Gera margvíslegar athugasemdir við starfshætti Kviku Ólafur Björn Sverrisson skrifar 3. júlí 2024 18:11 Ármann Þorvaldsson, er forstjóti Kviku banka. Aðsend Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Kvika banki hafi brotið gegn ákvæðum laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Margvíslegar athugasemdir eru gerðar við starfshætti í tengslum við áhættumat bankans, áreiðanleikakannanir og rekjanleika í upplýsingakerfum. Þetta kemur fram í niðurstöðu fjármálaeftirlits Seðlabankans, sem birt var á vefsíðu Seðlabankans í dag. Áður hafði Íslandsbanki tekið sáttaboði fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna ófullnægjandi varna gegn peningaþvætti. Bankinn viðurkenndi að brotin væru mörg og alvarleg. Athugun á starfsemi Kviku hófst í febrúar á síðasta ári og niðurstaða lá fyrir í júní á þessu ári. Markmiðið var að leggja mat á skráningar og rekjanleika á upplýsingum í kerfum bankans í tengslum við millibankaviðskipti, reiðufjárviðskipti og millifærslur fjármuna milli landa, svo eitthvað sé nefnt. Þá var, eftir því sem við átti, lagt mat á úrbætur sem gerðar hafa verið í kjölfar vettvangsathugunar hjá bankanum sem lauk í desember 2021. Árið 2019 sektaði fjármálaeftirlitið Kviku um þrjár milljónir vegna þess að bankinn lét hjá líða að tilkynna fjármálaeftirliti um svonefnda hliðarstarfsemi bankans, eins og kveðið er á um að gera skuli í lögum um fjármálafyrirtæki. Í úttektinni nú er áhættumati bankans á starfsemi og aðferðafræði að baki því talið að nokkru ábótavant. Sömuleiðis áhættumati á á samningssamböndum og einstökum viðskiptum. Skjölun og utanumhaldi gagna bankans vegna áreiðanleikakönnunar var talið að nokkru ábótavant þar sem gögn voru geymd í mismunandi kerfum fyrir mismunandi vörur. Þá var framkvæmd aukinna áreiðanleikakannana á áhættumeiri viðskiptamönnum talin verulega ábótavant. „Í úrtaki fjármálaeftirlitsins voru 13 viðskiptamenn og voru auknar áreiðanleikakannanir og/eða skjalfesting þeirra í engum tilvikum fullnægjandi,“ segir í niðurstöðu fjármálaeftirlitsins. Uppfærslu áreiðanleikakannanna, færslueftirliti bankans og skáningu og rekjanleika í upplýsingakerfum var einnig fundið ýmislegt til foráttu. Fjármálaeftirlitið fer því fram á að bankinn myndi fela innri endurskoðanda að gera úttekt á hvort farið hafi verið að úrbótakröfum með fullnægjandi hætti og að gerði yrði grein fyrir úttektinni og niðurstöðum hennar í sérstakri skýrslu sem send yrði fjármálaeftirlitinu. Kvika banki Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Seðlabankinn Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Sjá meira
Þetta kemur fram í niðurstöðu fjármálaeftirlits Seðlabankans, sem birt var á vefsíðu Seðlabankans í dag. Áður hafði Íslandsbanki tekið sáttaboði fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna ófullnægjandi varna gegn peningaþvætti. Bankinn viðurkenndi að brotin væru mörg og alvarleg. Athugun á starfsemi Kviku hófst í febrúar á síðasta ári og niðurstaða lá fyrir í júní á þessu ári. Markmiðið var að leggja mat á skráningar og rekjanleika á upplýsingum í kerfum bankans í tengslum við millibankaviðskipti, reiðufjárviðskipti og millifærslur fjármuna milli landa, svo eitthvað sé nefnt. Þá var, eftir því sem við átti, lagt mat á úrbætur sem gerðar hafa verið í kjölfar vettvangsathugunar hjá bankanum sem lauk í desember 2021. Árið 2019 sektaði fjármálaeftirlitið Kviku um þrjár milljónir vegna þess að bankinn lét hjá líða að tilkynna fjármálaeftirliti um svonefnda hliðarstarfsemi bankans, eins og kveðið er á um að gera skuli í lögum um fjármálafyrirtæki. Í úttektinni nú er áhættumati bankans á starfsemi og aðferðafræði að baki því talið að nokkru ábótavant. Sömuleiðis áhættumati á á samningssamböndum og einstökum viðskiptum. Skjölun og utanumhaldi gagna bankans vegna áreiðanleikakönnunar var talið að nokkru ábótavant þar sem gögn voru geymd í mismunandi kerfum fyrir mismunandi vörur. Þá var framkvæmd aukinna áreiðanleikakannana á áhættumeiri viðskiptamönnum talin verulega ábótavant. „Í úrtaki fjármálaeftirlitsins voru 13 viðskiptamenn og voru auknar áreiðanleikakannanir og/eða skjalfesting þeirra í engum tilvikum fullnægjandi,“ segir í niðurstöðu fjármálaeftirlitsins. Uppfærslu áreiðanleikakannanna, færslueftirliti bankans og skáningu og rekjanleika í upplýsingakerfum var einnig fundið ýmislegt til foráttu. Fjármálaeftirlitið fer því fram á að bankinn myndi fela innri endurskoðanda að gera úttekt á hvort farið hafi verið að úrbótakröfum með fullnægjandi hætti og að gerði yrði grein fyrir úttektinni og niðurstöðum hennar í sérstakri skýrslu sem send yrði fjármálaeftirlitinu.
Kvika banki Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Seðlabankinn Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Sjá meira