Á vef Veðurstofu Íslands segir að búast megi við norðaustan fimm til þrettán metrum á sekúndu í dag, hvassast norðaustantil, og dálítilli vætu í öllum landshlutum.
Norðlæg átt, fimm til þrettán metrar, verði á morgun, skýjað og rigning með köflum fyrir norðan, en breytileg átt þrír til tíu og líkur á síðdegisskúrum syðra.
Hiti verði á bilinu sex til sautján stig, svalast um landið norðaustanvert, en hlýjast suðvestantil.
Á fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag verði norðlæg eða breytileg átt, lengst af þrír til átta metrar á sekúndu. Allvíða verði skýjað og líkur á skúrum, einkum síðdegis. Hiti fimm til fimmtán stig, hlýjast sunnanlands.
Á í byrjun næstu viku sé svo útlit fyrir milda vestlæga átt með skýjuðu en úrkomulitlu veðri.