UEFA á viðvörunarstigi, Interpol í málinu og Albaníuferðin í hættu Valur Páll Eiríksson skrifar 12. júlí 2024 11:10 Úr leik gærkvöldsins, sem lauk með 2-2 jafntefli. Vísir/Anton Brink Hegðun stuðningsmanna og starfsfólks albanska félagsins Vllaznia í kringum leik liðsins við Val að Hlíðarenda í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld gæti dregið dilk á eftir sér. Málið er á borði KSÍ og UEFA auk lögreglunnar og Interpol. Í útsendingu Stöðvar 2 Sport frá leik gærkvöldsins sáust mikil ólæti sem brutust út í albönskum hluta stúkunnar eftir leik. Þá sást öryggisvörður á vegum Vals vera sleginn í andlitið af einum stuðningsmannana. Þar er aðeins hálf sagan sögð. Samkvæmt heimildum Vísis höfðu bæði stuðningsmenn og starfsfólk Vllaznia í líflátshótunum við mann og annan. Skipti þá litlu hvort umræddi stjórnarmenn og starfsfólk Vals, dómara leiksins eða leikmenn Valsmanna. Stuðningsmaður Vals, sem vildi ekki láta nafns síns getið, segir stuðningsmann Vllaznia hafa hótað að skera úr honum augun. Stjórnarmaður Vllaznia henti aðskotahlut í andlit dómara leiksins og átti í líflátshótunum við bæði starfsfólk Vals og stuðningsmenn. Forseti og framkvæmdastjóri albanska félagsins létu þá öllum illum látum. Dómari leiksins var sleginn og hrækt í andlitið á honum. Fulltrúar Vals vildu ekki tjá sig um málið í samtali við Vísi. Jörundur Áki Sveinsson, starfandi framkvæmdastjóri KSÍ, staðfesti að málið væri á borði sambandsins og virkt samtal væri milli KSÍ og Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. UEFA er með málið til skoðunar og er sambandið á viðvörunarstigi (e. highest alert) vegna málsins. „Þetta er háalvarlegt mál og svona á ekki að sjást,“ sagði Jörundur Áki við Vísi. „Það er til skoðunar og er á borði UEFA.“ Vegna þeirra líflátshótana sem starfsfólk og leikmenn Vals þurftu að þola gæti seinni leikur liðanna verið í hættu. Liðin eiga að mætast næsta fimmtudag ytra en Valsmenn eru ekki spenntir fyrir því að halda þar út eftir raunir gærkvöldsins. Óttast er um öryggi leikmanna og starfsfólks félagsins. Málið er á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem og hjá Interpol þar sem um alþjóðlegan viðburð var að ræða sem skipulagður er af UEFA. Unnar Már Ástþórsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að lögreglan hafi tekið nokkra stuðningsmenn tali en ekki handtekið neitt. „Okkur finnst þessi hópur hafa verið til skammar með hegðun sinni,“ segir hann. Unnar bendir á að þarna hafi verið talsverð áfengisneysla og þá geti farið svona. Hann veltir því fyrir sér hvort eitthvað þurfi að gera í þeim málum, en lögreglan ein taki ekki ákvarðanir í slíkum málum. Fréttin hefur verið uppfærð. UEFA Sambandsdeild Evrópu Valur Lögreglumál Lögreglan Albanía Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Sjá meira
Í útsendingu Stöðvar 2 Sport frá leik gærkvöldsins sáust mikil ólæti sem brutust út í albönskum hluta stúkunnar eftir leik. Þá sást öryggisvörður á vegum Vals vera sleginn í andlitið af einum stuðningsmannana. Þar er aðeins hálf sagan sögð. Samkvæmt heimildum Vísis höfðu bæði stuðningsmenn og starfsfólk Vllaznia í líflátshótunum við mann og annan. Skipti þá litlu hvort umræddi stjórnarmenn og starfsfólk Vals, dómara leiksins eða leikmenn Valsmanna. Stuðningsmaður Vals, sem vildi ekki láta nafns síns getið, segir stuðningsmann Vllaznia hafa hótað að skera úr honum augun. Stjórnarmaður Vllaznia henti aðskotahlut í andlit dómara leiksins og átti í líflátshótunum við bæði starfsfólk Vals og stuðningsmenn. Forseti og framkvæmdastjóri albanska félagsins létu þá öllum illum látum. Dómari leiksins var sleginn og hrækt í andlitið á honum. Fulltrúar Vals vildu ekki tjá sig um málið í samtali við Vísi. Jörundur Áki Sveinsson, starfandi framkvæmdastjóri KSÍ, staðfesti að málið væri á borði sambandsins og virkt samtal væri milli KSÍ og Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. UEFA er með málið til skoðunar og er sambandið á viðvörunarstigi (e. highest alert) vegna málsins. „Þetta er háalvarlegt mál og svona á ekki að sjást,“ sagði Jörundur Áki við Vísi. „Það er til skoðunar og er á borði UEFA.“ Vegna þeirra líflátshótana sem starfsfólk og leikmenn Vals þurftu að þola gæti seinni leikur liðanna verið í hættu. Liðin eiga að mætast næsta fimmtudag ytra en Valsmenn eru ekki spenntir fyrir því að halda þar út eftir raunir gærkvöldsins. Óttast er um öryggi leikmanna og starfsfólks félagsins. Málið er á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem og hjá Interpol þar sem um alþjóðlegan viðburð var að ræða sem skipulagður er af UEFA. Unnar Már Ástþórsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að lögreglan hafi tekið nokkra stuðningsmenn tali en ekki handtekið neitt. „Okkur finnst þessi hópur hafa verið til skammar með hegðun sinni,“ segir hann. Unnar bendir á að þarna hafi verið talsverð áfengisneysla og þá geti farið svona. Hann veltir því fyrir sér hvort eitthvað þurfi að gera í þeim málum, en lögreglan ein taki ekki ákvarðanir í slíkum málum. Fréttin hefur verið uppfærð.
UEFA Sambandsdeild Evrópu Valur Lögreglumál Lögreglan Albanía Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Sjá meira