Ásta Eir: Ég er allavegana ekkert að pæla í því Þorsteinn Hjálmsson skrifar 7. júlí 2024 20:37 Ásta Eir Árnadóttir og stöllur unnu öruggan sigur í kvöld. Vísir/Vilhelm „Ég er bara mjög ánægð með okkur,“ sagði Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, eftir öruggan 0-4 sigur á FH í Kaplakrika í Bestu deild kvenna. „Mér fannst hún eiginlega bara frábær. Mér fannst við kannski svolítið lengi af stað í fyrri hálfleik, en svo var gott að ná inn markinu um miðjan fyrri hálfleikinn og mér fannst við eiginlega mjög góðar í seinni hálfleik. Eftir þessa leikjatörn þá var þetta besti hálfleikurinn sem við höfum spilað af þessum síðustu sex leikjum á tveimur vikum,“ sagði Ásta Eir aðspurð út í frammistöðu liðsins í kvöld. FH-ingar spiluðu vel í fyrri hálfleik. Ásta Eir segist sér hafa þó alltaf liðið þannig að hennar lið næði inn fyrsta marki leiksins. „Mér leið allavega þannig. Mér fannst við líka vera að takast vel á við það sem þær voru að reyna að gera. Þær voru að reyna að overload-afram á við og mikið í löngum boltum og mér fannst við leysa það bara mjög vel, sérstaklega þegar leið á leikinn.“ Breiðablik hefur aðeins fengið fjögur mörk á sig í Bestu deildinni í sumar og haldið níu sinnum hreinu. Hvað veldur að liðinu gengur svona vel að verjast sóknum andstæðinganna? „Ef maður er bara með sjálfstraust, og við erum allar með gott sjálfstraust inn á vellinum. Því fleiri leikir em þú spilar og færð ekki á þig mörg mörk, þá einhvern veginn eykst bara sjálfstraustið. Ég er allavegana ekkert að pæla í því að við séum að fara að fá á okkur mark, það er enginn að pæla í því. Frekar erum við að spá í að skora hinu megin sko. Bara hrós á alla í liðinu í dag með mjög góða vinnslu og varnarleik,“ sagði Ásta Eir. Kaplakrikavöllur hefur verið einn umtalaðasti völlur landsins upp á síðkastið og þá aðallega vegna þeirra skiptu skoðana um ástand hans. Ásta Eir hrósaði vellinum, þegar hún var aðspurð. „Ég ætla bara að nýta tækifærið og hrósa vellinum. Hann var bara mjög góður fannst mér. Auðvitað skoppar boltinn stundum skringilega, eins og sást kannski á sumum augnablikum, en af þessum grasvöllum sem við höfum verið að spila á undanfarið þá er þessi bara mjög góður. Ég skil ekkert hvað fólk er eitthvað að væla,“ sagði Ásta Eir að lokum. Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Breiðablik 0-4 | Stórsigur skaut Blikum aftur á toppinn Breiðablik vann afar öruggan 4-0 útisigur er liðið heimsótti FH í síðasta leik 12. umferðar Bestu-deildar kvenna í kvöld. Með sigrinum endurheimtu Blikar toppsæti deildarinnar eftir að Valskonur höfðu stolið því um stund. 7. júlí 2024 17:15 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjá meira
„Mér fannst hún eiginlega bara frábær. Mér fannst við kannski svolítið lengi af stað í fyrri hálfleik, en svo var gott að ná inn markinu um miðjan fyrri hálfleikinn og mér fannst við eiginlega mjög góðar í seinni hálfleik. Eftir þessa leikjatörn þá var þetta besti hálfleikurinn sem við höfum spilað af þessum síðustu sex leikjum á tveimur vikum,“ sagði Ásta Eir aðspurð út í frammistöðu liðsins í kvöld. FH-ingar spiluðu vel í fyrri hálfleik. Ásta Eir segist sér hafa þó alltaf liðið þannig að hennar lið næði inn fyrsta marki leiksins. „Mér leið allavega þannig. Mér fannst við líka vera að takast vel á við það sem þær voru að reyna að gera. Þær voru að reyna að overload-afram á við og mikið í löngum boltum og mér fannst við leysa það bara mjög vel, sérstaklega þegar leið á leikinn.“ Breiðablik hefur aðeins fengið fjögur mörk á sig í Bestu deildinni í sumar og haldið níu sinnum hreinu. Hvað veldur að liðinu gengur svona vel að verjast sóknum andstæðinganna? „Ef maður er bara með sjálfstraust, og við erum allar með gott sjálfstraust inn á vellinum. Því fleiri leikir em þú spilar og færð ekki á þig mörg mörk, þá einhvern veginn eykst bara sjálfstraustið. Ég er allavegana ekkert að pæla í því að við séum að fara að fá á okkur mark, það er enginn að pæla í því. Frekar erum við að spá í að skora hinu megin sko. Bara hrós á alla í liðinu í dag með mjög góða vinnslu og varnarleik,“ sagði Ásta Eir. Kaplakrikavöllur hefur verið einn umtalaðasti völlur landsins upp á síðkastið og þá aðallega vegna þeirra skiptu skoðana um ástand hans. Ásta Eir hrósaði vellinum, þegar hún var aðspurð. „Ég ætla bara að nýta tækifærið og hrósa vellinum. Hann var bara mjög góður fannst mér. Auðvitað skoppar boltinn stundum skringilega, eins og sást kannski á sumum augnablikum, en af þessum grasvöllum sem við höfum verið að spila á undanfarið þá er þessi bara mjög góður. Ég skil ekkert hvað fólk er eitthvað að væla,“ sagði Ásta Eir að lokum.
Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Breiðablik 0-4 | Stórsigur skaut Blikum aftur á toppinn Breiðablik vann afar öruggan 4-0 útisigur er liðið heimsótti FH í síðasta leik 12. umferðar Bestu-deildar kvenna í kvöld. Með sigrinum endurheimtu Blikar toppsæti deildarinnar eftir að Valskonur höfðu stolið því um stund. 7. júlí 2024 17:15 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjá meira
Leik lokið: FH - Breiðablik 0-4 | Stórsigur skaut Blikum aftur á toppinn Breiðablik vann afar öruggan 4-0 útisigur er liðið heimsótti FH í síðasta leik 12. umferðar Bestu-deildar kvenna í kvöld. Með sigrinum endurheimtu Blikar toppsæti deildarinnar eftir að Valskonur höfðu stolið því um stund. 7. júlí 2024 17:15