„Virkilegt áhyggjuefni fyrir þessa Evrópuleiki“ Kári Mímisson skrifar 30. júní 2024 21:52 Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins. Vísir/Diego Það var létt yfir Arnar Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings, þegar hann mætti í viðtal til Gunnlaugs Jónssonar strax eftir 2-1 sigur liðsins gegn Fram í kvöld. „Við mættum bara virkilega góðu Fram liði. Mögulega spiluðum við illa en þeir voru bara miklu betri en við á löngum kafla í dag. Við náðum að gera tvö mörk en svo vorum við bara kærulausir á boltanum og hleypum þeim inn í leikinn. Svo vorum við bara í nauðvörn þarna í lokin ekkert ósvipað og gegn Val. Við komumst aldrei út úr skotgröfunum og það er virkilegt áhyggjuefni fyrir þessa Evrópuleiki. Tuðran helst aldrei frammi, við náum aldrei að færa liðið framar og erum bara í tómu tjóni.“ Sagði Arnar þegar hann var spurður um fyrstu viðbrögð eftir leik. Spurður að því hvort menn hafi verið að spara sig fyrir næstu stóru viðureignir svaraði Arnar. „Það mannlega kemur alltaf inn. Við unnum varla návígi, menn voru ekki nægjanlega grimmir að fara í návígi og þá vinnast engir seinni boltar. Ég ætla samt ekkert að fara að öskra á þá. Þetta var sigur, mjög sterkur sigur. Það er ekki langt síðan að við spiluðum síðast og þeir náttúrulega spiluðu líka fyrir stutt. Í stöðunni 2-0 eigum við bara að ganga frá þeim en við gerðum það ekki. Þeir voru virkilega sterkir í seinni hálfleik og festur okkur vel niður. Ég var dauðslifandi fegin þegar hann flautaði leikinn af.“ Arnar gerði sex breytingar á liðinu frá 4-0 sigrinum gegn Stjörnunni. Liðið var þó að spila vel í fyrri hálfleik og fór inn til búningsherbergja með 2-0 forystu. Arnar segir erfitt að svar því af hverju það fór að fjara út hjá liðinu í seinni hálfleik. „Ég ætla ekki að segja að við höfum haft einhverja svaka yfirburði í fyrri hálfleik enda átti Fram alveg sín móment en þetta var samt rosalega þægilegt og þá förum við í einhvern töffaraskap sem þú heldur að þú komist upp með en í svona deild þá bara kemstu ekki upp með það. Svo fáum við 2-1 í andlitið og farnir að berjast fyrir lífi okkar í stað þess að sigla leiknum bara örugglega heim. Mögulega hafa menn verið með annað augað á leikinn á miðvikudaginn gegn Stjörnunni og svo Evrópuleikinn. Það vill enginn meiðast en trúðu mér ef menn fara svona í tæklingar þá meiðast þeir miklu frekar en hitt. Virkilega ánægður með þrjú stig en frammistaðan var ekki góð.“ Víkingur mætir Stjörnunni á miðvikudaginn í undanúrslitum bikarsins. Liðin mættust í síðustu viku og þá sigraði Víkingur 4-0. Arnar reiknar með hörkuleik og vonast til þess að reynsla og gæði síns liðs skili þeim í úrslitaleikinn. „Það gerist oft, sérstaklega hérna í Víkinni, að liðin mæta hingað með svona ég hef engu að tapa hugarfari. Þá fara menn að reyna að gera hluti sem þeir myndu sennilega ekki gera eins og Fram gerði í seinni hálfleik þegar þeir kasta öllu á okkur. Það er því bara spurning hvernig Stjarnan mætir til leiks. Eru þeir bugaðir og beygðir, sem ég held ekki eða hvort þeir mæti hingað af fullum krafti og reyni að spila sinn leik sem ég held að þeir geri. Þetta verður allt annar leikur heldur en í deildinni. Mikið í húfi, mikil stemning og þetta er leikur sem við þekkjum mjög vel, undanúrslit í bikar. Það ásamt ákveðnum gæðum mun vonandi skila okkur í úrslitaleikinn.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Fram Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Sjá meira
„Við mættum bara virkilega góðu Fram liði. Mögulega spiluðum við illa en þeir voru bara miklu betri en við á löngum kafla í dag. Við náðum að gera tvö mörk en svo vorum við bara kærulausir á boltanum og hleypum þeim inn í leikinn. Svo vorum við bara í nauðvörn þarna í lokin ekkert ósvipað og gegn Val. Við komumst aldrei út úr skotgröfunum og það er virkilegt áhyggjuefni fyrir þessa Evrópuleiki. Tuðran helst aldrei frammi, við náum aldrei að færa liðið framar og erum bara í tómu tjóni.“ Sagði Arnar þegar hann var spurður um fyrstu viðbrögð eftir leik. Spurður að því hvort menn hafi verið að spara sig fyrir næstu stóru viðureignir svaraði Arnar. „Það mannlega kemur alltaf inn. Við unnum varla návígi, menn voru ekki nægjanlega grimmir að fara í návígi og þá vinnast engir seinni boltar. Ég ætla samt ekkert að fara að öskra á þá. Þetta var sigur, mjög sterkur sigur. Það er ekki langt síðan að við spiluðum síðast og þeir náttúrulega spiluðu líka fyrir stutt. Í stöðunni 2-0 eigum við bara að ganga frá þeim en við gerðum það ekki. Þeir voru virkilega sterkir í seinni hálfleik og festur okkur vel niður. Ég var dauðslifandi fegin þegar hann flautaði leikinn af.“ Arnar gerði sex breytingar á liðinu frá 4-0 sigrinum gegn Stjörnunni. Liðið var þó að spila vel í fyrri hálfleik og fór inn til búningsherbergja með 2-0 forystu. Arnar segir erfitt að svar því af hverju það fór að fjara út hjá liðinu í seinni hálfleik. „Ég ætla ekki að segja að við höfum haft einhverja svaka yfirburði í fyrri hálfleik enda átti Fram alveg sín móment en þetta var samt rosalega þægilegt og þá förum við í einhvern töffaraskap sem þú heldur að þú komist upp með en í svona deild þá bara kemstu ekki upp með það. Svo fáum við 2-1 í andlitið og farnir að berjast fyrir lífi okkar í stað þess að sigla leiknum bara örugglega heim. Mögulega hafa menn verið með annað augað á leikinn á miðvikudaginn gegn Stjörnunni og svo Evrópuleikinn. Það vill enginn meiðast en trúðu mér ef menn fara svona í tæklingar þá meiðast þeir miklu frekar en hitt. Virkilega ánægður með þrjú stig en frammistaðan var ekki góð.“ Víkingur mætir Stjörnunni á miðvikudaginn í undanúrslitum bikarsins. Liðin mættust í síðustu viku og þá sigraði Víkingur 4-0. Arnar reiknar með hörkuleik og vonast til þess að reynsla og gæði síns liðs skili þeim í úrslitaleikinn. „Það gerist oft, sérstaklega hérna í Víkinni, að liðin mæta hingað með svona ég hef engu að tapa hugarfari. Þá fara menn að reyna að gera hluti sem þeir myndu sennilega ekki gera eins og Fram gerði í seinni hálfleik þegar þeir kasta öllu á okkur. Það er því bara spurning hvernig Stjarnan mætir til leiks. Eru þeir bugaðir og beygðir, sem ég held ekki eða hvort þeir mæti hingað af fullum krafti og reyni að spila sinn leik sem ég held að þeir geri. Þetta verður allt annar leikur heldur en í deildinni. Mikið í húfi, mikil stemning og þetta er leikur sem við þekkjum mjög vel, undanúrslit í bikar. Það ásamt ákveðnum gæðum mun vonandi skila okkur í úrslitaleikinn.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Fram Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Sjá meira