„Virkilegt áhyggjuefni fyrir þessa Evrópuleiki“ Kári Mímisson skrifar 30. júní 2024 21:52 Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins. Vísir/Diego Það var létt yfir Arnar Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings, þegar hann mætti í viðtal til Gunnlaugs Jónssonar strax eftir 2-1 sigur liðsins gegn Fram í kvöld. „Við mættum bara virkilega góðu Fram liði. Mögulega spiluðum við illa en þeir voru bara miklu betri en við á löngum kafla í dag. Við náðum að gera tvö mörk en svo vorum við bara kærulausir á boltanum og hleypum þeim inn í leikinn. Svo vorum við bara í nauðvörn þarna í lokin ekkert ósvipað og gegn Val. Við komumst aldrei út úr skotgröfunum og það er virkilegt áhyggjuefni fyrir þessa Evrópuleiki. Tuðran helst aldrei frammi, við náum aldrei að færa liðið framar og erum bara í tómu tjóni.“ Sagði Arnar þegar hann var spurður um fyrstu viðbrögð eftir leik. Spurður að því hvort menn hafi verið að spara sig fyrir næstu stóru viðureignir svaraði Arnar. „Það mannlega kemur alltaf inn. Við unnum varla návígi, menn voru ekki nægjanlega grimmir að fara í návígi og þá vinnast engir seinni boltar. Ég ætla samt ekkert að fara að öskra á þá. Þetta var sigur, mjög sterkur sigur. Það er ekki langt síðan að við spiluðum síðast og þeir náttúrulega spiluðu líka fyrir stutt. Í stöðunni 2-0 eigum við bara að ganga frá þeim en við gerðum það ekki. Þeir voru virkilega sterkir í seinni hálfleik og festur okkur vel niður. Ég var dauðslifandi fegin þegar hann flautaði leikinn af.“ Arnar gerði sex breytingar á liðinu frá 4-0 sigrinum gegn Stjörnunni. Liðið var þó að spila vel í fyrri hálfleik og fór inn til búningsherbergja með 2-0 forystu. Arnar segir erfitt að svar því af hverju það fór að fjara út hjá liðinu í seinni hálfleik. „Ég ætla ekki að segja að við höfum haft einhverja svaka yfirburði í fyrri hálfleik enda átti Fram alveg sín móment en þetta var samt rosalega þægilegt og þá förum við í einhvern töffaraskap sem þú heldur að þú komist upp með en í svona deild þá bara kemstu ekki upp með það. Svo fáum við 2-1 í andlitið og farnir að berjast fyrir lífi okkar í stað þess að sigla leiknum bara örugglega heim. Mögulega hafa menn verið með annað augað á leikinn á miðvikudaginn gegn Stjörnunni og svo Evrópuleikinn. Það vill enginn meiðast en trúðu mér ef menn fara svona í tæklingar þá meiðast þeir miklu frekar en hitt. Virkilega ánægður með þrjú stig en frammistaðan var ekki góð.“ Víkingur mætir Stjörnunni á miðvikudaginn í undanúrslitum bikarsins. Liðin mættust í síðustu viku og þá sigraði Víkingur 4-0. Arnar reiknar með hörkuleik og vonast til þess að reynsla og gæði síns liðs skili þeim í úrslitaleikinn. „Það gerist oft, sérstaklega hérna í Víkinni, að liðin mæta hingað með svona ég hef engu að tapa hugarfari. Þá fara menn að reyna að gera hluti sem þeir myndu sennilega ekki gera eins og Fram gerði í seinni hálfleik þegar þeir kasta öllu á okkur. Það er því bara spurning hvernig Stjarnan mætir til leiks. Eru þeir bugaðir og beygðir, sem ég held ekki eða hvort þeir mæti hingað af fullum krafti og reyni að spila sinn leik sem ég held að þeir geri. Þetta verður allt annar leikur heldur en í deildinni. Mikið í húfi, mikil stemning og þetta er leikur sem við þekkjum mjög vel, undanúrslit í bikar. Það ásamt ákveðnum gæðum mun vonandi skila okkur í úrslitaleikinn.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Fram Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Sjá meira
„Við mættum bara virkilega góðu Fram liði. Mögulega spiluðum við illa en þeir voru bara miklu betri en við á löngum kafla í dag. Við náðum að gera tvö mörk en svo vorum við bara kærulausir á boltanum og hleypum þeim inn í leikinn. Svo vorum við bara í nauðvörn þarna í lokin ekkert ósvipað og gegn Val. Við komumst aldrei út úr skotgröfunum og það er virkilegt áhyggjuefni fyrir þessa Evrópuleiki. Tuðran helst aldrei frammi, við náum aldrei að færa liðið framar og erum bara í tómu tjóni.“ Sagði Arnar þegar hann var spurður um fyrstu viðbrögð eftir leik. Spurður að því hvort menn hafi verið að spara sig fyrir næstu stóru viðureignir svaraði Arnar. „Það mannlega kemur alltaf inn. Við unnum varla návígi, menn voru ekki nægjanlega grimmir að fara í návígi og þá vinnast engir seinni boltar. Ég ætla samt ekkert að fara að öskra á þá. Þetta var sigur, mjög sterkur sigur. Það er ekki langt síðan að við spiluðum síðast og þeir náttúrulega spiluðu líka fyrir stutt. Í stöðunni 2-0 eigum við bara að ganga frá þeim en við gerðum það ekki. Þeir voru virkilega sterkir í seinni hálfleik og festur okkur vel niður. Ég var dauðslifandi fegin þegar hann flautaði leikinn af.“ Arnar gerði sex breytingar á liðinu frá 4-0 sigrinum gegn Stjörnunni. Liðið var þó að spila vel í fyrri hálfleik og fór inn til búningsherbergja með 2-0 forystu. Arnar segir erfitt að svar því af hverju það fór að fjara út hjá liðinu í seinni hálfleik. „Ég ætla ekki að segja að við höfum haft einhverja svaka yfirburði í fyrri hálfleik enda átti Fram alveg sín móment en þetta var samt rosalega þægilegt og þá förum við í einhvern töffaraskap sem þú heldur að þú komist upp með en í svona deild þá bara kemstu ekki upp með það. Svo fáum við 2-1 í andlitið og farnir að berjast fyrir lífi okkar í stað þess að sigla leiknum bara örugglega heim. Mögulega hafa menn verið með annað augað á leikinn á miðvikudaginn gegn Stjörnunni og svo Evrópuleikinn. Það vill enginn meiðast en trúðu mér ef menn fara svona í tæklingar þá meiðast þeir miklu frekar en hitt. Virkilega ánægður með þrjú stig en frammistaðan var ekki góð.“ Víkingur mætir Stjörnunni á miðvikudaginn í undanúrslitum bikarsins. Liðin mættust í síðustu viku og þá sigraði Víkingur 4-0. Arnar reiknar með hörkuleik og vonast til þess að reynsla og gæði síns liðs skili þeim í úrslitaleikinn. „Það gerist oft, sérstaklega hérna í Víkinni, að liðin mæta hingað með svona ég hef engu að tapa hugarfari. Þá fara menn að reyna að gera hluti sem þeir myndu sennilega ekki gera eins og Fram gerði í seinni hálfleik þegar þeir kasta öllu á okkur. Það er því bara spurning hvernig Stjarnan mætir til leiks. Eru þeir bugaðir og beygðir, sem ég held ekki eða hvort þeir mæti hingað af fullum krafti og reyni að spila sinn leik sem ég held að þeir geri. Þetta verður allt annar leikur heldur en í deildinni. Mikið í húfi, mikil stemning og þetta er leikur sem við þekkjum mjög vel, undanúrslit í bikar. Það ásamt ákveðnum gæðum mun vonandi skila okkur í úrslitaleikinn.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Fram Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Sjá meira