Lök staða í lónum Landsvirkjunar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. júlí 2024 17:23 Hálslón í veðurblíðu. Landsvirkjun Staðan í lónum Landsvirkjunar er frekar lök, en vorleysing byrjaði seint, og júní var kaldur og þurr. Vonast er til þess að jökulbráð og haustrigningar bæti úr áður en nýtt vatnsár hefst þann 1. október. Þetta kemur fram í tilkynningu Landsvirkjunar. Þar segir að vorleysing hafi byrjaði seint á öllum vatnasviðum Landsvirkjunar, en í byrjun maí hafi hlýnað og snjóa hafi leyst. Maí hafi verið gjöfull fyrir Blöndulón og Þórisvatn. Drjúgt hafi safnast í þessi lón. „Fyrir austan, í Hálslóni, náði leysingin að stöðva niðurdrátt og halda þannig í horfinu.“ Júní hafi hins vegar verið kaldur og þurr, sérstaklega eftir norðanhret í byrjun mánaðarins. „Í júní bættist því ekkert við Blöndulón og það hægðist á fyllingu Þórisvatns. Eftir miðjan mánuðinn fór að hækka í Hálslóni samfara hækkandi hitastigi þar en enn vantar þó 15 metra upp á að vatnshæðin nái meðalhæð í júlíbyrjun.“ Hálslón hafi reyndar alltaf fyllst og því standi vonir til þess að jökulleysingin það sem eftir lifir sumars bæti úr. Of snemmt að segja til um vetrarforðann Þá segir að þótt staðan sé með lakara móti í lónunum núna sé algengt að jökulbráð hefjist af krafti fyrri part júlímánaðar. „Of snemmt er því að segja til um hver staðan verði í lónunum þegar nýtt vatnsár hefst þann 1. október. Jökulbráð hefur aukist undanfarin ár með hlýnandi loftslagi og haustlægðirnar hafa oft bætt töluverðu við,“ segir í tilkynningu Landsvirkjunar. Orkumál Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Fleiri fréttir Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Landsvirkjunar. Þar segir að vorleysing hafi byrjaði seint á öllum vatnasviðum Landsvirkjunar, en í byrjun maí hafi hlýnað og snjóa hafi leyst. Maí hafi verið gjöfull fyrir Blöndulón og Þórisvatn. Drjúgt hafi safnast í þessi lón. „Fyrir austan, í Hálslóni, náði leysingin að stöðva niðurdrátt og halda þannig í horfinu.“ Júní hafi hins vegar verið kaldur og þurr, sérstaklega eftir norðanhret í byrjun mánaðarins. „Í júní bættist því ekkert við Blöndulón og það hægðist á fyllingu Þórisvatns. Eftir miðjan mánuðinn fór að hækka í Hálslóni samfara hækkandi hitastigi þar en enn vantar þó 15 metra upp á að vatnshæðin nái meðalhæð í júlíbyrjun.“ Hálslón hafi reyndar alltaf fyllst og því standi vonir til þess að jökulleysingin það sem eftir lifir sumars bæti úr. Of snemmt að segja til um vetrarforðann Þá segir að þótt staðan sé með lakara móti í lónunum núna sé algengt að jökulbráð hefjist af krafti fyrri part júlímánaðar. „Of snemmt er því að segja til um hver staðan verði í lónunum þegar nýtt vatnsár hefst þann 1. október. Jökulbráð hefur aukist undanfarin ár með hlýnandi loftslagi og haustlægðirnar hafa oft bætt töluverðu við,“ segir í tilkynningu Landsvirkjunar.
Orkumál Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Fleiri fréttir Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Sjá meira