HS Orka tryggir sér fjörutíu milljarða króna Árni Sæberg skrifar 9. júlí 2024 15:20 Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku. HS Orka HS Orka hefur lokið við að endurfjármagna skuldir félagsins og tryggja lánalínur fyrir áframhaldandi uppbyggingu hér á landi. Lánsfjárhæðin nemur að jafnvirði um 290 milljónum dollara eða um fjörutíu milljörðum íslenskra króna og er veitt af íslenskum og alþjóðlegum bönkum og sjóðum. Í fréttatilkynningu þess efnis frá HS Orku segir að fjármögnunin nái til yfirstandandi stækkunar og endurbóta orkuversins í Svartsengi og er mikilvægt skref í átt að áformum um frekari vöxt félagsins í jarðvarma og vatnsafli, sem byggi á orkukostum í nýtingarflokki rammaáætlunar. Þessa dagana er unnið að endurbótum í Svartsengi.HS Orka „Við erum afar sátt við það að hafa lokið svo umfangsmikilli endurfjármögnun á sama tíma og við höfum þurft að mæta fjölbreyttum áskorunum í rekstri vegna jarðhræringa og eldsumbrota á Reykjanesskaganum síðustu misseri. Þetta undirstrikar styrk félagsins og trú jafnt innlendra sem erlendra lánveitenda á vaxtaráform okkar til framtíðar,“ er haft eftir Tómasi Má Sigurðssyni, forstjóra HS Orku. Með þeim fyrstu til að leita á nýjan markað Það sé jafnframt ánægjulegt að í hópi lánveitenda séu nýir aðilar en félagið hafi gefið út skuldabréf á USPP (US Private Placement) markaðnum. HS Orka sé eitt fyrsta einkarekna félagið hér á landi til að gefa út á þeim markaði. Endurfjármögnunin falli undir grænan fjármögnunarramma félagsins og styðji þannig við langtímamarkmið félagsins í rekstri. Stækka orkuverið þrátt fyrir jarðhræringar „Við höldum áfram stækkun og endurbótum orkuversins í Svartsengi og stefnum að því að ljúka framkvæmdinni í árslok 2025 en hún mun, ásamt öðrum verkefnum sem eru framundan hjá okkur, leggja lóð á vogarskálar orkuskipta á Íslandi og mæta vaxandi eftirspurn eftir raforku hér á landi.“ Ráðgjafar HS Orku við endurfjármögnunina hafi verið RBC Capital Markets, sem hafi veitt sérfræðiráðgjöf í fjármálum og sjálfbærni, en lögfræðiráðgjöf hafi Latham & Watkins veitt ásamt Juris. Lánveitendur hafi notið ráðgjafar frá White & Case. Orkumál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis frá HS Orku segir að fjármögnunin nái til yfirstandandi stækkunar og endurbóta orkuversins í Svartsengi og er mikilvægt skref í átt að áformum um frekari vöxt félagsins í jarðvarma og vatnsafli, sem byggi á orkukostum í nýtingarflokki rammaáætlunar. Þessa dagana er unnið að endurbótum í Svartsengi.HS Orka „Við erum afar sátt við það að hafa lokið svo umfangsmikilli endurfjármögnun á sama tíma og við höfum þurft að mæta fjölbreyttum áskorunum í rekstri vegna jarðhræringa og eldsumbrota á Reykjanesskaganum síðustu misseri. Þetta undirstrikar styrk félagsins og trú jafnt innlendra sem erlendra lánveitenda á vaxtaráform okkar til framtíðar,“ er haft eftir Tómasi Má Sigurðssyni, forstjóra HS Orku. Með þeim fyrstu til að leita á nýjan markað Það sé jafnframt ánægjulegt að í hópi lánveitenda séu nýir aðilar en félagið hafi gefið út skuldabréf á USPP (US Private Placement) markaðnum. HS Orka sé eitt fyrsta einkarekna félagið hér á landi til að gefa út á þeim markaði. Endurfjármögnunin falli undir grænan fjármögnunarramma félagsins og styðji þannig við langtímamarkmið félagsins í rekstri. Stækka orkuverið þrátt fyrir jarðhræringar „Við höldum áfram stækkun og endurbótum orkuversins í Svartsengi og stefnum að því að ljúka framkvæmdinni í árslok 2025 en hún mun, ásamt öðrum verkefnum sem eru framundan hjá okkur, leggja lóð á vogarskálar orkuskipta á Íslandi og mæta vaxandi eftirspurn eftir raforku hér á landi.“ Ráðgjafar HS Orku við endurfjármögnunina hafi verið RBC Capital Markets, sem hafi veitt sérfræðiráðgjöf í fjármálum og sjálfbærni, en lögfræðiráðgjöf hafi Latham & Watkins veitt ásamt Juris. Lánveitendur hafi notið ráðgjafar frá White & Case.
Orkumál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Sjá meira