Sigdís Eva kveður uppeldisfélagið og fer til Svíþjóðar Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. júlí 2024 13:12 Sigdís Eva Bárðardóttir var stórkostleg á síðasta tímabili hjá Víkingi og áframhaldandi frábær frammistaða á þessu tímabili tryggði skiptin til Svíþjóðar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Sigdís Eva Bárðardóttir er farin frá uppeldisfélagi sínu Víkingi til sænska félagsins Norrköping. Sigdís er fædd 1. desember árið 2006 og því ekki enn orðin 18 ára. Hún hefur þrátt fyrir það verið hluti af meistaraflokki Víkings síðan 2021 og festi sig í sessi sem byrjunarliðsmaður á síðasta tímabili. Sigdís lék 15 leiki þegar Víkingur fór upp úr Lengjudeildinni árið 2023 og skoraði í þeim 8 mörk en í Mjólkurbikarnum sem Víkingur vann lék hún alla 6 leikina og skoraði í þeim 8 mörk. Öðlaðist hún viðurnefnið „BikarSigdís“ enda voru þessi mörk gríðarlega mikilvæg fyrir liðið á leiðinni í Laugardalinn. Sigdís Eva spilaði 86 leiki fyrir Víking og skoraði í þeim 46 mörk eða rúmlega mark í öðrum hverjum leik. Hún hefur á þessu tímabili í Bestu deildinni skorað 3 mörk í 11 leikjum. Þrátt fyrir ungan aldur kveður hún félagið sem goðsögn og Víkingur útbjó fallegt kveðjumyndband sem má sjá hér fyrir neðan. „Við Víkingar erum fyrst og fremst stolt af Sigdísi Evu og erum spennt að sjá hversu langt hún getur náð. Þakið hennar er mjög hátt og við megum gera ráð fyrir því að heyra nafn Sigdísar í samhengi við A landsliðið okkar á næstu misserum. Það er líka vert að minnast á að hér er um að ræða fyrstu sölu á leikmanni úr kvennahluta knattspyrnudeildar Víkings. Verkefnið í meistaraflokki kvenna er ungt, aðeins á sínu fimmta ári og þó það sé alltaf erfitt að kveðja leikmenn þá er gaman að sjá að verkefnið hér í Hamingjunni er á réttri leið. Árangur undanfarinna ára hefur heldur betur sýnt það og sannað. Takk fyrir okkur Sigdís og sjáumst í Hamingjunni!“ sagði Kára Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi. Sænski boltinn Íslenski boltinn Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Sigdís er fædd 1. desember árið 2006 og því ekki enn orðin 18 ára. Hún hefur þrátt fyrir það verið hluti af meistaraflokki Víkings síðan 2021 og festi sig í sessi sem byrjunarliðsmaður á síðasta tímabili. Sigdís lék 15 leiki þegar Víkingur fór upp úr Lengjudeildinni árið 2023 og skoraði í þeim 8 mörk en í Mjólkurbikarnum sem Víkingur vann lék hún alla 6 leikina og skoraði í þeim 8 mörk. Öðlaðist hún viðurnefnið „BikarSigdís“ enda voru þessi mörk gríðarlega mikilvæg fyrir liðið á leiðinni í Laugardalinn. Sigdís Eva spilaði 86 leiki fyrir Víking og skoraði í þeim 46 mörk eða rúmlega mark í öðrum hverjum leik. Hún hefur á þessu tímabili í Bestu deildinni skorað 3 mörk í 11 leikjum. Þrátt fyrir ungan aldur kveður hún félagið sem goðsögn og Víkingur útbjó fallegt kveðjumyndband sem má sjá hér fyrir neðan. „Við Víkingar erum fyrst og fremst stolt af Sigdísi Evu og erum spennt að sjá hversu langt hún getur náð. Þakið hennar er mjög hátt og við megum gera ráð fyrir því að heyra nafn Sigdísar í samhengi við A landsliðið okkar á næstu misserum. Það er líka vert að minnast á að hér er um að ræða fyrstu sölu á leikmanni úr kvennahluta knattspyrnudeildar Víkings. Verkefnið í meistaraflokki kvenna er ungt, aðeins á sínu fimmta ári og þó það sé alltaf erfitt að kveðja leikmenn þá er gaman að sjá að verkefnið hér í Hamingjunni er á réttri leið. Árangur undanfarinna ára hefur heldur betur sýnt það og sannað. Takk fyrir okkur Sigdís og sjáumst í Hamingjunni!“ sagði Kára Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi.
Sænski boltinn Íslenski boltinn Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira