„Ég þekki líka kolruglaða menn og ég læt drepa þig“ Jón Þór Stefánsson skrifar 8. júlí 2024 13:33 Flest brot mannsins voru framin í Hafnarfirði eða þegar hann var í haldi lögreglu. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fertugsaldri hlaut þriggja mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness á dögunum fyrir að hafa haft í ítrekuðum hótunum við lögreglumenn á ellefu mánaða tímabili. Fyrstu hótanirnar sem tilgreindar eru í ákærunni voru gegn tveimur lögreglumönnum þann ellefta febrúar 2023 við lögreglustöðina í Hafnarfirði. Hann hótaði þeim lífláti og sagðist ætla að skjóta þá. Seinna sama dag þegar hann var handtekinn á veitingastaðnum Burgernum í Hafnarfirði hótaði hann þremur lögreglumönnum lífláti. Síðan hótaði hann þessum þremur lögregluþjónum aftur, þegar þeir voru að færa hann á lögreglustöðina við Hverfisgötu í Reykjavík, lífláti, nauðgunum og þá sagðist hann ætla að drepa börn lögreglumannanna. „Ég drep börnin þín, þú verður drepinn, ég drep ykkur,“ sagði hann meðal annars. Um mánuði síðar, þann sautjánda mars, hótaði hann tveimur lögreglumönnum lífláti þegar þeir voru að flytja hann á lögreglustöðina Hverfisgötu. Síðan hélt hann áfram sama dag þegar hann var kominn í fangaklefa á Hverfisgötu, en þá hótaði hann sjö lögregluþjónum lífláti og líkamsmeiðingum. „Ég drep ykkur, ég ætla að drepa þig, ég þekki líka kolruglaða menn og ég læt drepa þig,“ er haft eftir honum ákærunni. Síðan þegar lögreglumenn yfirgáfu fangaklefann hans er hann sagður hafa sagt: „Ég ætla að fá mér byssu og ég ætla að skjóta fjölskylduna þína.“ Þann 25. júlí hótaði maðurinn þremur lögregluþjónum lífláti sem voru að handtaka hann í Hafnarfirði. Það var síðan á Þorláksmessu, 23. desember í fyrra, sem maðurinn hrækti á lögreglumann við Ísbúð Vesturbæjar í Hafnarfirði. Hrákinn endaði við hálsmál á vesti lögreglumannsins. Þar á eftir hótaði hann þeim lögreglumanni, tveimur öðrum lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra líkamsmeiðingum og lífláti. „Þið eruð allir hérna fyrir ofan mig dauðir, þú ert dauður nú þegar,“ sagði hann. Á leið á lögreglustöðina við Hverfisgötu hótaði hann aftur tveimur lögregluþjónum, og enn aftur þegar hann var kominn í fangaklefa. Maðurinn játaði skýlaust sök. Sakaferill hans nær aftur til ársins 2012, en dómurinn sem hér er fjallað um er hegningarauki við dóm sem hann hlaut í síðasta mánuði, en þá hlaut hann átta mánaða fangelsisdóm meðal annars fyrir ítrekaðar líkamsárásir. Líkt og áður segir hlýtur hann þriggja mánaða fangelsisdóm, og þá er honum gert að greiða verjanda sínum 161 þúsund krónur. Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english June 17th is Independence Day News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Fyrstu hótanirnar sem tilgreindar eru í ákærunni voru gegn tveimur lögreglumönnum þann ellefta febrúar 2023 við lögreglustöðina í Hafnarfirði. Hann hótaði þeim lífláti og sagðist ætla að skjóta þá. Seinna sama dag þegar hann var handtekinn á veitingastaðnum Burgernum í Hafnarfirði hótaði hann þremur lögreglumönnum lífláti. Síðan hótaði hann þessum þremur lögregluþjónum aftur, þegar þeir voru að færa hann á lögreglustöðina við Hverfisgötu í Reykjavík, lífláti, nauðgunum og þá sagðist hann ætla að drepa börn lögreglumannanna. „Ég drep börnin þín, þú verður drepinn, ég drep ykkur,“ sagði hann meðal annars. Um mánuði síðar, þann sautjánda mars, hótaði hann tveimur lögreglumönnum lífláti þegar þeir voru að flytja hann á lögreglustöðina Hverfisgötu. Síðan hélt hann áfram sama dag þegar hann var kominn í fangaklefa á Hverfisgötu, en þá hótaði hann sjö lögregluþjónum lífláti og líkamsmeiðingum. „Ég drep ykkur, ég ætla að drepa þig, ég þekki líka kolruglaða menn og ég læt drepa þig,“ er haft eftir honum ákærunni. Síðan þegar lögreglumenn yfirgáfu fangaklefann hans er hann sagður hafa sagt: „Ég ætla að fá mér byssu og ég ætla að skjóta fjölskylduna þína.“ Þann 25. júlí hótaði maðurinn þremur lögregluþjónum lífláti sem voru að handtaka hann í Hafnarfirði. Það var síðan á Þorláksmessu, 23. desember í fyrra, sem maðurinn hrækti á lögreglumann við Ísbúð Vesturbæjar í Hafnarfirði. Hrákinn endaði við hálsmál á vesti lögreglumannsins. Þar á eftir hótaði hann þeim lögreglumanni, tveimur öðrum lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra líkamsmeiðingum og lífláti. „Þið eruð allir hérna fyrir ofan mig dauðir, þú ert dauður nú þegar,“ sagði hann. Á leið á lögreglustöðina við Hverfisgötu hótaði hann aftur tveimur lögregluþjónum, og enn aftur þegar hann var kominn í fangaklefa. Maðurinn játaði skýlaust sök. Sakaferill hans nær aftur til ársins 2012, en dómurinn sem hér er fjallað um er hegningarauki við dóm sem hann hlaut í síðasta mánuði, en þá hlaut hann átta mánaða fangelsisdóm meðal annars fyrir ítrekaðar líkamsárásir. Líkt og áður segir hlýtur hann þriggja mánaða fangelsisdóm, og þá er honum gert að greiða verjanda sínum 161 þúsund krónur.
Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english June 17th is Independence Day News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira