Óttast vaxandi atvinnuleysi á næstu misserum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. júlí 2024 14:48 Hagfræðingur hjá ASÍ óttast að atvinnuleysi muni fara vaxandi á næstu misserum. Vísir/Egill Atvinnuleysi í júní mælist ívið meira en í fyrra, en skráð atvinnuleysi var 3,1% á landsvísu. Hagfræðingur ASÍ óttast að atvinnuleysi fari vaxandi á næstunni í ljósi horfa í efnahagslífinu. Meðal annars sé hátt vaxtastig farið að hægja á umsvifum í hagkerfinu og því sé ekki ólíklegt að minni umsvif hafi áhrif á atvinnustigið. Líkt og áður segir var atvinnuleysi í júní 3,1% og lækkaði lítilega milli mánaða, en skráð atvinnuleysi í maí var 3,4%. Mest mælist atvinnuleysi á Suðurnesjum, eða 5,3% samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Róbert Farestveit, sviðsstjóri hagfræði- og greiningarsviðs ASÍ, segir atvinnuleysistölurnar hafa verið nokkurn veginn í jafnvægi að undanförnu. „Í dag eru um 6700 skráðir atvinnulausir samkvæmt Vinnumálastofnun og í sjálfu sér ekkert óvenjulegt að atvinnuleysi lækki svona yfir sumarmánuðina. Og ef við horfum á stöðuna borið saman fyrir ári síðan þá hefur atvinnuleysi hækkað lítillega og í dag eru um 600 fleiri skráðir atvinnulausir en í júní 2023,“ segir Róbert. Blikur á lofti þrátt fyrir lágt atvinnuleysi Þótt atvinnuleysi hafi haldist nokkuð lágt, gætu verið blikur á lofti að sögn Róberts. „Atvinnuleysi hefur verið auðvitað nokkuð gott eftir að áhrif heimsfaraldursins hurfu úr hagkerfinu en það er alveg hægt að búast við því að það fari að stíga örlítið upp á við á næstu misserum.“ Ýmsir þættir kunni að skýra þessa þróun. „Við höfum ákveðnar áhyggjur af því að atvinnuleysi muni vaxa á næstu mánuðum, eða á næstu misserum. Við sjáum svo sem nýleg dæmi um hópuppsagnir á vinnumarkaði, en svo sjáum við auðvitað merki um það að hátt vaxtastig er farið að hægja á umsvifum í hagkerfinu og svo hefur verið ákveðin óvissa með þróunina í ferðaþjónustu og það er ekkert óeðlilegt að þetta hafi einhver áhrif inn á atvinnustigið,“ segir Róbert. Ekki sé ólíklegt að atvinnuleysistölur stígi upp á við strax í vetur. „Það er svo sem erfitt að segja til eins og með ferðaþjónustuna og slíkt en við sjáum það að það er að hægja á vexti neyslunnar, það er að hægja á vexti fjárfestinga, það er verið að hægja á nýbyggingum og það er ekkert ólíklegt að þetta leiti að einhverju leyti í atvinnustigið,“ segir Róbert. Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var hlutfall erlendra ríkisborgara á atvinnuleysisskrá um 55% í lok júní. Af þeim eru flestir atvinnuleitendur pólskir ríkisborgarar og þá Litháar, Rúmenar og Lettar. „Það er auðvitað algengt að atvinnulausir finni störf í gegnum tengsl og að einhverju leyti þekkingu á vinnumarkaði, og þannig að það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að hlutur þeirra sé stærri heldur en umfang þeirra á vinnumarkaði. En þessar tölur hafa ekki hreyfst mikið undanfarin misseri,“ segir Róbert. Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Líkt og áður segir var atvinnuleysi í júní 3,1% og lækkaði lítilega milli mánaða, en skráð atvinnuleysi í maí var 3,4%. Mest mælist atvinnuleysi á Suðurnesjum, eða 5,3% samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Róbert Farestveit, sviðsstjóri hagfræði- og greiningarsviðs ASÍ, segir atvinnuleysistölurnar hafa verið nokkurn veginn í jafnvægi að undanförnu. „Í dag eru um 6700 skráðir atvinnulausir samkvæmt Vinnumálastofnun og í sjálfu sér ekkert óvenjulegt að atvinnuleysi lækki svona yfir sumarmánuðina. Og ef við horfum á stöðuna borið saman fyrir ári síðan þá hefur atvinnuleysi hækkað lítillega og í dag eru um 600 fleiri skráðir atvinnulausir en í júní 2023,“ segir Róbert. Blikur á lofti þrátt fyrir lágt atvinnuleysi Þótt atvinnuleysi hafi haldist nokkuð lágt, gætu verið blikur á lofti að sögn Róberts. „Atvinnuleysi hefur verið auðvitað nokkuð gott eftir að áhrif heimsfaraldursins hurfu úr hagkerfinu en það er alveg hægt að búast við því að það fari að stíga örlítið upp á við á næstu misserum.“ Ýmsir þættir kunni að skýra þessa þróun. „Við höfum ákveðnar áhyggjur af því að atvinnuleysi muni vaxa á næstu mánuðum, eða á næstu misserum. Við sjáum svo sem nýleg dæmi um hópuppsagnir á vinnumarkaði, en svo sjáum við auðvitað merki um það að hátt vaxtastig er farið að hægja á umsvifum í hagkerfinu og svo hefur verið ákveðin óvissa með þróunina í ferðaþjónustu og það er ekkert óeðlilegt að þetta hafi einhver áhrif inn á atvinnustigið,“ segir Róbert. Ekki sé ólíklegt að atvinnuleysistölur stígi upp á við strax í vetur. „Það er svo sem erfitt að segja til eins og með ferðaþjónustuna og slíkt en við sjáum það að það er að hægja á vexti neyslunnar, það er að hægja á vexti fjárfestinga, það er verið að hægja á nýbyggingum og það er ekkert ólíklegt að þetta leiti að einhverju leyti í atvinnustigið,“ segir Róbert. Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var hlutfall erlendra ríkisborgara á atvinnuleysisskrá um 55% í lok júní. Af þeim eru flestir atvinnuleitendur pólskir ríkisborgarar og þá Litháar, Rúmenar og Lettar. „Það er auðvitað algengt að atvinnulausir finni störf í gegnum tengsl og að einhverju leyti þekkingu á vinnumarkaði, og þannig að það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að hlutur þeirra sé stærri heldur en umfang þeirra á vinnumarkaði. En þessar tölur hafa ekki hreyfst mikið undanfarin misseri,“ segir Róbert.
Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira