Vöknuðu á floti og stigu út með drulluna upp að hnjám Jón Ísak Ragnarsson skrifar 30. júní 2024 17:39 Menn voru fljótir að gera gott úr málunum og tylltu sér í huggulegheitin við nýju tjörnina. Jakob Magnússon Félögunum Jakobi Magnússyni og Kolbeini Tuma var heldur betur brugðið í brún þegar þeir vöknuðu á tjaldstæðinu við Hróarskeldu í morgun og allt var á floti. Þeir hafi vaknað, stigið út, og drullan hafi náð upp að hnjám. Þetta var „kyngimagnað“ segja þeir. Tónlistarhátíðin Hróarskelda stendur nú yfir í Danmörku, og í gær viðraði sérstaklega vel á gesti. Sólin skein og hiti fór yfir tuttugu gráður. Í nótt kom svo hellidemba sem gerði tjaldstæðið að hálfgerðri tjörn eða drullusvæði. Ansi vætusamt í morgun.Jakob Magnússon Jakob Magnússon, gestur á hátíðinni, segir að nú hafi stytt upp og þetta sé svona að mestu þornað núna. „En það er samt mýri hérna á svæðinu sko, þar sem við erum að labba,“ segir hann. „Ókei, örkin hans Nóa!“ Kolbeinn Tumi segir að fyrsta hugsunin hans þegar hann vaknaði hafi verið, „Ókei, örkin hans Nóa!“ Hann segir að félagi hans sem hafi verið að tjalda þarna hafi líka vaknað á floti. „Maður þekkir þetta ekki á Íslandi. Maður vaknaði ekkert í kulda, það er hlýtt hérna og stemning. En að vakna í svona flóði, svo að stíga út í drulluna, það er bara kyngimagnað,“ segir Kolbeinn. Svæðið var algjör drullupollur í morgun. Drullan virðist kannski ekki alveg ná upp að hnjám hér á þessari mynd, en maður skilur samt hvað þeir eiga við.Jakob Magnússon Það sé drulla á svæðinu og allir séu „ljótir og ógeðslegir.“ „En svona er þetta með krakka og ungt fólk sem er að skemmta sér, það tekur skemmtunina fram fyrir svona viðbjóð og harkar þetta af sér. Við þekkjum það á Íslandi yfir Þjóðhátíð,“ segir Kolbeinn, sem lætur greinilega engan bilbug á sér finna. Hann segir að það sé komin bullandi stemning í hópinn, og menn komnir í gír. Svæðið sé vissulega viðbjóður og maður rölti þar um með drulluna upp að hnjám, „en svo fer maður bara í sturtu,“ segir Kolbeinn. View this post on Instagram A post shared by Roskilde Festival (@roskildefestival) Danmörk Hróarskelda Íslendingar erlendis Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Sjá meira
Tónlistarhátíðin Hróarskelda stendur nú yfir í Danmörku, og í gær viðraði sérstaklega vel á gesti. Sólin skein og hiti fór yfir tuttugu gráður. Í nótt kom svo hellidemba sem gerði tjaldstæðið að hálfgerðri tjörn eða drullusvæði. Ansi vætusamt í morgun.Jakob Magnússon Jakob Magnússon, gestur á hátíðinni, segir að nú hafi stytt upp og þetta sé svona að mestu þornað núna. „En það er samt mýri hérna á svæðinu sko, þar sem við erum að labba,“ segir hann. „Ókei, örkin hans Nóa!“ Kolbeinn Tumi segir að fyrsta hugsunin hans þegar hann vaknaði hafi verið, „Ókei, örkin hans Nóa!“ Hann segir að félagi hans sem hafi verið að tjalda þarna hafi líka vaknað á floti. „Maður þekkir þetta ekki á Íslandi. Maður vaknaði ekkert í kulda, það er hlýtt hérna og stemning. En að vakna í svona flóði, svo að stíga út í drulluna, það er bara kyngimagnað,“ segir Kolbeinn. Svæðið var algjör drullupollur í morgun. Drullan virðist kannski ekki alveg ná upp að hnjám hér á þessari mynd, en maður skilur samt hvað þeir eiga við.Jakob Magnússon Það sé drulla á svæðinu og allir séu „ljótir og ógeðslegir.“ „En svona er þetta með krakka og ungt fólk sem er að skemmta sér, það tekur skemmtunina fram fyrir svona viðbjóð og harkar þetta af sér. Við þekkjum það á Íslandi yfir Þjóðhátíð,“ segir Kolbeinn, sem lætur greinilega engan bilbug á sér finna. Hann segir að það sé komin bullandi stemning í hópinn, og menn komnir í gír. Svæðið sé vissulega viðbjóður og maður rölti þar um með drulluna upp að hnjám, „en svo fer maður bara í sturtu,“ segir Kolbeinn. View this post on Instagram A post shared by Roskilde Festival (@roskildefestival)
Danmörk Hróarskelda Íslendingar erlendis Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Sjá meira