Keppinautur Antons í stóru lyfjahneyksli sem komið er á borð FBI Sindri Sverrisson skrifar 4. júlí 2024 22:01 Haiyang Qin varð heimsmethafi í 200 metra bringusundi, aðalgrein Antons Sveins McKee, eftir að hafa sloppið við bann þrátt fyrir fall á lyfjaprófi. Getty/Maja Hitij Bandarísk lögregluyfirvöld eru með til rannsóknar mál 23 kínverskra sundmanna, þar á meðal ólympíumeistara og heimsmethafa, sem féllu á lyfjaprófi en fengu samt að halda áfram að keppa eins og ekkert hefði í skorist. AP fréttastofan greindi frá því í dag að málið væri til rannsóknar og fékk það staðfest hjá alþjóða sundsambandinu að Brent Nowicki, framkvæmdastjóri sambandsins, hefði verið kallaður til sem vitni af FBI, bandarísku alríkislögreglunni. AP segir að mögulega verði um að ræða stærsta mál af þessari tegund frá því að lög voru samþykkt í Bandaríkjunum árið 2020, sem heimila rannsókn á lyfjamisferli jafnvel þó það eigi sér stað utan Bandaríkjanna. Sundmennirnir féllu allir á lyfjaprófi í janúar 2021 eftir að í þeim fannst hjartalyfið trimetazidine. Í hópnum voru meðal annarra sundkonan Zhang Yufei sem varð svo ólympíumeistari í 200 metra flugsundi og 4x200 metra boðsundi um sumarið, og Wang Shun sem varð ólympíumeistari í 200 metra fjórsundi. Á meðal annarra sem féllu á lyfjaprófinu er Qin Haiyang, heimsmethafi í 200 metra bringusundi og annar tveggja Kínverja sem koma til með að keppa við Anton Svein McKee í greininni í París í lok þessa mánaðar. Sögðu efnið úr eldhúsi hótelsins Þær skýringar kínverskra yfirvalda, að efnið hefði fundist í eldhúsi hótelsins sem sundlandsliðið dvaldi á og þannig mengað mat sundfólksins, voru teknar gildar af WADA, alþjóða lyfjaeftirlitinu. 🚨 🏊♀️ 💉 The US Department of Justice has opened a criminal investigation into decision to clear 23 Chinese athletes over positive tests for banned substance before Tokyo Olympics. FBI subpoenaed head of world swimming. W/ @nytmike https://t.co/3TXI2FnJp7— tariq panja (@tariqpanja) July 4, 2024 Í kjölfar þess að greint var í fyrsta sinn frá málinu í fjölmiðlum, í apríl 2021, kváðust forráðamenn WADA einfaldlega ekkert hafa getað gert til að sannreyna skýringar Kínverja, þar sem að ekki hefði verið hægt að ferðast til Kína vegna kórónuveirufaraldursins. Fréttir af rannsókninni í Bandaríkjunum koma nú þegar aðeins þrjár vikur eru í að Ólympíuleikarnir í París hefjist. Þar verða að óbreyttu alls ellefu kínverskir sundmenn sem féllu á lyfjaprófi fyrir þremur árum. Sund Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira
AP fréttastofan greindi frá því í dag að málið væri til rannsóknar og fékk það staðfest hjá alþjóða sundsambandinu að Brent Nowicki, framkvæmdastjóri sambandsins, hefði verið kallaður til sem vitni af FBI, bandarísku alríkislögreglunni. AP segir að mögulega verði um að ræða stærsta mál af þessari tegund frá því að lög voru samþykkt í Bandaríkjunum árið 2020, sem heimila rannsókn á lyfjamisferli jafnvel þó það eigi sér stað utan Bandaríkjanna. Sundmennirnir féllu allir á lyfjaprófi í janúar 2021 eftir að í þeim fannst hjartalyfið trimetazidine. Í hópnum voru meðal annarra sundkonan Zhang Yufei sem varð svo ólympíumeistari í 200 metra flugsundi og 4x200 metra boðsundi um sumarið, og Wang Shun sem varð ólympíumeistari í 200 metra fjórsundi. Á meðal annarra sem féllu á lyfjaprófinu er Qin Haiyang, heimsmethafi í 200 metra bringusundi og annar tveggja Kínverja sem koma til með að keppa við Anton Svein McKee í greininni í París í lok þessa mánaðar. Sögðu efnið úr eldhúsi hótelsins Þær skýringar kínverskra yfirvalda, að efnið hefði fundist í eldhúsi hótelsins sem sundlandsliðið dvaldi á og þannig mengað mat sundfólksins, voru teknar gildar af WADA, alþjóða lyfjaeftirlitinu. 🚨 🏊♀️ 💉 The US Department of Justice has opened a criminal investigation into decision to clear 23 Chinese athletes over positive tests for banned substance before Tokyo Olympics. FBI subpoenaed head of world swimming. W/ @nytmike https://t.co/3TXI2FnJp7— tariq panja (@tariqpanja) July 4, 2024 Í kjölfar þess að greint var í fyrsta sinn frá málinu í fjölmiðlum, í apríl 2021, kváðust forráðamenn WADA einfaldlega ekkert hafa getað gert til að sannreyna skýringar Kínverja, þar sem að ekki hefði verið hægt að ferðast til Kína vegna kórónuveirufaraldursins. Fréttir af rannsókninni í Bandaríkjunum koma nú þegar aðeins þrjár vikur eru í að Ólympíuleikarnir í París hefjist. Þar verða að óbreyttu alls ellefu kínverskir sundmenn sem féllu á lyfjaprófi fyrir þremur árum.
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira