„Það væri gaman að fylla Laugardalsvöllinn og ég held að það sé alveg möguleiki“ Kári Mímisson skrifar 29. júní 2024 17:40 Pétur Pétursson, þjálfari Vals. Vísir/Anton Brink Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var að vonum ánægður með lið sitt eftir 3-0 sigur gegn Þrótti en Valskonum tókst þar að tryggja farseðilinn í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna. „Ég er mjög ánægður með sigurinn. Við fórum síðast í úrslitin árið 2022 og gott að fá að mæta þangað aftur. Tilfinning er því mjög góð og gaman að fá að mæta aftur í úrslitaleikinn.“ Spurður hvernig honum hafi þótt frammistaða liðsins í dag hafa verið segist Pétur vera sáttur með hana og tekur fram að Þróttur sé með gott lið sem erfitt sé að leika gegn. Þessi lið mætast í deildinni á miðvikudaginn aftur og það verðu því spennandi að sjá hvað gerist þá. „Mér fannst frammistaðan vera ágæt í dag. Þróttarar eru með gott lið og alls ekki auðvelt að vinna þær. Leikurinn var svolítið fram og til baka hjá báðum liðum í fyrri hálfleik fannst mér. Þær mögulega aðeins sterkari og fengu fleiri færi. En þetta var bara hörkuleikur og ég er sáttur með frammistöðu liðsins og úrslitin.“ Meidd útaf í hálfleik og mikið álag á liðinu Miðjumaðurinn knái, Katie Cousins, fór af velli í hálfleik en hún hefur komið mjög vel inn í lið Vals eftir að hún skipti í vetur til þeirra frá Þrótti. Pétur segir að Katie hafi verið örlítið meidd fyrir leikinn og að hann hafi ekki viljað taka neina sénsa með hana. Hann tekur sömuleiðis fram að álagið sé mikið núna hjá liðunum í deildinni en að hópurinn hans sé í fínu standi eins og er. „Katie var smá tæp fyrir leikinn og við vissum ekki alveg hvort hún myndi byrja leikinn eða ekki. Við ákváðum að taka hana út af í hálfleik svo hún ætti nú alveg að vera í lagi. Það er mikið álag á öllum liðum núna enda mikið af leikjum þessa dagana. Það er ekki fyrr en á sunnudaginn í næstu viku sem þetta fer að róast eitthvað aðeins. Við erum alveg þokkalega góð eins og er. Guðrún Elísabet er meidd, Elísa Viðarsdóttir er alveg að koma til baka og þá er Þórdís Hrönn enn að glíma við smá meiðsli. Þetta lítur samt ágætlega út hjá okkur eins og staðan er í dag.“ Topplið Bestu deildarinnar mætast í úrslitum Í úrslitaleiknum, sem fer fram þann 16. ágúst, mæta Valskonur liði Breiðabliks sem tryggði sig þangað í gær með 2-1 sigri á Þór/KA fyrir norðan eftir framlengdan leik. Flestir eru á því að þetta séu tvö bestu lið landsins og því um virkilega spennandi úrslitaleik að ræða. Þessi lið mættust sömuleiðis í úrslitunum fyrir tveimur árum síðan og þá sigraði Valur 2-1 eftir spennandi leik. „Þetta verður frábær leikur. Það væri gaman að fylla Laugardalsvöllinn og ég held að það sé alveg möguleiki,“ sagði Pétur að lokum. Besta deild karla Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Fótbolti Fleiri fréttir Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Sjá meira
„Ég er mjög ánægður með sigurinn. Við fórum síðast í úrslitin árið 2022 og gott að fá að mæta þangað aftur. Tilfinning er því mjög góð og gaman að fá að mæta aftur í úrslitaleikinn.“ Spurður hvernig honum hafi þótt frammistaða liðsins í dag hafa verið segist Pétur vera sáttur með hana og tekur fram að Þróttur sé með gott lið sem erfitt sé að leika gegn. Þessi lið mætast í deildinni á miðvikudaginn aftur og það verðu því spennandi að sjá hvað gerist þá. „Mér fannst frammistaðan vera ágæt í dag. Þróttarar eru með gott lið og alls ekki auðvelt að vinna þær. Leikurinn var svolítið fram og til baka hjá báðum liðum í fyrri hálfleik fannst mér. Þær mögulega aðeins sterkari og fengu fleiri færi. En þetta var bara hörkuleikur og ég er sáttur með frammistöðu liðsins og úrslitin.“ Meidd útaf í hálfleik og mikið álag á liðinu Miðjumaðurinn knái, Katie Cousins, fór af velli í hálfleik en hún hefur komið mjög vel inn í lið Vals eftir að hún skipti í vetur til þeirra frá Þrótti. Pétur segir að Katie hafi verið örlítið meidd fyrir leikinn og að hann hafi ekki viljað taka neina sénsa með hana. Hann tekur sömuleiðis fram að álagið sé mikið núna hjá liðunum í deildinni en að hópurinn hans sé í fínu standi eins og er. „Katie var smá tæp fyrir leikinn og við vissum ekki alveg hvort hún myndi byrja leikinn eða ekki. Við ákváðum að taka hana út af í hálfleik svo hún ætti nú alveg að vera í lagi. Það er mikið álag á öllum liðum núna enda mikið af leikjum þessa dagana. Það er ekki fyrr en á sunnudaginn í næstu viku sem þetta fer að róast eitthvað aðeins. Við erum alveg þokkalega góð eins og er. Guðrún Elísabet er meidd, Elísa Viðarsdóttir er alveg að koma til baka og þá er Þórdís Hrönn enn að glíma við smá meiðsli. Þetta lítur samt ágætlega út hjá okkur eins og staðan er í dag.“ Topplið Bestu deildarinnar mætast í úrslitum Í úrslitaleiknum, sem fer fram þann 16. ágúst, mæta Valskonur liði Breiðabliks sem tryggði sig þangað í gær með 2-1 sigri á Þór/KA fyrir norðan eftir framlengdan leik. Flestir eru á því að þetta séu tvö bestu lið landsins og því um virkilega spennandi úrslitaleik að ræða. Þessi lið mættust sömuleiðis í úrslitunum fyrir tveimur árum síðan og þá sigraði Valur 2-1 eftir spennandi leik. „Þetta verður frábær leikur. Það væri gaman að fylla Laugardalsvöllinn og ég held að það sé alveg möguleiki,“ sagði Pétur að lokum.
Besta deild karla Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Fótbolti Fleiri fréttir Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Sjá meira