Þriggja ára dómi fyrir að nauðga eiginkonu snúið við Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. júní 2024 15:38 Maðurinn var sýknaður fyrir Landsrétti. Vísir/Vilhelm Maður sem var dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir nauðganir og stórfelld brot í nánu sambandi gagnvart eiginkonu sinni fyrir héraðsdómi var sýknaður fyrir Landsrétti í gær. Einkaréttarkröfu brotaþola var jafnframt vísað frá héraðsdómi. Maðurinn var dæmdur sekur í tveimur ákæruliðum fyrir Héraðsdómi Reykjanes á síðasta ári. Hann hafði verið ákærður í þremur ákæruliðum árið 2022. Í fyrsta lagi var honum gefið að sök að hafa samræði og endaþarmsmök við þáverandi eiginkonu sína án samþykkis en hún hafi ekki getað spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Í öðru lagi var hann sakaður um að hafa beitt aflsmuni sínum ítrekað til að hafa samræði við hana í sumarbústað. Konan hlaut eymsl á hálsi og herðum og mar á ytri kynfærum. Í þriðja lagi var hann sakaður um að hafa með þessari háttsemi skapað viðvarandi ógnarástand í sambandinu sem olli henni andlegum þjáningum, kúgun og vanmætti. Aðeins maðurinn og eiginkonan til frásagnar Maðurinn var sýknaður af fyrsta ákæruliðnum fyrir héraðsdómi, ákæruvaldið undi þeirri niðurstöðu og kom sá þáttur málsins því ekki til endurskoðunar fyrir Landsrétti. Maðurinn var þó sakfelldur fyrir nauðgun í öðrum ákæruliði sem átti sér stað í sumarbústaðnum fyrir héraðsdómi. Hann var jafnframt sakfelldur í þriðja ákæruliði fyrir að hafa gerst sekur um stórfellt brot í nánu sambandi. Í dómi Landsréttar er rakið að til frásagnar um það sem gerðist í bústaðnum væru aðeins maðurinn og fyrrverandi eiginkona hans. Maðurinn neitaði staðfastlega sök og var ekki séð að mótsagna gætti í framburði hans. Framburður konunnar nægði ekki gegn neitun mannsins Maðurinn skýrði svo frá að hann hefði haft kynmök við konuna í umrætt sinn en það hafi verið með fullu samþykki hennar. Leit Landsréttur þá til þeirra krafna sem gerðar eru til sönnunar í sakamálum og komst að þeirri niðurstöðu að ef framburður hennar ætti að vera lagður til grundvallar sakfellingu þyrfti hann að eiga sér næga stoð í framburði annarra. „Með vísan til læknisfræðilegra gagna og vættis vitna þótti framburður A ekki eiga þá stoð í gögnum málsins að hann nægði til þess, gegn eindreginni neitun ákærða, að ákæruvaldið hafi axlað þá sönnunarbyrði sem á því hvíli,“ segir í dómi Landsréttar. Út frá þessu var maðurinn sýknaður af sakargiftum samkvæmt öðrum ákærulið. Saksókn fyrir ætlað brot í nánu sambandi var alfarið bundið við þessa háttsemi og kom sá ákæruliður því ekki til frekari skoðunar hjá Landsrétti og maðurinn sýknaður af öllum ákæruliðum. Lögreglumál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga þáverandi eiginkonu í sumarbústað Maður var í dag dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir nauðganir og stórfelld brot í nánu sambandi. Brotin voru framin gegn fyrrverandi eiginkonu hans í sumarbústað. 14. júlí 2023 13:30 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Sjá meira
Maðurinn var dæmdur sekur í tveimur ákæruliðum fyrir Héraðsdómi Reykjanes á síðasta ári. Hann hafði verið ákærður í þremur ákæruliðum árið 2022. Í fyrsta lagi var honum gefið að sök að hafa samræði og endaþarmsmök við þáverandi eiginkonu sína án samþykkis en hún hafi ekki getað spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Í öðru lagi var hann sakaður um að hafa beitt aflsmuni sínum ítrekað til að hafa samræði við hana í sumarbústað. Konan hlaut eymsl á hálsi og herðum og mar á ytri kynfærum. Í þriðja lagi var hann sakaður um að hafa með þessari háttsemi skapað viðvarandi ógnarástand í sambandinu sem olli henni andlegum þjáningum, kúgun og vanmætti. Aðeins maðurinn og eiginkonan til frásagnar Maðurinn var sýknaður af fyrsta ákæruliðnum fyrir héraðsdómi, ákæruvaldið undi þeirri niðurstöðu og kom sá þáttur málsins því ekki til endurskoðunar fyrir Landsrétti. Maðurinn var þó sakfelldur fyrir nauðgun í öðrum ákæruliði sem átti sér stað í sumarbústaðnum fyrir héraðsdómi. Hann var jafnframt sakfelldur í þriðja ákæruliði fyrir að hafa gerst sekur um stórfellt brot í nánu sambandi. Í dómi Landsréttar er rakið að til frásagnar um það sem gerðist í bústaðnum væru aðeins maðurinn og fyrrverandi eiginkona hans. Maðurinn neitaði staðfastlega sök og var ekki séð að mótsagna gætti í framburði hans. Framburður konunnar nægði ekki gegn neitun mannsins Maðurinn skýrði svo frá að hann hefði haft kynmök við konuna í umrætt sinn en það hafi verið með fullu samþykki hennar. Leit Landsréttur þá til þeirra krafna sem gerðar eru til sönnunar í sakamálum og komst að þeirri niðurstöðu að ef framburður hennar ætti að vera lagður til grundvallar sakfellingu þyrfti hann að eiga sér næga stoð í framburði annarra. „Með vísan til læknisfræðilegra gagna og vættis vitna þótti framburður A ekki eiga þá stoð í gögnum málsins að hann nægði til þess, gegn eindreginni neitun ákærða, að ákæruvaldið hafi axlað þá sönnunarbyrði sem á því hvíli,“ segir í dómi Landsréttar. Út frá þessu var maðurinn sýknaður af sakargiftum samkvæmt öðrum ákærulið. Saksókn fyrir ætlað brot í nánu sambandi var alfarið bundið við þessa háttsemi og kom sá ákæruliður því ekki til frekari skoðunar hjá Landsrétti og maðurinn sýknaður af öllum ákæruliðum.
Lögreglumál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga þáverandi eiginkonu í sumarbústað Maður var í dag dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir nauðganir og stórfelld brot í nánu sambandi. Brotin voru framin gegn fyrrverandi eiginkonu hans í sumarbústað. 14. júlí 2023 13:30 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Sjá meira
Þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga þáverandi eiginkonu í sumarbústað Maður var í dag dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir nauðganir og stórfelld brot í nánu sambandi. Brotin voru framin gegn fyrrverandi eiginkonu hans í sumarbústað. 14. júlí 2023 13:30