Réttindi íslenskra sjómanna séu færð marga áratugi aftur í tímann Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. júlí 2024 22:07 Valmundur Valmundsson er formaður Sjómannasambands Íslands. Vísir/Vilhelm Sjómannasamband Íslands segir Brim hf., Sjómannafélag Íslands og SFS standa að réttindamissi sjómanna og færi þá marga áratugi aftur í tímann með nýjum kjarasamningi. Samningurinn kveður á um að sjómennirnir landi aflanum sjálfir fyrir smánarlaun. Sjómannasamband Íslands sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem greint var frá þessu. Þar segir að Sjómannasamband Íslands leggi það ekki í vana sinn að hlutast til um kjarasamninga annara stéttarfélaga, en nú sé hins vegar komið svo að ekki verði orða bundist. Tekið skal fram að Sjómannafélag Íslands er ekki eitt af 16 aðildarfélögum Sjómannasambands Íslands. Íslenskir togarasjómenn hafi átt frí við löndum áratugum saman „Útgerðarfélagið Brim hf. með blessun Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, og Sjómannafélags Íslands, hafa nú gert með sér svo kallaðan „vinnustaðarsamning, um fyrirkomulag vinnu í inniverum“ fyrir skipverja á Þerney Re - sem er frystiskip Brims hf, nýskráð á íslenska skipaskrá,“ segir í yfirlýsingunni. Þessi „svokallaði samningur“ hafi verið borinn undir atkvæði áhafnarinnar, sem hafi samþykkt gerninginn. Það sé „með hreinum ólíkindum og vafi leikur á hvers vegna.“ „Samningurinn gengur m.a. út á að sjómennirnir landi aflanum sjálfir, fyrir smánarlaun. Áratugum saman hafa Íslenskir togarasjómenn átt frí við löndun,“ segir í tilkynningunni. Sjómannasambandið segir að hvati útgerðarinnar við að gera slíkan samning sé augljós, þetta sé ódýrari lausn en að greiða hafnarverkamönnum fyrir löndunarþjónustu.Vísir Með þessu standi Sjómannafélag íslands, Brim hf og SFS að réttindamissi sjómanna og færi þau marga áratugi aftur í tímann. Öryggi togarasjómanna stefnt í hættu með því að fara beint í löndun „Frystitogarasjómenn hafa aldrei þurft að landa aflanum sjálfir. Með þessu er brotið blað í réttindamálum íslenskra sjómanna. Áratuga barátta forvera okkar er brotin á bak aftur,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. Sjómenn á togurum skuli eiga frí við löndun, eins og skýrt er í kjarasamningi og hafi verið í áratugi. Þá segir að öryggi sjómanna sé stefnt í hættu með því að fara beint í löndun eftir að hafa staðið í þrifum á skipi nánast alla heimferð. Áhöfnin sé þá þreytt og slæpt eftir langan túr, og ekki eins vakandi og menn þurfa að vera við hættuleg störf. Sjómennirnir séu jafnvel að koma úr 40 daga túr. Sjómannasamband Íslands hvetur alla sjómenn og stéttarfélög sjómanna innan SSÍ að vera á verði gegn réttindamissi af þessu tagi. Þetta sé hrein og klár misnotkun á ákvæði kjarasamninga um sérsamninga. Kjaramál Sjávarútvegur Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Sjómenn samþykktu kjarasamning Sjómenn samþykktu kjarasamning til fimm ára með 62,84 prósent greiddra atkvæða. Formaður Sjómannasambandsins segir ánægjulegt að félagsmenn hafi ekki tekið mark á skítkasti og óhróðri sem beinst hafi að stjórn félagsins. 16. febrúar 2024 16:36 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Sjómannasamband Íslands sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem greint var frá þessu. Þar segir að Sjómannasamband Íslands leggi það ekki í vana sinn að hlutast til um kjarasamninga annara stéttarfélaga, en nú sé hins vegar komið svo að ekki verði orða bundist. Tekið skal fram að Sjómannafélag Íslands er ekki eitt af 16 aðildarfélögum Sjómannasambands Íslands. Íslenskir togarasjómenn hafi átt frí við löndum áratugum saman „Útgerðarfélagið Brim hf. með blessun Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, og Sjómannafélags Íslands, hafa nú gert með sér svo kallaðan „vinnustaðarsamning, um fyrirkomulag vinnu í inniverum“ fyrir skipverja á Þerney Re - sem er frystiskip Brims hf, nýskráð á íslenska skipaskrá,“ segir í yfirlýsingunni. Þessi „svokallaði samningur“ hafi verið borinn undir atkvæði áhafnarinnar, sem hafi samþykkt gerninginn. Það sé „með hreinum ólíkindum og vafi leikur á hvers vegna.“ „Samningurinn gengur m.a. út á að sjómennirnir landi aflanum sjálfir, fyrir smánarlaun. Áratugum saman hafa Íslenskir togarasjómenn átt frí við löndun,“ segir í tilkynningunni. Sjómannasambandið segir að hvati útgerðarinnar við að gera slíkan samning sé augljós, þetta sé ódýrari lausn en að greiða hafnarverkamönnum fyrir löndunarþjónustu.Vísir Með þessu standi Sjómannafélag íslands, Brim hf og SFS að réttindamissi sjómanna og færi þau marga áratugi aftur í tímann. Öryggi togarasjómanna stefnt í hættu með því að fara beint í löndun „Frystitogarasjómenn hafa aldrei þurft að landa aflanum sjálfir. Með þessu er brotið blað í réttindamálum íslenskra sjómanna. Áratuga barátta forvera okkar er brotin á bak aftur,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. Sjómenn á togurum skuli eiga frí við löndun, eins og skýrt er í kjarasamningi og hafi verið í áratugi. Þá segir að öryggi sjómanna sé stefnt í hættu með því að fara beint í löndun eftir að hafa staðið í þrifum á skipi nánast alla heimferð. Áhöfnin sé þá þreytt og slæpt eftir langan túr, og ekki eins vakandi og menn þurfa að vera við hættuleg störf. Sjómennirnir séu jafnvel að koma úr 40 daga túr. Sjómannasamband Íslands hvetur alla sjómenn og stéttarfélög sjómanna innan SSÍ að vera á verði gegn réttindamissi af þessu tagi. Þetta sé hrein og klár misnotkun á ákvæði kjarasamninga um sérsamninga.
Kjaramál Sjávarútvegur Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Sjómenn samþykktu kjarasamning Sjómenn samþykktu kjarasamning til fimm ára með 62,84 prósent greiddra atkvæða. Formaður Sjómannasambandsins segir ánægjulegt að félagsmenn hafi ekki tekið mark á skítkasti og óhróðri sem beinst hafi að stjórn félagsins. 16. febrúar 2024 16:36 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Sjómenn samþykktu kjarasamning Sjómenn samþykktu kjarasamning til fimm ára með 62,84 prósent greiddra atkvæða. Formaður Sjómannasambandsins segir ánægjulegt að félagsmenn hafi ekki tekið mark á skítkasti og óhróðri sem beinst hafi að stjórn félagsins. 16. febrúar 2024 16:36