Sjálfstæðisflokkur og Píratar að miklu leyti til eins Jakob Bjarnar skrifar 1. júlí 2024 13:13 Björn Leví ásamt leiðtogum Sjálfstæðisflokksins, þeim Hildi Sverrisdóttur þingflokksformanni og Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra og formanni flokksins. Björn Leví segir ýmsilegt líkt í stefnu Sjálfstæðisflokksins og hjá Pírötum. Sjálfstæðisflokkurinn er hins vegar annar í orði en á borði, sá er vandinn. vísir/vilhelm Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata gefur ekki mikið fyrir pólítíska greiningu Stefáns Einars Stefánssonar víninnflytjanda og blaðamanns Morgunblaðsins í nýlegum pistili á Facebook. Björn Leví vitnar í tal Stefáns Einars frá í Bítinu í morgun en þar var hann gestur ásamt Andrési Jónssyni markaðsmanni. Þeir fóru vítt og breytt yfir hið pólitíska svið í kjölfar nýrrar könnunar Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei mælst með minna fylgi og Miðflokkurinn andar ofan í hálsmálið á flokknum. Þeir ræddu stöðu Viðreisnar sem virðist eiga í erfiðleikum með að sækja sér fylgi fyrst Sjálfstæðisflokkurinn er að dala. „Það sama gildi um Pírata sem ættu tæknilega séð að vera að taka meira fylgi af flokkum sem eru óvinsælir núna. Það sé ekki að gerast. Flokkurinn sé ekki hefðbundinn flokkur með skýra forystu og það sé þeim mögulega erfitt. Flokkurinn hafi komið fram sem uppreisnargjarn hópur en að þau séu orðin stækur vinstri hópur sem taki sama fylgi og Sósíalistaflokkurinn og að einhverju leyti Vinstri græn,“ var meðal annars liður í útleggingu Stefáns Einars. Þetta segir Björn Leví klassískt stef um Pírata, gagnrýnin frá hægri er því marki brennt að allir aðrir séu til vinstri á meðan þeir sömu aðilar hafa einmitt verið í meirihluta með vinstrinu á undanförnum árum. Vandinn er undanvillingsháttur Sjálfstæðisflokksins „Píratar eru valddreifingarflokkur sem gerir það að verkum að „forystan“ er auðvitað öðruvísi en í valdaflokkunum. Það er skiljanlegt að valdhyggjufólk skilji þetta ekki og noti þetta sem gagnrýni á neikvæðan hátt,“ segir Björn Leví. Og hann segir Sjálfstæðisflokkinn tilheyra þessu blessaða ráðvillta vinstri. „Svo ég segi það bara mjög skýrt, þá væri mjög margt í grunnstefnu Sjálfstæðisflokksins sem passar mjög vel við grunnstefnu Pírata. Vandinn er bara að núverandi Sjálfstæðisflokkur er bara ekkert að starfa samkvæmt þeirri stefnu sinni og það er ekkert fyrirsjáanlegt að það gerist á næstunni.“ Píratar sjá bara ekki veisluna sem margir upplifa Björn Leví segir þau ekki sjá þetta sjálf, auðvitað auðvitað ekki og allri gagnrýni er mætt með ásökunum um öfund, eða að stæk vinstri stefna sé uppspretta gagnrýninnar – af því að það er auðveldara en að horfa í spegilinn og viðurkenna ruglið sem er í gangi. „Já, það þarf að sinna umhverfismálum. Já það þarf að tækla spillinguna. Já, það þarf að sinna grunninnviðum samfélagsins. En við sjáum víst ekki veisluna, hagvöxtinn og allt það góða sem margir upplifa vissulega. En nei, það má ekki benda á vandamálin. Meðaltölin eru ekki fyrir alla nefnilega,“ segir Björn Leví. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Bítið Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Björn Leví vitnar í tal Stefáns Einars frá í Bítinu í morgun en þar var hann gestur ásamt Andrési Jónssyni markaðsmanni. Þeir fóru vítt og breytt yfir hið pólitíska svið í kjölfar nýrrar könnunar Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei mælst með minna fylgi og Miðflokkurinn andar ofan í hálsmálið á flokknum. Þeir ræddu stöðu Viðreisnar sem virðist eiga í erfiðleikum með að sækja sér fylgi fyrst Sjálfstæðisflokkurinn er að dala. „Það sama gildi um Pírata sem ættu tæknilega séð að vera að taka meira fylgi af flokkum sem eru óvinsælir núna. Það sé ekki að gerast. Flokkurinn sé ekki hefðbundinn flokkur með skýra forystu og það sé þeim mögulega erfitt. Flokkurinn hafi komið fram sem uppreisnargjarn hópur en að þau séu orðin stækur vinstri hópur sem taki sama fylgi og Sósíalistaflokkurinn og að einhverju leyti Vinstri græn,“ var meðal annars liður í útleggingu Stefáns Einars. Þetta segir Björn Leví klassískt stef um Pírata, gagnrýnin frá hægri er því marki brennt að allir aðrir séu til vinstri á meðan þeir sömu aðilar hafa einmitt verið í meirihluta með vinstrinu á undanförnum árum. Vandinn er undanvillingsháttur Sjálfstæðisflokksins „Píratar eru valddreifingarflokkur sem gerir það að verkum að „forystan“ er auðvitað öðruvísi en í valdaflokkunum. Það er skiljanlegt að valdhyggjufólk skilji þetta ekki og noti þetta sem gagnrýni á neikvæðan hátt,“ segir Björn Leví. Og hann segir Sjálfstæðisflokkinn tilheyra þessu blessaða ráðvillta vinstri. „Svo ég segi það bara mjög skýrt, þá væri mjög margt í grunnstefnu Sjálfstæðisflokksins sem passar mjög vel við grunnstefnu Pírata. Vandinn er bara að núverandi Sjálfstæðisflokkur er bara ekkert að starfa samkvæmt þeirri stefnu sinni og það er ekkert fyrirsjáanlegt að það gerist á næstunni.“ Píratar sjá bara ekki veisluna sem margir upplifa Björn Leví segir þau ekki sjá þetta sjálf, auðvitað auðvitað ekki og allri gagnrýni er mætt með ásökunum um öfund, eða að stæk vinstri stefna sé uppspretta gagnrýninnar – af því að það er auðveldara en að horfa í spegilinn og viðurkenna ruglið sem er í gangi. „Já, það þarf að sinna umhverfismálum. Já það þarf að tækla spillinguna. Já, það þarf að sinna grunninnviðum samfélagsins. En við sjáum víst ekki veisluna, hagvöxtinn og allt það góða sem margir upplifa vissulega. En nei, það má ekki benda á vandamálin. Meðaltölin eru ekki fyrir alla nefnilega,“ segir Björn Leví.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Bítið Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira