fyrr og á tímum covid þegar var verið að benda áþessa hluti,“ segir Guðmundur. „Óeðlileg“ staða við mat á sakhæfi Nokkur umræða hefur jafnframt skapast að undanförnu um mat á sakhæfi og hvernig því er háttað við meðferð sakamála hér á landi. Við mat á sakhæfi fyrir dómstólum eru geðlæknar stundum kvaddir fyrir dóm til að leggja faglegt mat á sakhæfi einstaklinga sem grunaðir eru um afbrot. Dómstólar hafa þó endanlegt úrskurðarvald viðákvörðun um sakhæfi, þótt mat geðlæknis sé oft haft að leiðarljósi. Það hvort einstaklingur er metinn sakhæfur eða ekki ræður svo því hvort viðkomandi sé vistaður í fangelsi eða öðru úrræði á borð við réttargeðdeild sem hefur það hlutverk að meðhöndla ósakhæfa einstaklinga. „Það er svolítið slæm staða áþví líka en það er kannski því um að kenna, það er smæðin. Við erum svo fá og það eru svo fáir geðlæknar sem taka að sér geðhæfismat. Og þar af leiðandi eru þetta oft sömu einstaklingarnir sem eru aðákveða sakhæfi og hvort þeir eigi síðan að vera hjá sinni stofnun eða einhvers staðar annarsstaðar og það er óeðlilegt að okkar mati og þarf að laga. En það er erfitt,“ segir Guðmundur Ingi. Þetta segir hann að feli „klárlega“í sér ákveðinn hagsmunaárekstur. Þetta skapi aðstæður þar sem geðlæknir er íþeirri stöðu að leggja mat á einstakling fyrir dómi, sem beinlínis getur haft áhrif áákvörðun um sakhæfi og það hvort viðkomandi verði skjólstæðingur sama læknis á réttargeðdeild. Guðmundur segir að Afstaða hafi gert athugasemdir viðþetta áýmsum vettvangi, meðal annars í greinaskrifum, á læknadögum og á fundum og í vinnuhópum á vegum ráðuneyta sem samtökin taka þátt í. Þá segir Guðmundur stöðu andlega veikra fanga sem vistaðir eru íöryggisklefum fangelsa vera sorglega. „Þá eru þeir vistaðir með ekki stól, ekki klukku og ekki gluggatjöld og þetta getur verið hættulegt og er í raun og veru pyndingar og er ekki til þess að lækna fólk, fólk kemur ekki betra úr þessum aðstæðum,“ segir Guðmundur.
Fangelsismál Geðheilbrigði Dómstólar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Sjá meira