Vistaskipti Kilman gætu breytt framtíð E-deildarliðs Maidenhead Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júlí 2024 23:16 Nýjasti leikmaður West Ham í baráttunni við Erling Braut Haaland. Richard Sellers/Getty Images Max Kilman hefur skrifað undir sjö ára samning við West Ham United eftir að félagið festi kaup á honum fyrir allt að 40 milljónir punda, rúma sjö milljarða íslenskra króna. E-deildarlið Maidenhead United fær hluta af kaupverðinu og gæti það breytt framtíð félagsins. Kilman hefur undanfarin ár leikið með Úlfunum en Wolves keypti hann frá Maidenhead árið 2018 á 40 þúsund pund. Segja má að um ágætis ávöxtun sé að ræða en varnarmaðurinn var einnig eftirsóttur síðasta sumar. Kilman confirmed ✅ pic.twitter.com/QwJiwRRMNT— West Ham United (@WestHam) July 6, 2024 Nú stóðust Úlfarnir ekki mátið en Julen Lopetegui þjálfaði Kilman hjá Úlfunum en er nú þjálfari Hamranna. Kilman, sem var fyrirliði Úlfanna á síðustu leiktíð, er þriðji leikmaðurinn sem West Ham kaupir í sumar en fyrir höfði markvörðurinn Wes Foderingham og táningurinn Luis Guilherme gengið í raðir félagsins. Hinn 27 ára gamli Kilman er spenntur fyrir því að vinna með Lopetegui á nýjan leik: „Ég naut þess að vinna með Julen hjá Wolves. Hann er hágæða þjálfari og einhver sem hefur kennt mér mikið. Ég er viss um að ég mundi halda áfram að bæta mig sem leikmaður undir hans stjórn.“ Peter Griffin, formaður Maidenhead, sagði í viðtali við Sky Sports að fjármunirnir sem félagið fær vegna kaupa West Ham á Kilman gættu „breytt framgangi félagsins.“ „Þegar Max var hjá okkur vissum við að hann væri hæfileikaríkur en ég væri að ljúga ef ég segðist vita hversu langt hann myndi ná. Ég er gríðarlega stoltur. Hugarfar hans hefur hjálpað honum að ná svona langt og við erum mjög ánægð fyrir hans hönd,“ sagði Griffin jafnframt. DONE DEAL ✅Max Kilman has signed a seven-year deal at West Ham after completing a £40m transfer from Wolves ✍ pic.twitter.com/AEFs4r3BQs— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 6, 2024 Maidenhead spilar í E-deildinni og er ekki atvinnumannalið. Félagið fær prósentu af kaupverði Kilman þar sem sú klásúla var gerð þegar West Ham keypti leikmanninn á sínum tíma. Griffin segir að fjármagnið sem mun renna til félagsins muni ekki aðeins fara í karlalið félagsins heldur félagið í heild. „Það mun einnig renna til kvennaliðsins, hvernig við vinnum með nærumhverfi okkar og innviði félagsins,“ sagði Griffin að lokum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti Dagskráin: Körfuboltakvöld, sprettkeppni í Formúlu 1 og enski boltinn Sport „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport Fleiri fréttir Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra Sjá meira
Kilman hefur undanfarin ár leikið með Úlfunum en Wolves keypti hann frá Maidenhead árið 2018 á 40 þúsund pund. Segja má að um ágætis ávöxtun sé að ræða en varnarmaðurinn var einnig eftirsóttur síðasta sumar. Kilman confirmed ✅ pic.twitter.com/QwJiwRRMNT— West Ham United (@WestHam) July 6, 2024 Nú stóðust Úlfarnir ekki mátið en Julen Lopetegui þjálfaði Kilman hjá Úlfunum en er nú þjálfari Hamranna. Kilman, sem var fyrirliði Úlfanna á síðustu leiktíð, er þriðji leikmaðurinn sem West Ham kaupir í sumar en fyrir höfði markvörðurinn Wes Foderingham og táningurinn Luis Guilherme gengið í raðir félagsins. Hinn 27 ára gamli Kilman er spenntur fyrir því að vinna með Lopetegui á nýjan leik: „Ég naut þess að vinna með Julen hjá Wolves. Hann er hágæða þjálfari og einhver sem hefur kennt mér mikið. Ég er viss um að ég mundi halda áfram að bæta mig sem leikmaður undir hans stjórn.“ Peter Griffin, formaður Maidenhead, sagði í viðtali við Sky Sports að fjármunirnir sem félagið fær vegna kaupa West Ham á Kilman gættu „breytt framgangi félagsins.“ „Þegar Max var hjá okkur vissum við að hann væri hæfileikaríkur en ég væri að ljúga ef ég segðist vita hversu langt hann myndi ná. Ég er gríðarlega stoltur. Hugarfar hans hefur hjálpað honum að ná svona langt og við erum mjög ánægð fyrir hans hönd,“ sagði Griffin jafnframt. DONE DEAL ✅Max Kilman has signed a seven-year deal at West Ham after completing a £40m transfer from Wolves ✍ pic.twitter.com/AEFs4r3BQs— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 6, 2024 Maidenhead spilar í E-deildinni og er ekki atvinnumannalið. Félagið fær prósentu af kaupverði Kilman þar sem sú klásúla var gerð þegar West Ham keypti leikmanninn á sínum tíma. Griffin segir að fjármagnið sem mun renna til félagsins muni ekki aðeins fara í karlalið félagsins heldur félagið í heild. „Það mun einnig renna til kvennaliðsins, hvernig við vinnum með nærumhverfi okkar og innviði félagsins,“ sagði Griffin að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti Dagskráin: Körfuboltakvöld, sprettkeppni í Formúlu 1 og enski boltinn Sport „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport Fleiri fréttir Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra Sjá meira