„Það var erfitt að fela vonbrigðin“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2024 08:06 Anton Sveinn McKee missti af góðu tækifæri til að vinna verðlaun á Evrópumóti en lætur það ekki trufla sig í undirbúningi sínum fyrir Ólympíuleikana í París. Getty/Michael Reaves Íslenski sundkappinn Anton Sveinn McKee missti af verðlaunapalli á Evrópumeistaramótinu í 50 metra laug á dögunum eftir að hafa synt á besta tímanum inn í úrslit. Síðan eru liðnar tvær vikur og Anton hefur verið á fullu við æfingar í Tyrklandi þar sem hann er að leggja lokahöndina á undirbúning sinn fyrir Ólympíuleikana í París. Hakan upp og bringan út Anton hefur nú fengið góðan tíma til að melta og fara yfir úrslitasundið þar sem hann endaði í fjórða sæti. Hann gerði upp sundið í pistli á samfélagsmiðlum sínum. Fjórða sætið á EM er frábær árangur fyrir íslenskan sundmann en um leið viss vonbrigði af því að hann hafi synt best allra í undanúrslitunum. „Hakan upp og bringan út,“ byrjar Anton pistil sinn og heldur áfram: „Það var erfitt að fela vonbrigðin eftir úrslitasundið í 200 bringu. Eftir að hafa náð yfirveguðum og vel útfærðum sundum í undanrásum og undanúrslitum þá brást mér bogalistin þegar það kom að úrslitasundinu,“ skrifaði Anton. Ætlaði sér stóra hluti í úrslitunum „Þrátt fyrir að hafa ekki mætt full hvíldur til leiks þá ætlaði ég mér stóra hluti í úrslitunum. Hvort það var of miklar væntingar og pressa sem ég setti á sjálfan mig eða bara ekki minn dagur, þá veit ég að ég átti miklu meira inni,“ skrifaði Anton. „Eftir að rykið settist þá fórum við teymið yfir sundið og það var augljóst að ég var ekki í “flæði”. Þetta var of þvingað sund sem leiddi til tæknimistaka þegar ég byrjaði að ýta á bensíngjöfina,“ skrifaði Anton. Anton Sveinn segist nú verða reynslunni ríkari um það sem hann hefði mátt gera betur á Evrópumeistaramótinu. Hann var að klára síðasta þunga æfingahringinn í æfingabúðum í Tyrklandi. Seinustu vikur og dagar smá rússíbani „Mér líður miklu betur í vatninu og er byrjaður að útfæra í æfingum eins og ég vill vera í París. Þrátt fyrir það hafa seinustu vikur og dagar verið smá rússíbani en það er partur af vegferðinni, ekki hægt að ætlast til neins annars. Það er í lagi að taka eitt skref afturbak ef maður svarar með tveimur áfram,“ skrifaði Anton. Anton segist vera þeim þakklátur sem standi með sér og lofar því að halda ótrauður áfram. Það má sjá færslu Antons hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Anton McKee OLY (@antonmckee) Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Sjá meira
Síðan eru liðnar tvær vikur og Anton hefur verið á fullu við æfingar í Tyrklandi þar sem hann er að leggja lokahöndina á undirbúning sinn fyrir Ólympíuleikana í París. Hakan upp og bringan út Anton hefur nú fengið góðan tíma til að melta og fara yfir úrslitasundið þar sem hann endaði í fjórða sæti. Hann gerði upp sundið í pistli á samfélagsmiðlum sínum. Fjórða sætið á EM er frábær árangur fyrir íslenskan sundmann en um leið viss vonbrigði af því að hann hafi synt best allra í undanúrslitunum. „Hakan upp og bringan út,“ byrjar Anton pistil sinn og heldur áfram: „Það var erfitt að fela vonbrigðin eftir úrslitasundið í 200 bringu. Eftir að hafa náð yfirveguðum og vel útfærðum sundum í undanrásum og undanúrslitum þá brást mér bogalistin þegar það kom að úrslitasundinu,“ skrifaði Anton. Ætlaði sér stóra hluti í úrslitunum „Þrátt fyrir að hafa ekki mætt full hvíldur til leiks þá ætlaði ég mér stóra hluti í úrslitunum. Hvort það var of miklar væntingar og pressa sem ég setti á sjálfan mig eða bara ekki minn dagur, þá veit ég að ég átti miklu meira inni,“ skrifaði Anton. „Eftir að rykið settist þá fórum við teymið yfir sundið og það var augljóst að ég var ekki í “flæði”. Þetta var of þvingað sund sem leiddi til tæknimistaka þegar ég byrjaði að ýta á bensíngjöfina,“ skrifaði Anton. Anton Sveinn segist nú verða reynslunni ríkari um það sem hann hefði mátt gera betur á Evrópumeistaramótinu. Hann var að klára síðasta þunga æfingahringinn í æfingabúðum í Tyrklandi. Seinustu vikur og dagar smá rússíbani „Mér líður miklu betur í vatninu og er byrjaður að útfæra í æfingum eins og ég vill vera í París. Þrátt fyrir það hafa seinustu vikur og dagar verið smá rússíbani en það er partur af vegferðinni, ekki hægt að ætlast til neins annars. Það er í lagi að taka eitt skref afturbak ef maður svarar með tveimur áfram,“ skrifaði Anton. Anton segist vera þeim þakklátur sem standi með sér og lofar því að halda ótrauður áfram. Það má sjá færslu Antons hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Anton McKee OLY (@antonmckee)
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Sjá meira