Dráttarbáturinn Hrafn Jökulsson standsettur Jakob Bjarnar skrifar 28. júní 2024 14:34 Hrafn Jökulsson er genginn aftur, nú í líki dráttarbáts sem ætlað er það verkefni að koma að hreinsun strandlengjunnar. Verður þetta nafn að teljast vel til fundið. vísir/egill/fb Svo virðist sem Hafn Jökulsson sé hvergi nærri hættur að láta til sín taka við að hreinsa fjörur landsins – þó hann sé nú allur. Það er dráttarbáturinn Hrafn Jökulsson hins vegar ekki, hann er nú í slipp og verið að gera hann kláran í verkið. „Eitt af því sem Hrafn bróðir minn fékkst við hin síðustu misseri sín var að hreinsa fjörur á Ströndum. Gekk hann til þeirra verka af miklum eldmóði en þurfti svo að bregða sér frá. En sjá! Hér er hann mættur aftur til sömu starfa og nú sem bátur. Vel til fundið og fallegt,” segir Illugi Jökulsson rithöfundur og þjóðfélagsrýnir á Facebooksíðu sinni og birtir mynd af skipinu. Hrafn var maður eigi einhamur og víst er að hann gekk í verkin. Þannig lét hann hreinun strandlengjunnar sig varða og óð í það verk af gríðarlegri atorku. Hjá Samgöngustofu var hins vegar engar upplýsingar að hafa, þar hafði ekki verið skráð skip undir þessu nafni né hefur það verið tekið frá. En á húsið má hins vegar sjá lógó alþjóðlegu samtakanna World Wide Friends, en þau sjálfboðaliðasamtök hafa látið til sín taka á Íslandi við hreinsun strandlengjunnar. Ekki náðist í neinn og því engar nánari upplýsingar fyrirliggjandi á þessu stigi. En ákaflega vel til fundið og mjög í anda Hrafns að nefna bátinn Hrafn Jökulsson. Samkvæmt skráningarnúmeri, ef rétt er með farið, þá hét þetta skip áður Flatey og flokkast sem dráttarskip. Það er í eigu Þörungaverksmiðjunnar og sagt smíðað í Bátalóni 1975. Skráð lengd eru tæpir 12 metrar og brúttótonn eru tæp 17. Heimahöfn er Reykhólar í umdæmi Barðastrandasýslu. Skipaflutningar Umhverfismál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
„Eitt af því sem Hrafn bróðir minn fékkst við hin síðustu misseri sín var að hreinsa fjörur á Ströndum. Gekk hann til þeirra verka af miklum eldmóði en þurfti svo að bregða sér frá. En sjá! Hér er hann mættur aftur til sömu starfa og nú sem bátur. Vel til fundið og fallegt,” segir Illugi Jökulsson rithöfundur og þjóðfélagsrýnir á Facebooksíðu sinni og birtir mynd af skipinu. Hrafn var maður eigi einhamur og víst er að hann gekk í verkin. Þannig lét hann hreinun strandlengjunnar sig varða og óð í það verk af gríðarlegri atorku. Hjá Samgöngustofu var hins vegar engar upplýsingar að hafa, þar hafði ekki verið skráð skip undir þessu nafni né hefur það verið tekið frá. En á húsið má hins vegar sjá lógó alþjóðlegu samtakanna World Wide Friends, en þau sjálfboðaliðasamtök hafa látið til sín taka á Íslandi við hreinsun strandlengjunnar. Ekki náðist í neinn og því engar nánari upplýsingar fyrirliggjandi á þessu stigi. En ákaflega vel til fundið og mjög í anda Hrafns að nefna bátinn Hrafn Jökulsson. Samkvæmt skráningarnúmeri, ef rétt er með farið, þá hét þetta skip áður Flatey og flokkast sem dráttarskip. Það er í eigu Þörungaverksmiðjunnar og sagt smíðað í Bátalóni 1975. Skráð lengd eru tæpir 12 metrar og brúttótonn eru tæp 17. Heimahöfn er Reykhólar í umdæmi Barðastrandasýslu.
Skipaflutningar Umhverfismál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira