Pálmi Rafn: Á von á því að Ægir Jarl sé á förum Andri Már Eggertsson skrifar 6. júlí 2024 16:38 Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, var svekktur eftir leik Vísir/Pawel Cieslikiewicz KR gerði 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni á heimavelli. Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, var ósáttur með stigið og greindi frá því að Ægir Jarl Jónsson væri að öllum líkindum á förum frá liðinu. „Ég er pirraður. Mér fannst við hafa átt að labba héðan út með þrjú stig en það getur vel verið að það sé vitlaust hjá mér. Við fengum færi undir lokin til þess að klára leikinn og ég hefði viljað fá meira.“ Pálmi var ósáttur við að mark Stjörnunnar hafi fengið að standa þar sem Róbert Frosti Þorkelsson tók aukaspyrnuna snökkt og upp úr því kom mark. „Hann dæmdi aukaspyrnu sem mér fannst ódýr en var sennilega aukaspyrna. Dómarinn fór að taka upp spreybrúsann og mínir menn biðu eftir því og þá fór aukaspyrnan í gang. Þetta er örugglega leyfilegt og allt það og við þurfum að hugsa um okkur sjálfa alveg sama hvað dómarinn gerir. Það voru fullt af ákvörðunum sem við vorum ekki sammála en það hefur margoft sýnt sig í sumar að við höfum enga stjórn á því.“ Hólmbert Aron Friðjónsson og Arnór Ingvi Traustason voru orðaðir við KR í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin. Pálmi sagði þó lítið til í þeim orðrómi. „Ég las þetta sjálfur í blöðunum og væri gjarnan til í að fá sterka leikmenn til liðsins en ég er nokkuð viss um að þessir leikmenn séu að fara halda áfram erlendis. Það væri draumur fyrir okkur að geta fengið svona sterka leikmenn.“ En er KR í viðræðum við Hólmbert og Arnór Ingva? „Ekki ég persónulega. Ég fékk skilaboð frá Hólmberti í gær að hann hafi frétt að hann væri að koma og ég sagði það sama og ég frétti það líka. Það er rosalega lítið sem við getum sagt en það eru aðrir sem eru með þetta á hreinu greinilega.“ Ægir Jarl Jónsson var ekki í leikmannahópi KR en hann er sagður vera í viðræðum við danska félagið AB sem Jóhannes Karl Guðjónsson stýrir. „Ægir var utan hóps í dag. Hann er í ákveðnum málum sem verið er skoða og ég vildi leyfa honum að einbeita sér að þeim málum og við sjáum hvað verður um hann áður en við förum aftur að njóta hans krafta.“ En á Pálmi von á því að Ægir nái að klára sín mál og fari frá KR? „Já alveg eins. Hann á það fyllilega skilið og auðvitað myndi ég vilja að hann fengi þetta tækifæri og ég get ekki verið eigingjarn á að halda honum og vonandi gengur þetta upp fyrir hann,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason að lokum. KR Besta deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Fleiri fréttir Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Sjá meira
„Ég er pirraður. Mér fannst við hafa átt að labba héðan út með þrjú stig en það getur vel verið að það sé vitlaust hjá mér. Við fengum færi undir lokin til þess að klára leikinn og ég hefði viljað fá meira.“ Pálmi var ósáttur við að mark Stjörnunnar hafi fengið að standa þar sem Róbert Frosti Þorkelsson tók aukaspyrnuna snökkt og upp úr því kom mark. „Hann dæmdi aukaspyrnu sem mér fannst ódýr en var sennilega aukaspyrna. Dómarinn fór að taka upp spreybrúsann og mínir menn biðu eftir því og þá fór aukaspyrnan í gang. Þetta er örugglega leyfilegt og allt það og við þurfum að hugsa um okkur sjálfa alveg sama hvað dómarinn gerir. Það voru fullt af ákvörðunum sem við vorum ekki sammála en það hefur margoft sýnt sig í sumar að við höfum enga stjórn á því.“ Hólmbert Aron Friðjónsson og Arnór Ingvi Traustason voru orðaðir við KR í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin. Pálmi sagði þó lítið til í þeim orðrómi. „Ég las þetta sjálfur í blöðunum og væri gjarnan til í að fá sterka leikmenn til liðsins en ég er nokkuð viss um að þessir leikmenn séu að fara halda áfram erlendis. Það væri draumur fyrir okkur að geta fengið svona sterka leikmenn.“ En er KR í viðræðum við Hólmbert og Arnór Ingva? „Ekki ég persónulega. Ég fékk skilaboð frá Hólmberti í gær að hann hafi frétt að hann væri að koma og ég sagði það sama og ég frétti það líka. Það er rosalega lítið sem við getum sagt en það eru aðrir sem eru með þetta á hreinu greinilega.“ Ægir Jarl Jónsson var ekki í leikmannahópi KR en hann er sagður vera í viðræðum við danska félagið AB sem Jóhannes Karl Guðjónsson stýrir. „Ægir var utan hóps í dag. Hann er í ákveðnum málum sem verið er skoða og ég vildi leyfa honum að einbeita sér að þeim málum og við sjáum hvað verður um hann áður en við förum aftur að njóta hans krafta.“ En á Pálmi von á því að Ægir nái að klára sín mál og fari frá KR? „Já alveg eins. Hann á það fyllilega skilið og auðvitað myndi ég vilja að hann fengi þetta tækifæri og ég get ekki verið eigingjarn á að halda honum og vonandi gengur þetta upp fyrir hann,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason að lokum.
KR Besta deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Fleiri fréttir Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Sjá meira