Leiðir dýra útrás Collab meðfram MBA-námi Árni Sæberg skrifar 5. júlí 2024 10:22 Samtals er gert ráð fyrir 300 milljóna króna neikvæðum áhrifum vegna útflutnings á Collab á næsta ári. Ölgerðin sér mikil tækifæri í að fjárfesta í Collab á Norðurlöndum. Ölgerðin Ölgerðin hefur ráðið Ernu Hrund Hermannsdóttur verkefnastýru útflutnings á virknidrykknum Collab og sölustjóra Collab á Norðurlöndunum. Ölgerðin reiknar með því að tapa þrjú hundruð milljónum króna á útflutningi Collab á árinu. Í tilkynningu frá Ölgerðinni segir að sala á Collab sé hafin í Danmörku og Finnlandi og móttökur hafi verið jákvæðar, en drykkurinn hafi þegar slegið rækilega í gegn á Íslandi. Erna Hrund taki nú við útflutningsverkefninu sem Gunnar B. Sigurgeirsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri, og samstarfsfólk hans hóf og byggi ofan gott starf sem þar hafi verið unnið. Látinn fara daginn eftir uppgjör Talverða athygli vakti á dögunum þegar Ölgerðin tilkynnti að Gunnari hefði verið sagt upp störfum og staða aðstoðarforstjóra lögð niður. Daginn áður hafði Ölgerðin birt árshlutauppgjör, sem flestir myndu telja svekkjandi. Meðal þess sem kom fram í tilkynningu um uppgjörið var að stjórn hefði lækkað afkomuspá félagsins í 5.100 til 5.500 milljónir króna í stað 5.500 til 5.900 milljóna króna. Af lækkun afkomuspár væru 100 milljónir króna vegna aukinnar markaðssóknar Collab erlendis. Í fyrri spá hafi verið gert ráð fyrir 200 milljóna króna neikvæðum áhrifum á EBITDA. Samtals væri því gert ráð fyrir 300 milljóna króna neikvæðum áhrifum vegna útflutnings á Collab. Neikvæð áhrif á EBITDA vegna Collab útflutnings hafi numið fimmtíu milljónum króna á ársfjórðungnum. Spennt að takast á við áskoranir Í tilkynningunni segir að Erna Hrund stundi nú MBA nám við Háskóla Íslands og sé með diplómur í vörumerkjastjórnun og stafrænni markaðssetningu. Hún hafi starfað hjá Ölgerðinni frá árinu 2010 og sinnt starfi vörumerkjastjóra frá árinu 2016, síðustu fjögur ár hjá dótturfélaginu Danól. Hún búi að viðamikilli reynslu af vörumerkjauppbyggingu á ólíkum mörkuðum og hafi í gegnum störf sín öðlast mikla þekkingu á mörkuðum Norðurlanda. „Ég tek við þessu verkefni með mikilli ánægju og ég hlakka til að takast á við þær áskoranir sem bíða mín. Collab hefur fengið góðar undirtektir á þeim mörkuðum sem drykkurinn hefur verið kynntur og þau tengsl sem ég hef myndað á Norðurlöndunum munu koma sér vel í þeirri spennandi vegferð sem bíður,“ er haft eftir Ernu Hrund. Taki við krefjandi starfi „Það er fengur að fá Ernu Hrund í þetta starf enda hefur hún sýnt í störfum sínum sem vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni og Danól að hún tekst á við nýjar áskoranir og verkefni af einurð og krafti. Útflutningur á Collab er rétt að byrja og Erna Hrund tekur við krefjandi starfi sem ég er sannfærður um að hún á eftir að sinna vel,“ er haft eftir Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar. Drykkir Orkudrykkir Ölgerðin Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira
Í tilkynningu frá Ölgerðinni segir að sala á Collab sé hafin í Danmörku og Finnlandi og móttökur hafi verið jákvæðar, en drykkurinn hafi þegar slegið rækilega í gegn á Íslandi. Erna Hrund taki nú við útflutningsverkefninu sem Gunnar B. Sigurgeirsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri, og samstarfsfólk hans hóf og byggi ofan gott starf sem þar hafi verið unnið. Látinn fara daginn eftir uppgjör Talverða athygli vakti á dögunum þegar Ölgerðin tilkynnti að Gunnari hefði verið sagt upp störfum og staða aðstoðarforstjóra lögð niður. Daginn áður hafði Ölgerðin birt árshlutauppgjör, sem flestir myndu telja svekkjandi. Meðal þess sem kom fram í tilkynningu um uppgjörið var að stjórn hefði lækkað afkomuspá félagsins í 5.100 til 5.500 milljónir króna í stað 5.500 til 5.900 milljóna króna. Af lækkun afkomuspár væru 100 milljónir króna vegna aukinnar markaðssóknar Collab erlendis. Í fyrri spá hafi verið gert ráð fyrir 200 milljóna króna neikvæðum áhrifum á EBITDA. Samtals væri því gert ráð fyrir 300 milljóna króna neikvæðum áhrifum vegna útflutnings á Collab. Neikvæð áhrif á EBITDA vegna Collab útflutnings hafi numið fimmtíu milljónum króna á ársfjórðungnum. Spennt að takast á við áskoranir Í tilkynningunni segir að Erna Hrund stundi nú MBA nám við Háskóla Íslands og sé með diplómur í vörumerkjastjórnun og stafrænni markaðssetningu. Hún hafi starfað hjá Ölgerðinni frá árinu 2010 og sinnt starfi vörumerkjastjóra frá árinu 2016, síðustu fjögur ár hjá dótturfélaginu Danól. Hún búi að viðamikilli reynslu af vörumerkjauppbyggingu á ólíkum mörkuðum og hafi í gegnum störf sín öðlast mikla þekkingu á mörkuðum Norðurlanda. „Ég tek við þessu verkefni með mikilli ánægju og ég hlakka til að takast á við þær áskoranir sem bíða mín. Collab hefur fengið góðar undirtektir á þeim mörkuðum sem drykkurinn hefur verið kynntur og þau tengsl sem ég hef myndað á Norðurlöndunum munu koma sér vel í þeirri spennandi vegferð sem bíður,“ er haft eftir Ernu Hrund. Taki við krefjandi starfi „Það er fengur að fá Ernu Hrund í þetta starf enda hefur hún sýnt í störfum sínum sem vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni og Danól að hún tekst á við nýjar áskoranir og verkefni af einurð og krafti. Útflutningur á Collab er rétt að byrja og Erna Hrund tekur við krefjandi starfi sem ég er sannfærður um að hún á eftir að sinna vel,“ er haft eftir Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar.
Drykkir Orkudrykkir Ölgerðin Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira