Ungir menn sem veðja stjórnlaust hafi varann á Bjarki Sigurðsson skrifar 14. júlí 2024 23:00 Daníel Þór Ólason er prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í spilafíkn. Vísir/Einar Um sjötíu prósent landsmanna hafa spilað fjárhættuspil síðastliðna tólf mánuði. Ungir karlmenn veðja mun meira á erlendum veðmálasíðum en áður. Sérfræðingur í spilafíkn segir þá sem spila á netinu vera líklegri til að þróa með sér spilafíkn en aðrir. Í fyrra var unnin rannsókn á spilahegðun og spilavanda Íslendinga fyrir Dómsmálaráðuneytið. Í niðurstöðunum kemur fram að tæplega sjötíu prósent Íslendinga hafi tekið þátt í fjárhættuspili síðustu tólf mánuði. Það er fækkun frá árinu 2017 þegar svipuð rannsókn var unnin síðast en þá voru það rúmlega 77 prósent. Fækkun næstum allsstaðar Rannsóknin var unnin af Dr. Daníel Þór Ólasyni. Hann segir fækkun hafa mælst í flestöllum tegundum fjárhættuspila. „Við sjáum færri spila í lottó, við sjáum færri spila hjá Íslenskum getraunum eða Lengjunni og svo í spilakössum. Það er athyglisvert með spilakassa að nú er þetta komið þangað að þetta eru um þrjú prósent þjóðarinnar sem segjast hafa spilað í spilakössum síðastliðið ár. Sá samdráttur hefur verið viðvarandi en var mjög mikill núna frá 2017 til 2023,“ segir Daníel. Þó er aukning í spilun á netinu og sérstaklega á erlendum vefsíðum, bæði í spilakössum þar og í íþróttaveðmálum. „Ef við skoðum erlenda spilun, þá sjáum við að árið 2005 var þetta innan við hálft prósent þjóðarinnar sem sagðist einhvern tímann hafa spilað peningaspil á erlendum vefsíðum. Í dag eru þetta um sjö prósent. Ef við skoðum þetta eftir aldri, þá sjáum við að aukningin liggur hjá ungum karlmönnum á aldrinum átján til 25 ára. Um tuttugu prósent þeirra segist hafa spilað í slíkum peningaspilum og þá sérstaklega eru þeir að veðja á úrslit eða atvik í íþróttum,“ segir Daníel. Konur í happdrætti og karlar á netinu Nánast engar konur stunda fjárhættuspil á netinu, þær eru meira að spila í flokkahappdrætti. Hjá körlum er netpóker í undanhaldi eftir miklar vinsældir fyrstu árin eftir aldamót og íþróttaveðmálin virðast hafa tekið þar við. „Það eru bara miklu fleiri að veðja á úrslit eða atburði íþróttaleikja. Það virðist sérstaklega hafa gerst þegar þessar síður fóru að bjóða upp á veðmál í beinni. Menn eru að veðja á atvik sem eru að gerast í leikjunum, þá sérstaklega í fótbolta sem er svona aðalsportið. Þá eru menn kannski að veðja á tuttugu, þrjátíu mismunandi atburði sem geta gerst í leiknum,“ segir Daníel. Meðal þess sem hægt er að veðja á í knattspyrnuleik er fjöldi hornspyrna, hvaða leikmaður fær gult spjald, hvaða leikmaður skorar næsta mark og fleira. „Síðan eru menn ekki endilega bara að veðja á þessa leiki sem vekja mesta athygli eins og Evrópukeppni heldur virðast menn líka vera að veðja mikið á leiki sem eru í annarri, þriðju eða fjórðu deild. Eða jafnvel á leiki sem gerast hjá unglingum. Það er bæði innlendir og erlendir aðilar sem virðast svolítið sækja í að veðja á þessa leiki,“ segir Daníel. Sum spil búa til fíkla Hann segir spil þar sem þú getur veðjað oft á stuttum tíma og færð marga litla vinninga vera þau spil sem eru líklegust til að valda spilafíkn. „Þú færð marga litla vinninga og upplifir oft að þú sért að fá vinning. Oft eru það smáir vinningar og að þú telur þig hafa stjórn á því sem er að gerast, hvort sem það er raunveruleg stjórn eða ímynduð stjórn. Þegar við skoðum hvaða tegundir af peningaspilum hafa þessi einkenni, þá eru þetta spilakassar. Númer eitt númer tvö þrjú. Spilakassar er það spil sem spilafíklar hafa sótt mikið í,“ segir Daníel. Þá séu aukin tengsl milli íþróttaveðmála og spilafíknar, bæði hér á landi og erlendis. Netpóker hafi einnig sömu áhrif. „Ef við horfum á einkenni spilavanda, þá eru það að menn upplifa það að þeir séu að missa stjórn á hegðun sinni smám saman og eru alltaf að reyna að ná stjórn á henni aftur. Það sem líka einkennir spilafíkn er að menn eru farnir að elta tapið. Ef það eru ungir menn þarna úti sem eru farnir að elta tapið, þeir töpuðu í síðustu viku og eru að leggja meira inn í næstu viku til að ná til baka því sem þeir töpuðu, þá eru það sterk viðvörunarmerki um það að þú sért kominn með vandamál,“ segir Daníel. Andleg áhrif gríðarleg Afleiðingar spilafíknar séu verulegar á fjárhag þess sem spilar, sem og fjölskyldu hans. Þá hefur hún einnig áhrif á andlega líðan. „Depurð, kvíði, þunglyndi eru mjög algengar afleiðingar þess að vera búinn að missa stjórn á þessu. Þannig að tíðni sjálfsmorða og sjálfsskaða eru mun hærri hjá fólki sem hafa lent í vanda. Mikil spilamennska, stjórnlaus, getur leitt til hegðunar sem er mjög skaðleg fyrir einstaklinginn. Þannig þetta er stórmál, ef það er mikið af ungum mönnum sem eru að veðja miklum upphæðum og tapa í hverri viku. Þetta hefur slæmar afleiðingar,“ segir Daníel. Þónokkur dæmi eru um að einstaklingar svipti sig lífi vegna spilafíknar eða -skuldar. „Það er oft erfitt að rekja hver var meginorsök þess að einhver sviptir sig lífi eða fer þá leið. Oft kemur það í ljós seinna að það eru miklar skuldir, mikil spilamennska. En það er augljóslega áhættuþáttur. Spilafíkn er áhættuþáttur fyrir því að fólk fari þá hörmulegu leið að svipta sig lífi,“ segir Daníel. Bregðast þurfi við Hann segir áhyggjuefni að erlendar vefsíður fái að bjóða upp á veðmálastarfsemi hér á landi án þess að stjórnvöld geri neitt í því, en starfsemin er ekki lögleg hér á landi nema með leyfi frá stjórnvöldum. „Við sjáum það að þessir ungu menn sem er að sækja í að veðja á íþróttaleiki, þeir sækjast fyrst og fremst í erlendar síður. Þeir eru ekki mikið að spila á þessum innlendu löglegu síðum. Það er eitt sem við sjáum sem er kannski svona afleiðing. Það er bara mjög sérstakt að við skulum vera með þjóðfélag þar sem þeir sem brjóta lögin geta haldið uppi starfsemi, eru með skrifstofur á landinu, auglýsa, herja á ungt fólk með sínar auglýsingar sem er kannski það allra versta og geti gert það óáreittir um langa hríð,“ segir Daníel. Það þurfi að taka til í geiranum á Íslandi með því að skerpa betur á því hvað sé leyfilegt og hvað sé ekki leyfilegt. „Þetta er nákvæmlega það sem hefur verið að gerast erlendis. Erlendir aðilar hafa sótt inn á spilamarkaði í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Menn hafa farið tvær mismunandi leiðir. Annars vegar sú leið eins og Noregur hefur farið, sem er að vera sjálfur með þessar tegundir peningaspila undir sinni stjórn og reyna að loka á erlendar síður,“ segir Daníel. Hin leiðin sé sú sem Svíar og Danir hafi farið sem er að opna á það að erlendu fyrirtækin geti sótt um leyfi til að hafa starfsemi. „Þeir eru þá skattaðir og þeir þurfa að beygja sig undir þær reglur og þau lög sem menn hafa sett. Meðal annars að taka þátt í því sem við köllum takmarkandi kerfum. Eitt af því sem þessi takmörkunarkerfi bjóða upp á er að sá sem vill spila, hvort sem það er á erlendri eða innlendri síðu, þarf að setja sér mörk. Hann þarf að segja hvað hann er tilbúinn að eyða og hann getur ekkert breytt því auðveldlega,“ segir Daníel. Sumir verða fyrir miklum skaða Þannig geti rekstraraðilarnir líka sett mörk á það hvað fólk megi eyða miklu á síðunum þeirra. Þannig sé það í Svíþjóð. Viljir þú veðja meira en hámarkið er á síðunni þurfir þú að sýna fram á það að þú hafir efni á að veðja meira. „Það sem er líka athyglisvert, þeir setja takmörk á ungt fólk, þannig ungt fólk, átján og nítján ára, það fær lægri mörk. Þú getur sett upp kerfi, hvort sem þú leyfir aðilum utanfrá að taka þátt í því eða ekki, sem að lágmarkar þann fjárhagslega skaða sem fólk getur orðið fyrir. Ég tel að allar breytingar sem verða á íslensku kerfi, verði að innihalda slíkt kerfi. Af því að við verðum að horfa til þess að það er ákveðinn hópur, lítill hópur, sem verður fyrir miklum skaða og við viljum lágmarka þeirra tjón,“ segir Daníel. Fjárhættuspil Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Í fyrra var unnin rannsókn á spilahegðun og spilavanda Íslendinga fyrir Dómsmálaráðuneytið. Í niðurstöðunum kemur fram að tæplega sjötíu prósent Íslendinga hafi tekið þátt í fjárhættuspili síðustu tólf mánuði. Það er fækkun frá árinu 2017 þegar svipuð rannsókn var unnin síðast en þá voru það rúmlega 77 prósent. Fækkun næstum allsstaðar Rannsóknin var unnin af Dr. Daníel Þór Ólasyni. Hann segir fækkun hafa mælst í flestöllum tegundum fjárhættuspila. „Við sjáum færri spila í lottó, við sjáum færri spila hjá Íslenskum getraunum eða Lengjunni og svo í spilakössum. Það er athyglisvert með spilakassa að nú er þetta komið þangað að þetta eru um þrjú prósent þjóðarinnar sem segjast hafa spilað í spilakössum síðastliðið ár. Sá samdráttur hefur verið viðvarandi en var mjög mikill núna frá 2017 til 2023,“ segir Daníel. Þó er aukning í spilun á netinu og sérstaklega á erlendum vefsíðum, bæði í spilakössum þar og í íþróttaveðmálum. „Ef við skoðum erlenda spilun, þá sjáum við að árið 2005 var þetta innan við hálft prósent þjóðarinnar sem sagðist einhvern tímann hafa spilað peningaspil á erlendum vefsíðum. Í dag eru þetta um sjö prósent. Ef við skoðum þetta eftir aldri, þá sjáum við að aukningin liggur hjá ungum karlmönnum á aldrinum átján til 25 ára. Um tuttugu prósent þeirra segist hafa spilað í slíkum peningaspilum og þá sérstaklega eru þeir að veðja á úrslit eða atvik í íþróttum,“ segir Daníel. Konur í happdrætti og karlar á netinu Nánast engar konur stunda fjárhættuspil á netinu, þær eru meira að spila í flokkahappdrætti. Hjá körlum er netpóker í undanhaldi eftir miklar vinsældir fyrstu árin eftir aldamót og íþróttaveðmálin virðast hafa tekið þar við. „Það eru bara miklu fleiri að veðja á úrslit eða atburði íþróttaleikja. Það virðist sérstaklega hafa gerst þegar þessar síður fóru að bjóða upp á veðmál í beinni. Menn eru að veðja á atvik sem eru að gerast í leikjunum, þá sérstaklega í fótbolta sem er svona aðalsportið. Þá eru menn kannski að veðja á tuttugu, þrjátíu mismunandi atburði sem geta gerst í leiknum,“ segir Daníel. Meðal þess sem hægt er að veðja á í knattspyrnuleik er fjöldi hornspyrna, hvaða leikmaður fær gult spjald, hvaða leikmaður skorar næsta mark og fleira. „Síðan eru menn ekki endilega bara að veðja á þessa leiki sem vekja mesta athygli eins og Evrópukeppni heldur virðast menn líka vera að veðja mikið á leiki sem eru í annarri, þriðju eða fjórðu deild. Eða jafnvel á leiki sem gerast hjá unglingum. Það er bæði innlendir og erlendir aðilar sem virðast svolítið sækja í að veðja á þessa leiki,“ segir Daníel. Sum spil búa til fíkla Hann segir spil þar sem þú getur veðjað oft á stuttum tíma og færð marga litla vinninga vera þau spil sem eru líklegust til að valda spilafíkn. „Þú færð marga litla vinninga og upplifir oft að þú sért að fá vinning. Oft eru það smáir vinningar og að þú telur þig hafa stjórn á því sem er að gerast, hvort sem það er raunveruleg stjórn eða ímynduð stjórn. Þegar við skoðum hvaða tegundir af peningaspilum hafa þessi einkenni, þá eru þetta spilakassar. Númer eitt númer tvö þrjú. Spilakassar er það spil sem spilafíklar hafa sótt mikið í,“ segir Daníel. Þá séu aukin tengsl milli íþróttaveðmála og spilafíknar, bæði hér á landi og erlendis. Netpóker hafi einnig sömu áhrif. „Ef við horfum á einkenni spilavanda, þá eru það að menn upplifa það að þeir séu að missa stjórn á hegðun sinni smám saman og eru alltaf að reyna að ná stjórn á henni aftur. Það sem líka einkennir spilafíkn er að menn eru farnir að elta tapið. Ef það eru ungir menn þarna úti sem eru farnir að elta tapið, þeir töpuðu í síðustu viku og eru að leggja meira inn í næstu viku til að ná til baka því sem þeir töpuðu, þá eru það sterk viðvörunarmerki um það að þú sért kominn með vandamál,“ segir Daníel. Andleg áhrif gríðarleg Afleiðingar spilafíknar séu verulegar á fjárhag þess sem spilar, sem og fjölskyldu hans. Þá hefur hún einnig áhrif á andlega líðan. „Depurð, kvíði, þunglyndi eru mjög algengar afleiðingar þess að vera búinn að missa stjórn á þessu. Þannig að tíðni sjálfsmorða og sjálfsskaða eru mun hærri hjá fólki sem hafa lent í vanda. Mikil spilamennska, stjórnlaus, getur leitt til hegðunar sem er mjög skaðleg fyrir einstaklinginn. Þannig þetta er stórmál, ef það er mikið af ungum mönnum sem eru að veðja miklum upphæðum og tapa í hverri viku. Þetta hefur slæmar afleiðingar,“ segir Daníel. Þónokkur dæmi eru um að einstaklingar svipti sig lífi vegna spilafíknar eða -skuldar. „Það er oft erfitt að rekja hver var meginorsök þess að einhver sviptir sig lífi eða fer þá leið. Oft kemur það í ljós seinna að það eru miklar skuldir, mikil spilamennska. En það er augljóslega áhættuþáttur. Spilafíkn er áhættuþáttur fyrir því að fólk fari þá hörmulegu leið að svipta sig lífi,“ segir Daníel. Bregðast þurfi við Hann segir áhyggjuefni að erlendar vefsíður fái að bjóða upp á veðmálastarfsemi hér á landi án þess að stjórnvöld geri neitt í því, en starfsemin er ekki lögleg hér á landi nema með leyfi frá stjórnvöldum. „Við sjáum það að þessir ungu menn sem er að sækja í að veðja á íþróttaleiki, þeir sækjast fyrst og fremst í erlendar síður. Þeir eru ekki mikið að spila á þessum innlendu löglegu síðum. Það er eitt sem við sjáum sem er kannski svona afleiðing. Það er bara mjög sérstakt að við skulum vera með þjóðfélag þar sem þeir sem brjóta lögin geta haldið uppi starfsemi, eru með skrifstofur á landinu, auglýsa, herja á ungt fólk með sínar auglýsingar sem er kannski það allra versta og geti gert það óáreittir um langa hríð,“ segir Daníel. Það þurfi að taka til í geiranum á Íslandi með því að skerpa betur á því hvað sé leyfilegt og hvað sé ekki leyfilegt. „Þetta er nákvæmlega það sem hefur verið að gerast erlendis. Erlendir aðilar hafa sótt inn á spilamarkaði í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Menn hafa farið tvær mismunandi leiðir. Annars vegar sú leið eins og Noregur hefur farið, sem er að vera sjálfur með þessar tegundir peningaspila undir sinni stjórn og reyna að loka á erlendar síður,“ segir Daníel. Hin leiðin sé sú sem Svíar og Danir hafi farið sem er að opna á það að erlendu fyrirtækin geti sótt um leyfi til að hafa starfsemi. „Þeir eru þá skattaðir og þeir þurfa að beygja sig undir þær reglur og þau lög sem menn hafa sett. Meðal annars að taka þátt í því sem við köllum takmarkandi kerfum. Eitt af því sem þessi takmörkunarkerfi bjóða upp á er að sá sem vill spila, hvort sem það er á erlendri eða innlendri síðu, þarf að setja sér mörk. Hann þarf að segja hvað hann er tilbúinn að eyða og hann getur ekkert breytt því auðveldlega,“ segir Daníel. Sumir verða fyrir miklum skaða Þannig geti rekstraraðilarnir líka sett mörk á það hvað fólk megi eyða miklu á síðunum þeirra. Þannig sé það í Svíþjóð. Viljir þú veðja meira en hámarkið er á síðunni þurfir þú að sýna fram á það að þú hafir efni á að veðja meira. „Það sem er líka athyglisvert, þeir setja takmörk á ungt fólk, þannig ungt fólk, átján og nítján ára, það fær lægri mörk. Þú getur sett upp kerfi, hvort sem þú leyfir aðilum utanfrá að taka þátt í því eða ekki, sem að lágmarkar þann fjárhagslega skaða sem fólk getur orðið fyrir. Ég tel að allar breytingar sem verða á íslensku kerfi, verði að innihalda slíkt kerfi. Af því að við verðum að horfa til þess að það er ákveðinn hópur, lítill hópur, sem verður fyrir miklum skaða og við viljum lágmarka þeirra tjón,“ segir Daníel.
Fjárhættuspil Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira