„Bæði lið gátu klárlega stolið þessu í dag“ Kári Mímisson skrifar 2. júlí 2024 22:50 Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, fékk langþráð stig í hús en vildi meira. Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, segir að tilfinningarnar séu blendnar eftir að lið hans gerði jafntefli við Víking í Bestu deild kvenna í kvöld. Leikurinn var mjög kaflaskiptur og gátu bæði lið tekið stigin þrjú hér í dag en niðurstaðan var markalaust jafntefli sem flestir myndu segja að væri sanngjörn úrslit. „Þau eru tvíblendin. Fyrsta stigið í langan tíma og við gleðjumst yfir því en við hefðum sannarlega viljað hafa þau þrjú og gátum alveg gert tilkall til þess enda fengum við færin til þess. Þannig að það má segja að þetta sé frekar súrsæt,“ sagði Gunnar strax að leik loknum. Síðustu sóknir leiksins féll í hönd Víkinga en á undan því hafði Fylkir fengið nokkur góð færi en inn vildi boltinn ekki. Gunnar segist hafa orðið smá smeykur undir lokin. „Bæði lið gátu klárlega stolið þessu í dag. Þetta var skemmtilegur og opin leikur. Þetta gat fallið hvoru megin sem var. Maður var aðeins farinn að hugsa, þar sem þær hafa stolið oftar en einu sinni og oftar en tvisvar sinnum í lokin gegn okkur. Þannig að maður var orðin smá smeykur við það. Ég hafði þó trú á þessu og var að vonast til þess að við gætum sett eitt mark.“ Þetta er í fyrsta sinn í sumar sem Fylkir heldur hreinu, eitthvað sem Árbæingar fagna væntanlega. Varnarleikur liðsins var mjög góður í dag og þá var Tinna Brá mjög góð milli stangan í dag. „Ég er virkilega sáttur við að takast að halda hreinu og með stelpurnar sem lögðu gríðarlega mikið í þennan leik, hjarta og sál. Við lögðum upp með að þetta væri svolítill lykilleikur fyrir okkur og ætluðum að ná í þessi þrjú stig. Við vorum að verjast vel bæði sem lið og einstaklingar og þannig náum við að halda hreinu,“ sagði Gunnar. Fylkir hafði ekki sótt stig í tvo mánuði fyrir leikinn í dag en spilamennskan heilt yfir var góð. Sérð þú miklar framfarir á leik liðsins í dag og að undanförnu? „Klárlega. Varnarleikurinn hefur verið að batna hægt og bítandi hjá okkur. Sóknarleikurinn í dag var allt annar. Við gerðum smá stöðubreytingar sem mér fannst skila góðu, betri færum og betri sóknum,“ sagði Gunnar. Besta deild kvenna Fylkir Víkingur Reykjavík Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
„Þau eru tvíblendin. Fyrsta stigið í langan tíma og við gleðjumst yfir því en við hefðum sannarlega viljað hafa þau þrjú og gátum alveg gert tilkall til þess enda fengum við færin til þess. Þannig að það má segja að þetta sé frekar súrsæt,“ sagði Gunnar strax að leik loknum. Síðustu sóknir leiksins féll í hönd Víkinga en á undan því hafði Fylkir fengið nokkur góð færi en inn vildi boltinn ekki. Gunnar segist hafa orðið smá smeykur undir lokin. „Bæði lið gátu klárlega stolið þessu í dag. Þetta var skemmtilegur og opin leikur. Þetta gat fallið hvoru megin sem var. Maður var aðeins farinn að hugsa, þar sem þær hafa stolið oftar en einu sinni og oftar en tvisvar sinnum í lokin gegn okkur. Þannig að maður var orðin smá smeykur við það. Ég hafði þó trú á þessu og var að vonast til þess að við gætum sett eitt mark.“ Þetta er í fyrsta sinn í sumar sem Fylkir heldur hreinu, eitthvað sem Árbæingar fagna væntanlega. Varnarleikur liðsins var mjög góður í dag og þá var Tinna Brá mjög góð milli stangan í dag. „Ég er virkilega sáttur við að takast að halda hreinu og með stelpurnar sem lögðu gríðarlega mikið í þennan leik, hjarta og sál. Við lögðum upp með að þetta væri svolítill lykilleikur fyrir okkur og ætluðum að ná í þessi þrjú stig. Við vorum að verjast vel bæði sem lið og einstaklingar og þannig náum við að halda hreinu,“ sagði Gunnar. Fylkir hafði ekki sótt stig í tvo mánuði fyrir leikinn í dag en spilamennskan heilt yfir var góð. Sérð þú miklar framfarir á leik liðsins í dag og að undanförnu? „Klárlega. Varnarleikurinn hefur verið að batna hægt og bítandi hjá okkur. Sóknarleikurinn í dag var allt annar. Við gerðum smá stöðubreytingar sem mér fannst skila góðu, betri færum og betri sóknum,“ sagði Gunnar.
Besta deild kvenna Fylkir Víkingur Reykjavík Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti