Hagræðing í rekstri sé bændum og neytendum til heilla Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. júlí 2024 22:39 Margrét Gísladóttir segir Kaup KS á Kjarnafæði jákvætt skref í rétta átt. Stærri og burðugri rekstrareiningar bæti samkeppnishæfni innlends landbúnaðar. Vísir/Vilhelm Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, segir öllum ljóst að gríðarleg tækifæri séu til hagræðingar í rekstri kjötafurðastöðva. Hagræðingin gangi út á að geta greitt bændum hærra afurðaverð, án þess að það þýði hækkun á verði til neytenda. Hún telur samruna Kaupfélags Skagfirðinga og Kjarnafæðis Norðlenska jákvætt skref í rétta átt. Nokkrar deilur hafa verið um ágæti nýrra búvörulaga sem samþykkt voru í mars, sem veittu kjötafurðastöðum undanþágu frá samkeppnislögum. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar og helstu aðilar landbúnaðarins segja markmið og tilgang laganna að greiða fyrir hagræðingu í rekstri. Samkeppniseftirlitið hefur lýst yfir áhyggjum og segja alvarlegt að samrunaákvæði samkeppnislaga sé tekið úr sambandi. Hluthafar Kjarnafæði Norðlenska hf. hafa samþykkt tilboð Kaupfélags Skagfirðinga um kaup á allt að 100 prósent hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska hf. Hluthafar Búsældar ehf., félags bænda sem er eigandi rúmlega 43 prósent hlutafjár, munu ákveða hver fyrir sig hvort þeir selji sína hluti en Eiður Gunnlaugsson, eigandi rúmlega 28 prósent hlutafjár, og Hreinn Gunnlaugsson, eigandi rúmlega 28 prósent hlutafjár, munu selja allt sitt hlutafé. Stærsta áskorunin að halda við og bæta framleiðsluvilja bænda Margrét segir kaupin vera jákvætt skref í rétta átt. „Við sjáum að í landbúnaðinum í kringum okkur, í Noregi og Evrópusambandinu, að þar er lögð áhersla á stærri og burðugri rekstrareiningar í landbúnaði. Það er gert með það að markmiði að bæta samkeppnishæfni innlends landbúnaðar,“ segir Margrét. Það sama séum við þá vonandi að fara sjá hér. Margrét segir ljóst að ein stærsta áskorunin framundan sé að halda við og bæta framleiðsluvilja bænda. Þar skipti afurðaverðið miklu máli. Hún er bjartsýn á að hagræðingin muni skila sér í hærra afurðaverði til bænda, en það hafi einmitt verið tilgangur nýju búvörulaganna. Hagræðing losi um fjármagn „Breytingarnar á búvörulögunum ganga út á það að geta greitt hærra afurðaverð, án þess að það þýði hækkun á verði til neytenda,“ segir Margrét. Aukin hagræðing losi um fjármagn og veiti fyrirtækjum aukið svigrúm til að greiða hærra verð fyrir vörur til frumframleiðenda. „Þetta sást á sínum tíma þegar breytingar voru gerðar í mjólkuriðnaðinum, en þá leiddi aukið hagræði til hærra afurðaverðs til bænda, og lægra verðs til neytenda,“ segir Margrét. Matvælaframleiðsla Landbúnaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Neytendur Tengdar fréttir Formaður atvinnuveganefndar á hlut í félaginu sem KS keypti Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar, á um það bil 0,8 prósenta hlut í Búsæld ehf., sem á rúmlega 43 prósent hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska hf.. Hluthafar Kjarnafæði Norðlenska hafa samþykkt kaup Kaupfélags Skagfirðinga á allt að hundrað prósent hlutafjár í félaginu. Nýsamþykkt lög, sem fóru í gegnum atvinnuveganefnd, gera kaupin möguleg. 8. júlí 2024 11:00 „Að okkar mati er þetta stórslys sem hefði verið auðvelt að forðast“ Breytingar sem samþykktar voru á búvörulögum í gær jafngilda stórslysi að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Nú geti fyrirtæki sem skili milljarða hagnaði hagað sér eins og þeim sýnist á markaði án aðhalds frá Samkeppniseftirlitinu. 22. mars 2024 21:01 Breytingar á búvörulögum eigi ekki að skila sér í hærra verðlagi Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, segir breytingar á búvörulögum og endurskoðun á starfsskilyrðum og utanumhaldi á matvælaframleiðslu sem tengist kjöti löngu tímabæra. Þórarinn ræddi samþykkt laganna og aðstæður bænda í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 25. mars 2024 08:41 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Nokkrar deilur hafa verið um ágæti nýrra búvörulaga sem samþykkt voru í mars, sem veittu kjötafurðastöðum undanþágu frá samkeppnislögum. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar og helstu aðilar landbúnaðarins segja markmið og tilgang laganna að greiða fyrir hagræðingu í rekstri. Samkeppniseftirlitið hefur lýst yfir áhyggjum og segja alvarlegt að samrunaákvæði samkeppnislaga sé tekið úr sambandi. Hluthafar Kjarnafæði Norðlenska hf. hafa samþykkt tilboð Kaupfélags Skagfirðinga um kaup á allt að 100 prósent hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska hf. Hluthafar Búsældar ehf., félags bænda sem er eigandi rúmlega 43 prósent hlutafjár, munu ákveða hver fyrir sig hvort þeir selji sína hluti en Eiður Gunnlaugsson, eigandi rúmlega 28 prósent hlutafjár, og Hreinn Gunnlaugsson, eigandi rúmlega 28 prósent hlutafjár, munu selja allt sitt hlutafé. Stærsta áskorunin að halda við og bæta framleiðsluvilja bænda Margrét segir kaupin vera jákvætt skref í rétta átt. „Við sjáum að í landbúnaðinum í kringum okkur, í Noregi og Evrópusambandinu, að þar er lögð áhersla á stærri og burðugri rekstrareiningar í landbúnaði. Það er gert með það að markmiði að bæta samkeppnishæfni innlends landbúnaðar,“ segir Margrét. Það sama séum við þá vonandi að fara sjá hér. Margrét segir ljóst að ein stærsta áskorunin framundan sé að halda við og bæta framleiðsluvilja bænda. Þar skipti afurðaverðið miklu máli. Hún er bjartsýn á að hagræðingin muni skila sér í hærra afurðaverði til bænda, en það hafi einmitt verið tilgangur nýju búvörulaganna. Hagræðing losi um fjármagn „Breytingarnar á búvörulögunum ganga út á það að geta greitt hærra afurðaverð, án þess að það þýði hækkun á verði til neytenda,“ segir Margrét. Aukin hagræðing losi um fjármagn og veiti fyrirtækjum aukið svigrúm til að greiða hærra verð fyrir vörur til frumframleiðenda. „Þetta sást á sínum tíma þegar breytingar voru gerðar í mjólkuriðnaðinum, en þá leiddi aukið hagræði til hærra afurðaverðs til bænda, og lægra verðs til neytenda,“ segir Margrét.
Matvælaframleiðsla Landbúnaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Neytendur Tengdar fréttir Formaður atvinnuveganefndar á hlut í félaginu sem KS keypti Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar, á um það bil 0,8 prósenta hlut í Búsæld ehf., sem á rúmlega 43 prósent hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska hf.. Hluthafar Kjarnafæði Norðlenska hafa samþykkt kaup Kaupfélags Skagfirðinga á allt að hundrað prósent hlutafjár í félaginu. Nýsamþykkt lög, sem fóru í gegnum atvinnuveganefnd, gera kaupin möguleg. 8. júlí 2024 11:00 „Að okkar mati er þetta stórslys sem hefði verið auðvelt að forðast“ Breytingar sem samþykktar voru á búvörulögum í gær jafngilda stórslysi að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Nú geti fyrirtæki sem skili milljarða hagnaði hagað sér eins og þeim sýnist á markaði án aðhalds frá Samkeppniseftirlitinu. 22. mars 2024 21:01 Breytingar á búvörulögum eigi ekki að skila sér í hærra verðlagi Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, segir breytingar á búvörulögum og endurskoðun á starfsskilyrðum og utanumhaldi á matvælaframleiðslu sem tengist kjöti löngu tímabæra. Þórarinn ræddi samþykkt laganna og aðstæður bænda í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 25. mars 2024 08:41 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Formaður atvinnuveganefndar á hlut í félaginu sem KS keypti Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar, á um það bil 0,8 prósenta hlut í Búsæld ehf., sem á rúmlega 43 prósent hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska hf.. Hluthafar Kjarnafæði Norðlenska hafa samþykkt kaup Kaupfélags Skagfirðinga á allt að hundrað prósent hlutafjár í félaginu. Nýsamþykkt lög, sem fóru í gegnum atvinnuveganefnd, gera kaupin möguleg. 8. júlí 2024 11:00
„Að okkar mati er þetta stórslys sem hefði verið auðvelt að forðast“ Breytingar sem samþykktar voru á búvörulögum í gær jafngilda stórslysi að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Nú geti fyrirtæki sem skili milljarða hagnaði hagað sér eins og þeim sýnist á markaði án aðhalds frá Samkeppniseftirlitinu. 22. mars 2024 21:01
Breytingar á búvörulögum eigi ekki að skila sér í hærra verðlagi Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, segir breytingar á búvörulögum og endurskoðun á starfsskilyrðum og utanumhaldi á matvælaframleiðslu sem tengist kjöti löngu tímabæra. Þórarinn ræddi samþykkt laganna og aðstæður bænda í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 25. mars 2024 08:41