Leiðir dýra útrás Collab meðfram MBA-námi Árni Sæberg skrifar 5. júlí 2024 10:22 Samtals er gert ráð fyrir 300 milljóna króna neikvæðum áhrifum vegna útflutnings á Collab á næsta ári. Ölgerðin sér mikil tækifæri í að fjárfesta í Collab á Norðurlöndum. Ölgerðin Ölgerðin hefur ráðið Ernu Hrund Hermannsdóttur verkefnastýru útflutnings á virknidrykknum Collab og sölustjóra Collab á Norðurlöndunum. Ölgerðin reiknar með því að tapa þrjú hundruð milljónum króna á útflutningi Collab á árinu. Í tilkynningu frá Ölgerðinni segir að sala á Collab sé hafin í Danmörku og Finnlandi og móttökur hafi verið jákvæðar, en drykkurinn hafi þegar slegið rækilega í gegn á Íslandi. Erna Hrund taki nú við útflutningsverkefninu sem Gunnar B. Sigurgeirsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri, og samstarfsfólk hans hóf og byggi ofan gott starf sem þar hafi verið unnið. Látinn fara daginn eftir uppgjör Talverða athygli vakti á dögunum þegar Ölgerðin tilkynnti að Gunnari hefði verið sagt upp störfum og staða aðstoðarforstjóra lögð niður. Daginn áður hafði Ölgerðin birt árshlutauppgjör, sem flestir myndu telja svekkjandi. Meðal þess sem kom fram í tilkynningu um uppgjörið var að stjórn hefði lækkað afkomuspá félagsins í 5.100 til 5.500 milljónir króna í stað 5.500 til 5.900 milljóna króna. Af lækkun afkomuspár væru 100 milljónir króna vegna aukinnar markaðssóknar Collab erlendis. Í fyrri spá hafi verið gert ráð fyrir 200 milljóna króna neikvæðum áhrifum á EBITDA. Samtals væri því gert ráð fyrir 300 milljóna króna neikvæðum áhrifum vegna útflutnings á Collab. Neikvæð áhrif á EBITDA vegna Collab útflutnings hafi numið fimmtíu milljónum króna á ársfjórðungnum. Spennt að takast á við áskoranir Í tilkynningunni segir að Erna Hrund stundi nú MBA nám við Háskóla Íslands og sé með diplómur í vörumerkjastjórnun og stafrænni markaðssetningu. Hún hafi starfað hjá Ölgerðinni frá árinu 2010 og sinnt starfi vörumerkjastjóra frá árinu 2016, síðustu fjögur ár hjá dótturfélaginu Danól. Hún búi að viðamikilli reynslu af vörumerkjauppbyggingu á ólíkum mörkuðum og hafi í gegnum störf sín öðlast mikla þekkingu á mörkuðum Norðurlanda. „Ég tek við þessu verkefni með mikilli ánægju og ég hlakka til að takast á við þær áskoranir sem bíða mín. Collab hefur fengið góðar undirtektir á þeim mörkuðum sem drykkurinn hefur verið kynntur og þau tengsl sem ég hef myndað á Norðurlöndunum munu koma sér vel í þeirri spennandi vegferð sem bíður,“ er haft eftir Ernu Hrund. Taki við krefjandi starfi „Það er fengur að fá Ernu Hrund í þetta starf enda hefur hún sýnt í störfum sínum sem vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni og Danól að hún tekst á við nýjar áskoranir og verkefni af einurð og krafti. Útflutningur á Collab er rétt að byrja og Erna Hrund tekur við krefjandi starfi sem ég er sannfærður um að hún á eftir að sinna vel,“ er haft eftir Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar. Drykkir Orkudrykkir Ölgerðin Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Í tilkynningu frá Ölgerðinni segir að sala á Collab sé hafin í Danmörku og Finnlandi og móttökur hafi verið jákvæðar, en drykkurinn hafi þegar slegið rækilega í gegn á Íslandi. Erna Hrund taki nú við útflutningsverkefninu sem Gunnar B. Sigurgeirsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri, og samstarfsfólk hans hóf og byggi ofan gott starf sem þar hafi verið unnið. Látinn fara daginn eftir uppgjör Talverða athygli vakti á dögunum þegar Ölgerðin tilkynnti að Gunnari hefði verið sagt upp störfum og staða aðstoðarforstjóra lögð niður. Daginn áður hafði Ölgerðin birt árshlutauppgjör, sem flestir myndu telja svekkjandi. Meðal þess sem kom fram í tilkynningu um uppgjörið var að stjórn hefði lækkað afkomuspá félagsins í 5.100 til 5.500 milljónir króna í stað 5.500 til 5.900 milljóna króna. Af lækkun afkomuspár væru 100 milljónir króna vegna aukinnar markaðssóknar Collab erlendis. Í fyrri spá hafi verið gert ráð fyrir 200 milljóna króna neikvæðum áhrifum á EBITDA. Samtals væri því gert ráð fyrir 300 milljóna króna neikvæðum áhrifum vegna útflutnings á Collab. Neikvæð áhrif á EBITDA vegna Collab útflutnings hafi numið fimmtíu milljónum króna á ársfjórðungnum. Spennt að takast á við áskoranir Í tilkynningunni segir að Erna Hrund stundi nú MBA nám við Háskóla Íslands og sé með diplómur í vörumerkjastjórnun og stafrænni markaðssetningu. Hún hafi starfað hjá Ölgerðinni frá árinu 2010 og sinnt starfi vörumerkjastjóra frá árinu 2016, síðustu fjögur ár hjá dótturfélaginu Danól. Hún búi að viðamikilli reynslu af vörumerkjauppbyggingu á ólíkum mörkuðum og hafi í gegnum störf sín öðlast mikla þekkingu á mörkuðum Norðurlanda. „Ég tek við þessu verkefni með mikilli ánægju og ég hlakka til að takast á við þær áskoranir sem bíða mín. Collab hefur fengið góðar undirtektir á þeim mörkuðum sem drykkurinn hefur verið kynntur og þau tengsl sem ég hef myndað á Norðurlöndunum munu koma sér vel í þeirri spennandi vegferð sem bíður,“ er haft eftir Ernu Hrund. Taki við krefjandi starfi „Það er fengur að fá Ernu Hrund í þetta starf enda hefur hún sýnt í störfum sínum sem vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni og Danól að hún tekst á við nýjar áskoranir og verkefni af einurð og krafti. Útflutningur á Collab er rétt að byrja og Erna Hrund tekur við krefjandi starfi sem ég er sannfærður um að hún á eftir að sinna vel,“ er haft eftir Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar.
Drykkir Orkudrykkir Ölgerðin Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira