Vistaskipti Kilman gætu breytt framtíð E-deildarliðs Maidenhead Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júlí 2024 23:16 Nýjasti leikmaður West Ham í baráttunni við Erling Braut Haaland. Richard Sellers/Getty Images Max Kilman hefur skrifað undir sjö ára samning við West Ham United eftir að félagið festi kaup á honum fyrir allt að 40 milljónir punda, rúma sjö milljarða íslenskra króna. E-deildarlið Maidenhead United fær hluta af kaupverðinu og gæti það breytt framtíð félagsins. Kilman hefur undanfarin ár leikið með Úlfunum en Wolves keypti hann frá Maidenhead árið 2018 á 40 þúsund pund. Segja má að um ágætis ávöxtun sé að ræða en varnarmaðurinn var einnig eftirsóttur síðasta sumar. Kilman confirmed ✅ pic.twitter.com/QwJiwRRMNT— West Ham United (@WestHam) July 6, 2024 Nú stóðust Úlfarnir ekki mátið en Julen Lopetegui þjálfaði Kilman hjá Úlfunum en er nú þjálfari Hamranna. Kilman, sem var fyrirliði Úlfanna á síðustu leiktíð, er þriðji leikmaðurinn sem West Ham kaupir í sumar en fyrir höfði markvörðurinn Wes Foderingham og táningurinn Luis Guilherme gengið í raðir félagsins. Hinn 27 ára gamli Kilman er spenntur fyrir því að vinna með Lopetegui á nýjan leik: „Ég naut þess að vinna með Julen hjá Wolves. Hann er hágæða þjálfari og einhver sem hefur kennt mér mikið. Ég er viss um að ég mundi halda áfram að bæta mig sem leikmaður undir hans stjórn.“ Peter Griffin, formaður Maidenhead, sagði í viðtali við Sky Sports að fjármunirnir sem félagið fær vegna kaupa West Ham á Kilman gættu „breytt framgangi félagsins.“ „Þegar Max var hjá okkur vissum við að hann væri hæfileikaríkur en ég væri að ljúga ef ég segðist vita hversu langt hann myndi ná. Ég er gríðarlega stoltur. Hugarfar hans hefur hjálpað honum að ná svona langt og við erum mjög ánægð fyrir hans hönd,“ sagði Griffin jafnframt. DONE DEAL ✅Max Kilman has signed a seven-year deal at West Ham after completing a £40m transfer from Wolves ✍ pic.twitter.com/AEFs4r3BQs— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 6, 2024 Maidenhead spilar í E-deildinni og er ekki atvinnumannalið. Félagið fær prósentu af kaupverði Kilman þar sem sú klásúla var gerð þegar West Ham keypti leikmanninn á sínum tíma. Griffin segir að fjármagnið sem mun renna til félagsins muni ekki aðeins fara í karlalið félagsins heldur félagið í heild. „Það mun einnig renna til kvennaliðsins, hvernig við vinnum með nærumhverfi okkar og innviði félagsins,“ sagði Griffin að lokum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
Kilman hefur undanfarin ár leikið með Úlfunum en Wolves keypti hann frá Maidenhead árið 2018 á 40 þúsund pund. Segja má að um ágætis ávöxtun sé að ræða en varnarmaðurinn var einnig eftirsóttur síðasta sumar. Kilman confirmed ✅ pic.twitter.com/QwJiwRRMNT— West Ham United (@WestHam) July 6, 2024 Nú stóðust Úlfarnir ekki mátið en Julen Lopetegui þjálfaði Kilman hjá Úlfunum en er nú þjálfari Hamranna. Kilman, sem var fyrirliði Úlfanna á síðustu leiktíð, er þriðji leikmaðurinn sem West Ham kaupir í sumar en fyrir höfði markvörðurinn Wes Foderingham og táningurinn Luis Guilherme gengið í raðir félagsins. Hinn 27 ára gamli Kilman er spenntur fyrir því að vinna með Lopetegui á nýjan leik: „Ég naut þess að vinna með Julen hjá Wolves. Hann er hágæða þjálfari og einhver sem hefur kennt mér mikið. Ég er viss um að ég mundi halda áfram að bæta mig sem leikmaður undir hans stjórn.“ Peter Griffin, formaður Maidenhead, sagði í viðtali við Sky Sports að fjármunirnir sem félagið fær vegna kaupa West Ham á Kilman gættu „breytt framgangi félagsins.“ „Þegar Max var hjá okkur vissum við að hann væri hæfileikaríkur en ég væri að ljúga ef ég segðist vita hversu langt hann myndi ná. Ég er gríðarlega stoltur. Hugarfar hans hefur hjálpað honum að ná svona langt og við erum mjög ánægð fyrir hans hönd,“ sagði Griffin jafnframt. DONE DEAL ✅Max Kilman has signed a seven-year deal at West Ham after completing a £40m transfer from Wolves ✍ pic.twitter.com/AEFs4r3BQs— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 6, 2024 Maidenhead spilar í E-deildinni og er ekki atvinnumannalið. Félagið fær prósentu af kaupverði Kilman þar sem sú klásúla var gerð þegar West Ham keypti leikmanninn á sínum tíma. Griffin segir að fjármagnið sem mun renna til félagsins muni ekki aðeins fara í karlalið félagsins heldur félagið í heild. „Það mun einnig renna til kvennaliðsins, hvernig við vinnum með nærumhverfi okkar og innviði félagsins,“ sagði Griffin að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti