Sport

Kýldi í vegg og handarbrotnaði

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Colten Brewer lætur vegginn finna fyrir því.
Colten Brewer lætur vegginn finna fyrir því. getty/Quinn Harris

Hafnaboltakappinn Colten Brewer lét reiði sína bitna á vegg í leik með Chicago Cubs um helgina. Hann spilar ekki með liðinu á næstunni.

Cubs tapaði 7-0 fyrir Los Angeles Angels í MLB-deildinni á laugardaginn. Brewer var verulega pirraður með gang mála og það sauð á honum eftir að hann var tekinn af velli í þriðju lotu. 

Í bræði sinni kýldi Brewer í vegg á varamannabekknum. Hann hefði betur látið það ógert því hann handarbrotnaði og er kominn á sextíu daga meiðslalista hjá Cubs.

Brewer er á sínu fyrsta tímabili með Cubs en hann hefur leikið sextán leiki fyrir liðið.

Hinn 31 árs Brewer lék áður með San Diego Padres, Boston Red Sox, New York Yankees og Hanshin Tigers í Japan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×