Körfubolti

Paul George gerir fjögurra ára samning við Philadelphia 76ers

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Paul George kom til LA Clippers árið 2019 á sama tíma og Kawhi Leonard. 
Paul George kom til LA Clippers árið 2019 á sama tíma og Kawhi Leonard.  AP/Mark J. Terrill

Hinn 34 ára gamli Paul George hefur gengið frá fjögurra ára, 212 milljón dollara samningi við Philadelphia 76ers. Hann varð samningslaus eftir tímabilið hjá Los Angeles Clippers. Einnig hefur Kelly Oubre Jr. gengið frá tveggja ára samningsframlengingu. 

Paul George var 10. maður í nýliðavalinu 2010 og hóf ferilinn hjá Indiana Pacers. Þaðan fór hann til Oklahoma City Thunder árið 2017-19 en undanfarin fimm ár hefur hann leikið með Los Angeles Clippers.

Hann hefur aldrei leikið til úrslita en þrívegis komist í úrslit austur- og vesturdeildarinnar. Tvö ár í röð hjá Pacers, 2013 og 2014, nú síðast hjá Clippers 2021. Clippers gáfu það út í gær að hann myndi ekki endursemja við félagið.

Ráðamenn 76ers og goðsögnin 76ers flugu til Los Angeles til að sannfæra hann um að semja við félagið að sögn Adrian Wojnarowski hjá ESPN. 

Á nýliðnu tímabili spilaði Paul George 74 leiki, skoraði 22,6 stig, gaf 3,5 stoðsendingar og greip 5,2 fráköst að meðaltali.

Einnig var greint frá því að bakvörðurinn Kelly Oubre Jr. hafi endursamið við 76ers til næstu tveggja ára. Hann kom til 76ers á síðasta ári frá Charlotte Hornets og var byrjunarliðsmaður á nýliðnu tímabili. 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×