Skjálfandafljót verði ekki virkjað á næstunni Jón Ísak Ragnarsson skrifar 4. júlí 2024 12:59 Frá Laugum í Reykjadal í Þingeyjarsveit. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Meirihlutasamstarfi í Þingeyjarsveit var slitið í síðustu viku vegna þess sem kallaður hefur verið trúnaðarbrestur af þeim fulltrúum sem hafa sagt sig úr meirihlutanum. Þar fara hæst deilur um virkjunarframkvæmdir í Skjálfandafljóti. Tillaga K-listans um að Skjálfandafljót verði ekki virkjað var samþykkt á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku. E-listi var með hreinan meirihluta í Þingeyjarsveit, en þrír fulltrúar listans sem greiddu atkvæði með virkjunarframkvæmdinni, hafa nú sagt sig úr meirihlutasamstarfinu, þau Eyþór Kári, Halldór Þorlákur og Sigfús Haraldur. Hinir fulltrúar E-listans hafa þegar myndað nýjan meirihluta með fulltrúum K-listans. „Þetta er gamalt mál, sem hefur verið svolítið deilumál. Það er þessi litla virkjun sem hefur verið í bígerð í sex ár eða svo. Hún var sett á dagskrá í tíð síðustu sveitarstjórnar,“ segir Gerður Sigtryggsdóttir, oddviti bæjarstjórnar og fulltrúi E-lista. Um er að ræða 9,8 megawatta aðrennslisvirkjun í Skjálfandafljóti í Bárðardal. Gerður segir valda of miklu raski fyrir of lítinn ávinning. Enginn orkuskortur á Norðurlandi Samkvæmt aðalskipulagi Þingeyjarsveitar eigi ekki að virkja Skjálfandafljót. Þrír fulltrúar E-listans hafi hins vegar kosið gegn þessu, og viljað ráðast í framkvæmdir á virkjunarframkvæmdir. „En ég held að það sé ekki brýn þörf á því núna. Í Þingeyjarsveit er verið að framleiða gríðarlega mikla orku. Hér er Laxárvirkjun, Kröfluvirkjun og Þeistareykjarvirkjun, sem verið er að stækka,“ segir Gerður. Gríðarlegt rask á náttúrunni myndi fylgja virkjun í Skjálfandafljóti, sem enginn ávinningur væri af eins og sakir standa. Komandi kynslóðir taki ákvörðun um Skjálfandafljót „Það er mjög líklegt að það komi upp sú staða einhvern tímann að einhverjir vilji virkja Skjálfandafljót. Það er ekkert ólíklegt ef það verður orkuskortur á svæðinu, sem er ekki núna. Við skulum þá bara leyfa komandi kynslóðum að taka ákvörðun um það þegar að því kemur,“ segir Gerður. Þingeyjarsveit Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Sjá meira
E-listi var með hreinan meirihluta í Þingeyjarsveit, en þrír fulltrúar listans sem greiddu atkvæði með virkjunarframkvæmdinni, hafa nú sagt sig úr meirihlutasamstarfinu, þau Eyþór Kári, Halldór Þorlákur og Sigfús Haraldur. Hinir fulltrúar E-listans hafa þegar myndað nýjan meirihluta með fulltrúum K-listans. „Þetta er gamalt mál, sem hefur verið svolítið deilumál. Það er þessi litla virkjun sem hefur verið í bígerð í sex ár eða svo. Hún var sett á dagskrá í tíð síðustu sveitarstjórnar,“ segir Gerður Sigtryggsdóttir, oddviti bæjarstjórnar og fulltrúi E-lista. Um er að ræða 9,8 megawatta aðrennslisvirkjun í Skjálfandafljóti í Bárðardal. Gerður segir valda of miklu raski fyrir of lítinn ávinning. Enginn orkuskortur á Norðurlandi Samkvæmt aðalskipulagi Þingeyjarsveitar eigi ekki að virkja Skjálfandafljót. Þrír fulltrúar E-listans hafi hins vegar kosið gegn þessu, og viljað ráðast í framkvæmdir á virkjunarframkvæmdir. „En ég held að það sé ekki brýn þörf á því núna. Í Þingeyjarsveit er verið að framleiða gríðarlega mikla orku. Hér er Laxárvirkjun, Kröfluvirkjun og Þeistareykjarvirkjun, sem verið er að stækka,“ segir Gerður. Gríðarlegt rask á náttúrunni myndi fylgja virkjun í Skjálfandafljóti, sem enginn ávinningur væri af eins og sakir standa. Komandi kynslóðir taki ákvörðun um Skjálfandafljót „Það er mjög líklegt að það komi upp sú staða einhvern tímann að einhverjir vilji virkja Skjálfandafljót. Það er ekkert ólíklegt ef það verður orkuskortur á svæðinu, sem er ekki núna. Við skulum þá bara leyfa komandi kynslóðum að taka ákvörðun um það þegar að því kemur,“ segir Gerður.
Þingeyjarsveit Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Sjá meira