Skærur við Skarfabakka: „Ef þú færir þig ekki þá ber ég þig“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. júlí 2024 15:00 Drífa segir starfsmann hafa hótað sér líkamlegu ofbeldi við móttöku ferðamanna af skemmtiferðaskipi á Skarfabakka. Vísir/Samsett Kona sem vinnur við að þjónusta ferðamenn sem koma til Reykjavíkur með skemmtiferðaskipum segir starfsmann á vegum Faxaflóahafna hafa hótað henni líkamlegu ofbeldi þegar fauk í hann vegna óreiðu við höfnina. Hafnarstjóri segir málið til skoðunar en vill lítið tjá sig að öðru leyti. Drífa Birgitta Gunnlaugsdóttir lýsti því í samtali við fréttastofu að verktaki á vegum Faxaflóahafna hafi hótað henni líkamlegu ofbeldi á Skarfabakka í síðustu viku. Hún segir stríðsástand ríkja snemma morguns á Skarfabakka við móttöku ferðamanna af skemmtiferðaskipum og skiljanlegt að menn pirrist en að það sé aldrei í lagi að hóta fólki ofbeldi. Hún skilji það jafnframt ekki að umræddur maður haldi starfi sínu hjá Faxaflóahöfnum. Drífa segir talsverða óreiðu ríkja á Skarfabakka þegar ferðamenn streyma frá borði.Vísir/Vilhelm „Við stöndum þarna og það eru einhverjir starfsmenn frá rútufyrirtækjum að reka okkur í burtu og við færum okkur. Svo kemur starfsmaður og segir okkur að fara aftur til baka. Ég sagði við hann: „Heyrðu, nú er búið að senda okkur fram og aftur. Nú er ég búin að láta kúnnann vita hvar ég stend þannig ég þarf bara að bíða hér,““ segir Drífa. „Þá reif hann svona merkispjald af einhverjum sem var að bíða eftir rútu, sveiflar því í áttina að hausnum að mér og sagði: „Ef þú færir þig ekki þá ber ég þig.“ Og þessi maður heldur vinnunni, einhverra hluta vegna,“ segir hún svo. Segir málið í skoðun Gunnar Tryggvason hafnarstjóri áréttar í samtali við fréttastofu að maðurinn sem um ræðir sé verktaki á vegum Faxaflóahafna en ekki fastráðinn starfsmaður en að fyrirtækið beri samt sem áður ábyrgð á hegðun hans. Hann segist lítið vilja tjá sig um málið en staðfestir að orðaskipti hafi átt sér stað. Málið sé í skoðun. „Það urðu þarna orðaskipti sem þessum verktaka þykir miður og viðurkennir einhvern hlut sinn í því. Það er í skoðun hversu alvarlegt það er. Hann segir sjálfur að þetta hafi átt að vera grín en við erum ekki viss,“ segir hann. Hann segir fyrirtækið bera skyldu gagnvart öllum aðilum að átta sig betur á málinu en að engin ákvörðun hafi verið tekin um hvort félagið aðhafist eitthvað róttækara en að láta áminningu duga. Óánægð með viðbrögð Faxaflóahafna Drífa segist skilja að menn geti orðið pirraðir á því sem hún lýsir sem stríðsástandi á morgnana en að maðurinn hafi hreinlega „snappað.“ „Það geta allir orðið pirraðir en þú hótar ekki að berja annað fólk. Mér skilst að hans frásögn sé að hann hefði verið að grínast en það voru það margir aðrir bílstjórar í kringum mig sem voru tilbúnir að fara á milli því þeir tóku þessu ekki sem gríni,“ segir hún. Gunnar Tryggvason er hafnarstjóri FaxaflóahafnaVísir/Arnar Hún segist þá einnig vera óánægð með viðbrögð Faxaflóahafna. Hún þurfi að vera á Skarfabakka vegna vinnu og mæta manninum sem hótaði henni þrátt fyrir að Faxaflóahafnir hafi lofað henni að til þess kæmi ekki aftur. „Ég skil ekki að þessi maður fái að vinna þarna. Ég sá alveg tíu mínutum seinna að hann sá eftir þessu en hann snappaði. Ég er rosalega ósátt við viðbrögð Faxaflóahafna,“ segir hún. Hafnarmál Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Drífa Birgitta Gunnlaugsdóttir lýsti því í samtali við fréttastofu að verktaki á vegum Faxaflóahafna hafi hótað henni líkamlegu ofbeldi á Skarfabakka í síðustu viku. Hún segir stríðsástand ríkja snemma morguns á Skarfabakka við móttöku ferðamanna af skemmtiferðaskipum og skiljanlegt að menn pirrist en að það sé aldrei í lagi að hóta fólki ofbeldi. Hún skilji það jafnframt ekki að umræddur maður haldi starfi sínu hjá Faxaflóahöfnum. Drífa segir talsverða óreiðu ríkja á Skarfabakka þegar ferðamenn streyma frá borði.Vísir/Vilhelm „Við stöndum þarna og það eru einhverjir starfsmenn frá rútufyrirtækjum að reka okkur í burtu og við færum okkur. Svo kemur starfsmaður og segir okkur að fara aftur til baka. Ég sagði við hann: „Heyrðu, nú er búið að senda okkur fram og aftur. Nú er ég búin að láta kúnnann vita hvar ég stend þannig ég þarf bara að bíða hér,““ segir Drífa. „Þá reif hann svona merkispjald af einhverjum sem var að bíða eftir rútu, sveiflar því í áttina að hausnum að mér og sagði: „Ef þú færir þig ekki þá ber ég þig.“ Og þessi maður heldur vinnunni, einhverra hluta vegna,“ segir hún svo. Segir málið í skoðun Gunnar Tryggvason hafnarstjóri áréttar í samtali við fréttastofu að maðurinn sem um ræðir sé verktaki á vegum Faxaflóahafna en ekki fastráðinn starfsmaður en að fyrirtækið beri samt sem áður ábyrgð á hegðun hans. Hann segist lítið vilja tjá sig um málið en staðfestir að orðaskipti hafi átt sér stað. Málið sé í skoðun. „Það urðu þarna orðaskipti sem þessum verktaka þykir miður og viðurkennir einhvern hlut sinn í því. Það er í skoðun hversu alvarlegt það er. Hann segir sjálfur að þetta hafi átt að vera grín en við erum ekki viss,“ segir hann. Hann segir fyrirtækið bera skyldu gagnvart öllum aðilum að átta sig betur á málinu en að engin ákvörðun hafi verið tekin um hvort félagið aðhafist eitthvað róttækara en að láta áminningu duga. Óánægð með viðbrögð Faxaflóahafna Drífa segist skilja að menn geti orðið pirraðir á því sem hún lýsir sem stríðsástandi á morgnana en að maðurinn hafi hreinlega „snappað.“ „Það geta allir orðið pirraðir en þú hótar ekki að berja annað fólk. Mér skilst að hans frásögn sé að hann hefði verið að grínast en það voru það margir aðrir bílstjórar í kringum mig sem voru tilbúnir að fara á milli því þeir tóku þessu ekki sem gríni,“ segir hún. Gunnar Tryggvason er hafnarstjóri FaxaflóahafnaVísir/Arnar Hún segist þá einnig vera óánægð með viðbrögð Faxaflóahafna. Hún þurfi að vera á Skarfabakka vegna vinnu og mæta manninum sem hótaði henni þrátt fyrir að Faxaflóahafnir hafi lofað henni að til þess kæmi ekki aftur. „Ég skil ekki að þessi maður fái að vinna þarna. Ég sá alveg tíu mínutum seinna að hann sá eftir þessu en hann snappaði. Ég er rosalega ósátt við viðbrögð Faxaflóahafna,“ segir hún.
Hafnarmál Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira