Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofunnar, þar sem segir að aflögunargögn sýni að landris á svæðinu haldi áfram. Það sé túlkað sem áframhaldandi kvikustreymi inn í Svartsengi.
Líkan byggt á aflögunargögnum hafi verið notað til að meta magn kviku inn í Svartsengi á tímabilum þar sem engin gos eru.
Líkanið sýni að innstreymi kviku á dýpi hafi að jafnaði verið á bilinu 4-6 m3/s. Sé heildarmagn gosefna skoðað ásamt rúmmálsbreytingum í Svartsengi bendi það til þess að kvikuinnstreymi síðan um miðjan janúar sé nokkuð stöðugt.