Viðskipti innlent

96 sagt upp í hópuppsögnum í júní

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Þeir sem sagt var upp voru flugmenn hjá Icelandair og fiskvinnslustarfsmenn hjá Þorbirni í Grindavík.
Þeir sem sagt var upp voru flugmenn hjá Icelandair og fiskvinnslustarfsmenn hjá Þorbirni í Grindavík. Vísir/Vilhelm

Vinnumálastofnun bárust tvær tilkynningar um hópuppsagnir í júní. 96 starfsmönnum var sagt upp störfum í farþegaflutningum og fiskvinnslu.

Uppsagnirnar koma flestar til framkvæmda á tímabilinu ágúst til október 2024. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Vinnumálastofnunar.

Snemma í júnímánuði var áhöfnum tveggja skipa í eigu Þorbjarnar í Grindavík sagt upp. Gert var þó ráð fyrir að skipverjunum yrði útveguð ný störf. Þeir sem sagt var upp voru í áhöfnum togarans Sturlu-GK12 og línuskipsins Valdimars GK-195.

Þá var 57 flugmönnum Icelandair sagt upp í mánuðinum. Samkvæmt Ásdísi Ýr Pétursdóttur förstöðumanni samskipta hjá Icelandair stafaði það af árstíðasveiflu félagsins og gerir það ráð fyrir að geta boðið þeim störf aftur næsta vor.


Tengdar fréttir

Icelandair segir upp 57 flugmönnum

Flugfélagið Icelandair hefur sagt upp 57 flugmönnum félagsins. Tilkynnt var um fyrirhugaðar uppsagnir á föstudaginn en forstöðumaður samskipta hjá félaginu segir að gert sé ráð fyrir að hægt verði að bjóða flugmönnunum störf næsta vor. 

Áhöfnum tveggja skipa Þorbjarnar sagt upp

Áhöfn tveggja skipa í eigu Þorbjarnar í Grindavík hefur verið sagt upp, en gert er ráð fyrir því að skipverjunum verði útveguð ný störf. Gunnar Tómasson framkvæmdastjóri Þorbjarnar segir í samtali við Vísi að verið sé að endurskipuleggja útgerðina fyrir haustið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×