Stórir viðburðir í hættu þegar miðbærinn stækkar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júní 2024 21:00 Baldur segist munu sjá mjög eftir túninu. Vísir/Einar Viðburðarhaldari á Selfossi segir að fyrirhugaðar framkvæmdir við stækkun nýja miðbæjarins á Selfossi muni ógna árlegum hátíðum í bænum. Honum blöskrar hversu langt eigi að byggja inn á tún við miðbæinn. Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fimmtudag að veita framkvæmdaleyfi vegna girðingar á skipulagssvæði nýja miðbæjarins, sem teygir sig inn á Sigtún á Selfossi. Skipleggjandi bílasýningar sem fer fram á túninu um helgina segir hans viðburð sleppa vel, en það gildi ekki um alla. „Sérstaklega þessir stóru viðburðir sem eru hér, eins og Sumar á Selfossi og Kótelettan og þessir stærri viðburðir. Það kemur til með að skerðast gífurlega hjá þeim öll aðstaða,“ segir Baldur Róbertsson. Eins og myndin að neðan sýnir mun girðingin teygja sig nokkuð inn á túnið, en þegar fram líða stundir er stefnt að því að hótel rísi á stórum hluta túnsins. Hér má sjá loftmynd frá Kótelettunni í fyrra. Rauða línan nær yfir það svæði sem bæjarstjórn samþykkti í vikunni að yrði girt af, en svarta línan sýnir hvar áformað er að hótelið beri við Söngskálina svokölluðu.Vísir/Hjalti Og þá óttast menn að Söngskálin svokallaða, sem sjá má í fréttinni í spilaranum hér að neðan, verði ónothæf, ef af byggingu hótelsins verður. „Það verður mjög erfitt að halda hátíðirnar hérna ef það verður byggt samkvæmt teikningum sem ég hef komið höndum yfir. Þar sem hótelið verður bara nákvæmlega hérna fyrir framan skálina, ofan í skálinni raunverulega,“ segir Baldur. Hann liggur ekki á skoðun sinni á málinu og segir túnið hafa tilfinningalegt gildi fyrir marga. „Þetta er bara kjaftæði fyrir okkur sem erum fæddir og uppaldir hér. Maður byrjaði að leika sér á þessu túni þegar maður var fimm ára í fótbolta.“ Miðbærinn flottur en menn ætli sér um of Baldur segist þó síður en svo vera á móti nýja miðbæ Selfoss. „Þetta er alveg snilldarvel gert hjá þeim, og svakalega flott hugmynd og allt þetta. Þeir eru bara komnir of langt inn,“ segir Baldur. Hann kveðst vera að líta til framtíðar með því að vekja athygli á málinu. „Ég er orðinn gamall, ég drepst bráðum. En ég myndi gjarnan vilja að börnin mín, afkomendur og Selfyssingar almennt eigi þennan stað í framtíðinni.“ Árborg Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fimmtudag að veita framkvæmdaleyfi vegna girðingar á skipulagssvæði nýja miðbæjarins, sem teygir sig inn á Sigtún á Selfossi. Skipleggjandi bílasýningar sem fer fram á túninu um helgina segir hans viðburð sleppa vel, en það gildi ekki um alla. „Sérstaklega þessir stóru viðburðir sem eru hér, eins og Sumar á Selfossi og Kótelettan og þessir stærri viðburðir. Það kemur til með að skerðast gífurlega hjá þeim öll aðstaða,“ segir Baldur Róbertsson. Eins og myndin að neðan sýnir mun girðingin teygja sig nokkuð inn á túnið, en þegar fram líða stundir er stefnt að því að hótel rísi á stórum hluta túnsins. Hér má sjá loftmynd frá Kótelettunni í fyrra. Rauða línan nær yfir það svæði sem bæjarstjórn samþykkti í vikunni að yrði girt af, en svarta línan sýnir hvar áformað er að hótelið beri við Söngskálina svokölluðu.Vísir/Hjalti Og þá óttast menn að Söngskálin svokallaða, sem sjá má í fréttinni í spilaranum hér að neðan, verði ónothæf, ef af byggingu hótelsins verður. „Það verður mjög erfitt að halda hátíðirnar hérna ef það verður byggt samkvæmt teikningum sem ég hef komið höndum yfir. Þar sem hótelið verður bara nákvæmlega hérna fyrir framan skálina, ofan í skálinni raunverulega,“ segir Baldur. Hann liggur ekki á skoðun sinni á málinu og segir túnið hafa tilfinningalegt gildi fyrir marga. „Þetta er bara kjaftæði fyrir okkur sem erum fæddir og uppaldir hér. Maður byrjaði að leika sér á þessu túni þegar maður var fimm ára í fótbolta.“ Miðbærinn flottur en menn ætli sér um of Baldur segist þó síður en svo vera á móti nýja miðbæ Selfoss. „Þetta er alveg snilldarvel gert hjá þeim, og svakalega flott hugmynd og allt þetta. Þeir eru bara komnir of langt inn,“ segir Baldur. Hann kveðst vera að líta til framtíðar með því að vekja athygli á málinu. „Ég er orðinn gamall, ég drepst bráðum. En ég myndi gjarnan vilja að börnin mín, afkomendur og Selfyssingar almennt eigi þennan stað í framtíðinni.“
Árborg Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira