Frakkar ganga til sögulegra kosninga Rafn Ágúst Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 7. júlí 2024 12:08 Emmanuel Macron Frakklandsforseti kaus í París í morgun. EPA/Mohammed Badra Frakkar ganga að kjörborðinu að nýju í dag þegar önnur umferð þingkosninga fer fram þar í landi. Búið er að opna kjörstaði. Kosningin gæti orðið söguleg en Þjóðfylking Marine Le Pen leiðir samkvæmt skoðanakönnunum. Flokkurinn var sterkastur eftir fyrri umferð, sem fram fór síðustu helgi, með 33 prósent atkvæða. Fylgi Þjóðfylkingarinnar hefur dalað aðeins eftir því sem liðið hefur á vikuna og telja fæstir því að flokkurinn muni ná hreinum meirihluta á þinginu. Spár benda til að flokkurinn muni fá 175 til 205 þingsæti af 577. Gangi það eftir tvöfaldar flokkurinn þingmenn sína, en nú eru þeir 88. Miðjuflokkum Emmanuels Macron Frakklandsforseta er spáð 148 þingsætum og líklegt er talið að bandalag vinstri flokka fái milli 145 til 175 þingsæti. Macron boðaði til þingkosninga eftir að Þjóðfylkingin vann stórsigur í Evrópuþingskosningum í síðasta mánuði. „Í dag er hættan sú að meirihlutinn stýrist af öfgahægriöflum og það væri katastrófískt,“ segir Gabriel Attal, forsætisráðherra Frakklands í viðtali á föstudaginn en í Frakklandi er allur kosningaáróður stranglega bannaður daginn áður en kosið er. Attal hefur lofað að sitja sem fastast í forsætisráðherrastólnum á meðan Macron og félagar ráða ráðum sínum. Breitt bandalag miðjuflokka gæti myndað ríkisstjórn og þar með útilokað jaðarflokkana til hægri og vinstri. Samkvæmt franska innanríkisráðuneytinu höfðu 26,6 prósent kjósenda greitt atkvæði fyrir hádegi. Það er mesta kosningaþátttaka á sama tímabili síðan þingkosninganna þar í landi árið 1981. Frakkland Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Fylgi Þjóðfylkingarinnar hefur dalað aðeins eftir því sem liðið hefur á vikuna og telja fæstir því að flokkurinn muni ná hreinum meirihluta á þinginu. Spár benda til að flokkurinn muni fá 175 til 205 þingsæti af 577. Gangi það eftir tvöfaldar flokkurinn þingmenn sína, en nú eru þeir 88. Miðjuflokkum Emmanuels Macron Frakklandsforseta er spáð 148 þingsætum og líklegt er talið að bandalag vinstri flokka fái milli 145 til 175 þingsæti. Macron boðaði til þingkosninga eftir að Þjóðfylkingin vann stórsigur í Evrópuþingskosningum í síðasta mánuði. „Í dag er hættan sú að meirihlutinn stýrist af öfgahægriöflum og það væri katastrófískt,“ segir Gabriel Attal, forsætisráðherra Frakklands í viðtali á föstudaginn en í Frakklandi er allur kosningaáróður stranglega bannaður daginn áður en kosið er. Attal hefur lofað að sitja sem fastast í forsætisráðherrastólnum á meðan Macron og félagar ráða ráðum sínum. Breitt bandalag miðjuflokka gæti myndað ríkisstjórn og þar með útilokað jaðarflokkana til hægri og vinstri. Samkvæmt franska innanríkisráðuneytinu höfðu 26,6 prósent kjósenda greitt atkvæði fyrir hádegi. Það er mesta kosningaþátttaka á sama tímabili síðan þingkosninganna þar í landi árið 1981.
Frakkland Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent