Paul George var 10. maður í nýliðavalinu 2010 og hóf ferilinn hjá Indiana Pacers. Þaðan fór hann til Oklahoma City Thunder árið 2017-19 en undanfarin fimm ár hefur hann leikið með Los Angeles Clippers.
Hann hefur aldrei leikið til úrslita en þrívegis komist í úrslit austur- og vesturdeildarinnar. Tvö ár í röð hjá Pacers, 2013 og 2014, nú síðast hjá Clippers 2021. Clippers gáfu það út í gær að hann myndi ekki endursemja við félagið.
Ráðamenn 76ers og goðsögnin 76ers flugu til Los Angeles til að sannfæra hann um að semja við félagið að sögn Adrian Wojnarowski hjá ESPN.
George and his agent Aaron Mintz of CAA met with Sixers officials including owner Josh Harris, Daryl Morey, Elton Brand and legend Julius Erving in LA. PG agreed on a deal that includes a player option, sources said. https://t.co/u5AZ0rz2sk
— Adrian Wojnarowski (@wojespn) July 1, 2024
Á nýliðnu tímabili spilaði Paul George 74 leiki, skoraði 22,6 stig, gaf 3,5 stoðsendingar og greip 5,2 fráköst að meðaltali.
Einnig var greint frá því að bakvörðurinn Kelly Oubre Jr. hafi endursamið við 76ers til næstu tveggja ára. Hann kom til 76ers á síðasta ári frá Charlotte Hornets og var byrjunarliðsmaður á nýliðnu tímabili.
ESPN Sources: Free agent G Kelly Oubre Jr., has agreed on a two-year, $16.3 million deal to stay with the Philadelphia 76ers. Deal includes a player option on the 2025-2026 season for Sixers’ starting two-guard. pic.twitter.com/UE9Mc6PEsD
— Adrian Wojnarowski (@wojespn) July 1, 2024