Yfirgáfu skarkalann í borginni og gerðust ferðaþjónustubændur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. júlí 2024 20:00 Hjónin Þórlaug og Grétar á Móum í Hvalfjarðarsveit eru hæstánægð með lífið í sveitinni. Vísir/Bjarni Hjón sem áður bjuggu í Reykjavík sjá ekki eftir þeirri ákvörðun að gerast ferðaþjónustubændur í sveitinni. Um þessar mundir eru þau að byggja fleiri smáhýsi fyrir gesti sína. Hjónin Þórlaug og Grétar á Móum í Hvalfjarðarsveit voru í óða önn ásamt vinnufólki þegar fréttastofu bar að garði á dögunum. „Það er verið að byggja hérna fjögur hús í viðbót viðþað sem var fyrir. Það voru hérna sjö hús, bætum við fjórum í sumar og þremur næsta sumar, bara bjartsýnn,“ segir Grétar. Sem stendur er pláss fyrir um þrjátíu í gistingu, en sá fjöldi mun ríflega tvöfaldast þegar öll nýju húsin eru klár, en þau koma í einingum frá Eistlandi. „Þetta eru bjálkahús sem ég set saman sjálfur með aðstoðarmenn með mér, fljótsett upp. Við sátum við eldhúsborðiðég og konan og rissuðum þetta á blað og sendum þetta út og fengum teikningar til baka upp á nýtinguna áþeim og þau koma bara mjög vel út, nýtast bara mjög vel að innan,“ segir Grétar. Þórlaug sækir vinnu í Reykjavík en hjónin sjá ekki eftir því að flýja úr borginni fyrir um sex árum. „Maðurinn minn er ættaður hérna frá Reyn og vildi endilega komast úr skarkalanum í bænum og mér fannst þetta bara svolítið sniðugt, bara að keyra í vinnuna á hverjum degi. En ég hafði enga trúáþví að einhver vildi gista 40 mínútur frá Reykjavík. En það var ekki rétt hjá mér, það er greinilegt aðþað er full þörf áþessu öllu saman og ég elska að vera hérna,“ segir Þórlaug og Grétar tekur undir. „Mjög gott að komast úr skarkalanum, þetta er allt annað líf,“ segir Grétar. Auk þess að vera í ferðaþjónustu eru bæði hundur og hænur á bænum sem sjá heimilinu fyrir eggjum. Þau sjá vel fyrir sér að lifa alfarið af ferðaþjónustunni. „Við gætum alveg gert það og það er opið hérna allt árið um kring en ég er í fullri vinnu í Reykjavík, bara í sumarfríi núna. Við erum með auka starfsmann sem hjálpar til en þetta er örugglega bara framtíðin hjá manni. Hvalfjarðarsveit Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Sjá meira
„Það er verið að byggja hérna fjögur hús í viðbót viðþað sem var fyrir. Það voru hérna sjö hús, bætum við fjórum í sumar og þremur næsta sumar, bara bjartsýnn,“ segir Grétar. Sem stendur er pláss fyrir um þrjátíu í gistingu, en sá fjöldi mun ríflega tvöfaldast þegar öll nýju húsin eru klár, en þau koma í einingum frá Eistlandi. „Þetta eru bjálkahús sem ég set saman sjálfur með aðstoðarmenn með mér, fljótsett upp. Við sátum við eldhúsborðiðég og konan og rissuðum þetta á blað og sendum þetta út og fengum teikningar til baka upp á nýtinguna áþeim og þau koma bara mjög vel út, nýtast bara mjög vel að innan,“ segir Grétar. Þórlaug sækir vinnu í Reykjavík en hjónin sjá ekki eftir því að flýja úr borginni fyrir um sex árum. „Maðurinn minn er ættaður hérna frá Reyn og vildi endilega komast úr skarkalanum í bænum og mér fannst þetta bara svolítið sniðugt, bara að keyra í vinnuna á hverjum degi. En ég hafði enga trúáþví að einhver vildi gista 40 mínútur frá Reykjavík. En það var ekki rétt hjá mér, það er greinilegt aðþað er full þörf áþessu öllu saman og ég elska að vera hérna,“ segir Þórlaug og Grétar tekur undir. „Mjög gott að komast úr skarkalanum, þetta er allt annað líf,“ segir Grétar. Auk þess að vera í ferðaþjónustu eru bæði hundur og hænur á bænum sem sjá heimilinu fyrir eggjum. Þau sjá vel fyrir sér að lifa alfarið af ferðaþjónustunni. „Við gætum alveg gert það og það er opið hérna allt árið um kring en ég er í fullri vinnu í Reykjavík, bara í sumarfríi núna. Við erum með auka starfsmann sem hjálpar til en þetta er örugglega bara framtíðin hjá manni.
Hvalfjarðarsveit Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Sjá meira