Frammistaða Englands hefur ekki verið upp á marga fiska það sem af er móti og hefur Gareth Southgate ákveðið að hrista heldur betur upp í hlutunum. Sky Sports, sem og aðrir miðlar, greina frá því að hann ætli sér að breyta um leikkerfi en til þessa hefur England spilað útgáfu af 4-2-3-1 leikkerfi á mótinu.
England look at three man defence in training https://t.co/jRvqdz535x
— paul joyce (@_pauljoyce) July 3, 2024
Nú ætlar Southgate hins vegar að mæta til leiks með þriggja manna vörn og færa Bukayo Saka, einn besta hægri vængmann ensku úrvalsdeildarinnar, niður í vinstri vængbakvörð.
Flestar stöðurnar eru ritaðar í stein en það eru spurningamerki hver verður með Harry Kane og Jude Bellingham í „fremstu þremur.“ Phil Foden gæti verið með Bellingham fyrir framan þá Kobbie Mainoo og Declan Rice sem eiga að verja vörnina.
Þá gæti Southgate ákveðið að nýta hæfileika Ollie Watkins, Ivan Toney eða Jarrod Bowen í fremstu línu og leyft Kane að draga sig neðar. Southgate hefur einnig sagt að Luke Shaw sé tilbúinn að byrja leikinn en talið er að Ezri Konsa verði með John Stones og Kyle Walker í þriggja manna varnarlínunni dagsins.
Ezri Konsa will start for England in today’s #Euro2024 quarter-final against Switzerland.#ENGSUI
— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) July 6, 2024
📝 @David_Ornstein
Sama hvað þá verður spennandi að sjá byrjunarlið Englands og hversu margar breytingar Southgate gerir á milli leikja.