Stórir viðburðir í hættu þegar miðbærinn stækkar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júní 2024 21:00 Baldur segist munu sjá mjög eftir túninu. Vísir/Einar Viðburðarhaldari á Selfossi segir að fyrirhugaðar framkvæmdir við stækkun nýja miðbæjarins á Selfossi muni ógna árlegum hátíðum í bænum. Honum blöskrar hversu langt eigi að byggja inn á tún við miðbæinn. Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fimmtudag að veita framkvæmdaleyfi vegna girðingar á skipulagssvæði nýja miðbæjarins, sem teygir sig inn á Sigtún á Selfossi. Skipleggjandi bílasýningar sem fer fram á túninu um helgina segir hans viðburð sleppa vel, en það gildi ekki um alla. „Sérstaklega þessir stóru viðburðir sem eru hér, eins og Sumar á Selfossi og Kótelettan og þessir stærri viðburðir. Það kemur til með að skerðast gífurlega hjá þeim öll aðstaða,“ segir Baldur Róbertsson. Eins og myndin að neðan sýnir mun girðingin teygja sig nokkuð inn á túnið, en þegar fram líða stundir er stefnt að því að hótel rísi á stórum hluta túnsins. Hér má sjá loftmynd frá Kótelettunni í fyrra. Rauða línan nær yfir það svæði sem bæjarstjórn samþykkti í vikunni að yrði girt af, en svarta línan sýnir hvar áformað er að hótelið beri við Söngskálina svokölluðu.Vísir/Hjalti Og þá óttast menn að Söngskálin svokallaða, sem sjá má í fréttinni í spilaranum hér að neðan, verði ónothæf, ef af byggingu hótelsins verður. „Það verður mjög erfitt að halda hátíðirnar hérna ef það verður byggt samkvæmt teikningum sem ég hef komið höndum yfir. Þar sem hótelið verður bara nákvæmlega hérna fyrir framan skálina, ofan í skálinni raunverulega,“ segir Baldur. Hann liggur ekki á skoðun sinni á málinu og segir túnið hafa tilfinningalegt gildi fyrir marga. „Þetta er bara kjaftæði fyrir okkur sem erum fæddir og uppaldir hér. Maður byrjaði að leika sér á þessu túni þegar maður var fimm ára í fótbolta.“ Miðbærinn flottur en menn ætli sér um of Baldur segist þó síður en svo vera á móti nýja miðbæ Selfoss. „Þetta er alveg snilldarvel gert hjá þeim, og svakalega flott hugmynd og allt þetta. Þeir eru bara komnir of langt inn,“ segir Baldur. Hann kveðst vera að líta til framtíðar með því að vekja athygli á málinu. „Ég er orðinn gamall, ég drepst bráðum. En ég myndi gjarnan vilja að börnin mín, afkomendur og Selfyssingar almennt eigi þennan stað í framtíðinni.“ Árborg Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira
Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fimmtudag að veita framkvæmdaleyfi vegna girðingar á skipulagssvæði nýja miðbæjarins, sem teygir sig inn á Sigtún á Selfossi. Skipleggjandi bílasýningar sem fer fram á túninu um helgina segir hans viðburð sleppa vel, en það gildi ekki um alla. „Sérstaklega þessir stóru viðburðir sem eru hér, eins og Sumar á Selfossi og Kótelettan og þessir stærri viðburðir. Það kemur til með að skerðast gífurlega hjá þeim öll aðstaða,“ segir Baldur Róbertsson. Eins og myndin að neðan sýnir mun girðingin teygja sig nokkuð inn á túnið, en þegar fram líða stundir er stefnt að því að hótel rísi á stórum hluta túnsins. Hér má sjá loftmynd frá Kótelettunni í fyrra. Rauða línan nær yfir það svæði sem bæjarstjórn samþykkti í vikunni að yrði girt af, en svarta línan sýnir hvar áformað er að hótelið beri við Söngskálina svokölluðu.Vísir/Hjalti Og þá óttast menn að Söngskálin svokallaða, sem sjá má í fréttinni í spilaranum hér að neðan, verði ónothæf, ef af byggingu hótelsins verður. „Það verður mjög erfitt að halda hátíðirnar hérna ef það verður byggt samkvæmt teikningum sem ég hef komið höndum yfir. Þar sem hótelið verður bara nákvæmlega hérna fyrir framan skálina, ofan í skálinni raunverulega,“ segir Baldur. Hann liggur ekki á skoðun sinni á málinu og segir túnið hafa tilfinningalegt gildi fyrir marga. „Þetta er bara kjaftæði fyrir okkur sem erum fæddir og uppaldir hér. Maður byrjaði að leika sér á þessu túni þegar maður var fimm ára í fótbolta.“ Miðbærinn flottur en menn ætli sér um of Baldur segist þó síður en svo vera á móti nýja miðbæ Selfoss. „Þetta er alveg snilldarvel gert hjá þeim, og svakalega flott hugmynd og allt þetta. Þeir eru bara komnir of langt inn,“ segir Baldur. Hann kveðst vera að líta til framtíðar með því að vekja athygli á málinu. „Ég er orðinn gamall, ég drepst bráðum. En ég myndi gjarnan vilja að börnin mín, afkomendur og Selfyssingar almennt eigi þennan stað í framtíðinni.“
Árborg Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent