Ásta Eir: Ég er allavegana ekkert að pæla í því Þorsteinn Hjálmsson skrifar 7. júlí 2024 20:37 Ásta Eir Árnadóttir og stöllur unnu öruggan sigur í kvöld. Vísir/Vilhelm „Ég er bara mjög ánægð með okkur,“ sagði Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, eftir öruggan 0-4 sigur á FH í Kaplakrika í Bestu deild kvenna. „Mér fannst hún eiginlega bara frábær. Mér fannst við kannski svolítið lengi af stað í fyrri hálfleik, en svo var gott að ná inn markinu um miðjan fyrri hálfleikinn og mér fannst við eiginlega mjög góðar í seinni hálfleik. Eftir þessa leikjatörn þá var þetta besti hálfleikurinn sem við höfum spilað af þessum síðustu sex leikjum á tveimur vikum,“ sagði Ásta Eir aðspurð út í frammistöðu liðsins í kvöld. FH-ingar spiluðu vel í fyrri hálfleik. Ásta Eir segist sér hafa þó alltaf liðið þannig að hennar lið næði inn fyrsta marki leiksins. „Mér leið allavega þannig. Mér fannst við líka vera að takast vel á við það sem þær voru að reyna að gera. Þær voru að reyna að overload-afram á við og mikið í löngum boltum og mér fannst við leysa það bara mjög vel, sérstaklega þegar leið á leikinn.“ Breiðablik hefur aðeins fengið fjögur mörk á sig í Bestu deildinni í sumar og haldið níu sinnum hreinu. Hvað veldur að liðinu gengur svona vel að verjast sóknum andstæðinganna? „Ef maður er bara með sjálfstraust, og við erum allar með gott sjálfstraust inn á vellinum. Því fleiri leikir em þú spilar og færð ekki á þig mörg mörk, þá einhvern veginn eykst bara sjálfstraustið. Ég er allavegana ekkert að pæla í því að við séum að fara að fá á okkur mark, það er enginn að pæla í því. Frekar erum við að spá í að skora hinu megin sko. Bara hrós á alla í liðinu í dag með mjög góða vinnslu og varnarleik,“ sagði Ásta Eir. Kaplakrikavöllur hefur verið einn umtalaðasti völlur landsins upp á síðkastið og þá aðallega vegna þeirra skiptu skoðana um ástand hans. Ásta Eir hrósaði vellinum, þegar hún var aðspurð. „Ég ætla bara að nýta tækifærið og hrósa vellinum. Hann var bara mjög góður fannst mér. Auðvitað skoppar boltinn stundum skringilega, eins og sást kannski á sumum augnablikum, en af þessum grasvöllum sem við höfum verið að spila á undanfarið þá er þessi bara mjög góður. Ég skil ekkert hvað fólk er eitthvað að væla,“ sagði Ásta Eir að lokum. Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Breiðablik 0-4 | Stórsigur skaut Blikum aftur á toppinn Breiðablik vann afar öruggan 4-0 útisigur er liðið heimsótti FH í síðasta leik 12. umferðar Bestu-deildar kvenna í kvöld. Með sigrinum endurheimtu Blikar toppsæti deildarinnar eftir að Valskonur höfðu stolið því um stund. 7. júlí 2024 17:15 Mest lesið „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
„Mér fannst hún eiginlega bara frábær. Mér fannst við kannski svolítið lengi af stað í fyrri hálfleik, en svo var gott að ná inn markinu um miðjan fyrri hálfleikinn og mér fannst við eiginlega mjög góðar í seinni hálfleik. Eftir þessa leikjatörn þá var þetta besti hálfleikurinn sem við höfum spilað af þessum síðustu sex leikjum á tveimur vikum,“ sagði Ásta Eir aðspurð út í frammistöðu liðsins í kvöld. FH-ingar spiluðu vel í fyrri hálfleik. Ásta Eir segist sér hafa þó alltaf liðið þannig að hennar lið næði inn fyrsta marki leiksins. „Mér leið allavega þannig. Mér fannst við líka vera að takast vel á við það sem þær voru að reyna að gera. Þær voru að reyna að overload-afram á við og mikið í löngum boltum og mér fannst við leysa það bara mjög vel, sérstaklega þegar leið á leikinn.“ Breiðablik hefur aðeins fengið fjögur mörk á sig í Bestu deildinni í sumar og haldið níu sinnum hreinu. Hvað veldur að liðinu gengur svona vel að verjast sóknum andstæðinganna? „Ef maður er bara með sjálfstraust, og við erum allar með gott sjálfstraust inn á vellinum. Því fleiri leikir em þú spilar og færð ekki á þig mörg mörk, þá einhvern veginn eykst bara sjálfstraustið. Ég er allavegana ekkert að pæla í því að við séum að fara að fá á okkur mark, það er enginn að pæla í því. Frekar erum við að spá í að skora hinu megin sko. Bara hrós á alla í liðinu í dag með mjög góða vinnslu og varnarleik,“ sagði Ásta Eir. Kaplakrikavöllur hefur verið einn umtalaðasti völlur landsins upp á síðkastið og þá aðallega vegna þeirra skiptu skoðana um ástand hans. Ásta Eir hrósaði vellinum, þegar hún var aðspurð. „Ég ætla bara að nýta tækifærið og hrósa vellinum. Hann var bara mjög góður fannst mér. Auðvitað skoppar boltinn stundum skringilega, eins og sást kannski á sumum augnablikum, en af þessum grasvöllum sem við höfum verið að spila á undanfarið þá er þessi bara mjög góður. Ég skil ekkert hvað fólk er eitthvað að væla,“ sagði Ásta Eir að lokum.
Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Breiðablik 0-4 | Stórsigur skaut Blikum aftur á toppinn Breiðablik vann afar öruggan 4-0 útisigur er liðið heimsótti FH í síðasta leik 12. umferðar Bestu-deildar kvenna í kvöld. Með sigrinum endurheimtu Blikar toppsæti deildarinnar eftir að Valskonur höfðu stolið því um stund. 7. júlí 2024 17:15 Mest lesið „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Leik lokið: FH - Breiðablik 0-4 | Stórsigur skaut Blikum aftur á toppinn Breiðablik vann afar öruggan 4-0 útisigur er liðið heimsótti FH í síðasta leik 12. umferðar Bestu-deildar kvenna í kvöld. Með sigrinum endurheimtu Blikar toppsæti deildarinnar eftir að Valskonur höfðu stolið því um stund. 7. júlí 2024 17:15