„Það væri gaman að fylla Laugardalsvöllinn og ég held að það sé alveg möguleiki“ Kári Mímisson skrifar 29. júní 2024 17:40 Pétur Pétursson, þjálfari Vals. Vísir/Anton Brink Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var að vonum ánægður með lið sitt eftir 3-0 sigur gegn Þrótti en Valskonum tókst þar að tryggja farseðilinn í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna. „Ég er mjög ánægður með sigurinn. Við fórum síðast í úrslitin árið 2022 og gott að fá að mæta þangað aftur. Tilfinning er því mjög góð og gaman að fá að mæta aftur í úrslitaleikinn.“ Spurður hvernig honum hafi þótt frammistaða liðsins í dag hafa verið segist Pétur vera sáttur með hana og tekur fram að Þróttur sé með gott lið sem erfitt sé að leika gegn. Þessi lið mætast í deildinni á miðvikudaginn aftur og það verðu því spennandi að sjá hvað gerist þá. „Mér fannst frammistaðan vera ágæt í dag. Þróttarar eru með gott lið og alls ekki auðvelt að vinna þær. Leikurinn var svolítið fram og til baka hjá báðum liðum í fyrri hálfleik fannst mér. Þær mögulega aðeins sterkari og fengu fleiri færi. En þetta var bara hörkuleikur og ég er sáttur með frammistöðu liðsins og úrslitin.“ Meidd útaf í hálfleik og mikið álag á liðinu Miðjumaðurinn knái, Katie Cousins, fór af velli í hálfleik en hún hefur komið mjög vel inn í lið Vals eftir að hún skipti í vetur til þeirra frá Þrótti. Pétur segir að Katie hafi verið örlítið meidd fyrir leikinn og að hann hafi ekki viljað taka neina sénsa með hana. Hann tekur sömuleiðis fram að álagið sé mikið núna hjá liðunum í deildinni en að hópurinn hans sé í fínu standi eins og er. „Katie var smá tæp fyrir leikinn og við vissum ekki alveg hvort hún myndi byrja leikinn eða ekki. Við ákváðum að taka hana út af í hálfleik svo hún ætti nú alveg að vera í lagi. Það er mikið álag á öllum liðum núna enda mikið af leikjum þessa dagana. Það er ekki fyrr en á sunnudaginn í næstu viku sem þetta fer að róast eitthvað aðeins. Við erum alveg þokkalega góð eins og er. Guðrún Elísabet er meidd, Elísa Viðarsdóttir er alveg að koma til baka og þá er Þórdís Hrönn enn að glíma við smá meiðsli. Þetta lítur samt ágætlega út hjá okkur eins og staðan er í dag.“ Topplið Bestu deildarinnar mætast í úrslitum Í úrslitaleiknum, sem fer fram þann 16. ágúst, mæta Valskonur liði Breiðabliks sem tryggði sig þangað í gær með 2-1 sigri á Þór/KA fyrir norðan eftir framlengdan leik. Flestir eru á því að þetta séu tvö bestu lið landsins og því um virkilega spennandi úrslitaleik að ræða. Þessi lið mættust sömuleiðis í úrslitunum fyrir tveimur árum síðan og þá sigraði Valur 2-1 eftir spennandi leik. „Þetta verður frábær leikur. Það væri gaman að fylla Laugardalsvöllinn og ég held að það sé alveg möguleiki,“ sagði Pétur að lokum. Besta deild karla Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira
„Ég er mjög ánægður með sigurinn. Við fórum síðast í úrslitin árið 2022 og gott að fá að mæta þangað aftur. Tilfinning er því mjög góð og gaman að fá að mæta aftur í úrslitaleikinn.“ Spurður hvernig honum hafi þótt frammistaða liðsins í dag hafa verið segist Pétur vera sáttur með hana og tekur fram að Þróttur sé með gott lið sem erfitt sé að leika gegn. Þessi lið mætast í deildinni á miðvikudaginn aftur og það verðu því spennandi að sjá hvað gerist þá. „Mér fannst frammistaðan vera ágæt í dag. Þróttarar eru með gott lið og alls ekki auðvelt að vinna þær. Leikurinn var svolítið fram og til baka hjá báðum liðum í fyrri hálfleik fannst mér. Þær mögulega aðeins sterkari og fengu fleiri færi. En þetta var bara hörkuleikur og ég er sáttur með frammistöðu liðsins og úrslitin.“ Meidd útaf í hálfleik og mikið álag á liðinu Miðjumaðurinn knái, Katie Cousins, fór af velli í hálfleik en hún hefur komið mjög vel inn í lið Vals eftir að hún skipti í vetur til þeirra frá Þrótti. Pétur segir að Katie hafi verið örlítið meidd fyrir leikinn og að hann hafi ekki viljað taka neina sénsa með hana. Hann tekur sömuleiðis fram að álagið sé mikið núna hjá liðunum í deildinni en að hópurinn hans sé í fínu standi eins og er. „Katie var smá tæp fyrir leikinn og við vissum ekki alveg hvort hún myndi byrja leikinn eða ekki. Við ákváðum að taka hana út af í hálfleik svo hún ætti nú alveg að vera í lagi. Það er mikið álag á öllum liðum núna enda mikið af leikjum þessa dagana. Það er ekki fyrr en á sunnudaginn í næstu viku sem þetta fer að róast eitthvað aðeins. Við erum alveg þokkalega góð eins og er. Guðrún Elísabet er meidd, Elísa Viðarsdóttir er alveg að koma til baka og þá er Þórdís Hrönn enn að glíma við smá meiðsli. Þetta lítur samt ágætlega út hjá okkur eins og staðan er í dag.“ Topplið Bestu deildarinnar mætast í úrslitum Í úrslitaleiknum, sem fer fram þann 16. ágúst, mæta Valskonur liði Breiðabliks sem tryggði sig þangað í gær með 2-1 sigri á Þór/KA fyrir norðan eftir framlengdan leik. Flestir eru á því að þetta séu tvö bestu lið landsins og því um virkilega spennandi úrslitaleik að ræða. Þessi lið mættust sömuleiðis í úrslitunum fyrir tveimur árum síðan og þá sigraði Valur 2-1 eftir spennandi leik. „Þetta verður frábær leikur. Það væri gaman að fylla Laugardalsvöllinn og ég held að það sé alveg möguleiki,“ sagði Pétur að lokum.
Besta deild karla Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira