Biden augljóslega þyngdur af ellibelgnum Jakob Bjarnar skrifar 28. júní 2024 11:29 Össuri var hreinlega brugðið þegar hann sá Bandaríkjaforseta í nótt, Biden hengdi haus, með opinn munn eins og maður sér stundum á gömlum mönnum á elliheimilum. vísir/getty Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra og fyrrverandi ritstjóri fylgdist með kappræðunum vestan hafs sem fram fóru í nótt og honum er brugðið – vægast sagt. Össur skrifar pistil sem hann birtir á Facebook-síðu sinni þar sem hann fer yfir það sem fyrir augu bar. Hann segir Demókrata þurfi nýtt forsetaefni, á elleftu stundu. Össuri leið hræðilega undir kappræðunum Hann segir Joe Biden hafa verið afkastamikinn og góðan forseta og komið mörgum góðum málum í gegn meðan Donald Trump sé frægur raðlygari, „dæmdur glæpamaður“ en þetta hafi ekki verið boðlegt. „Frómt frá sagt virkaði Biden hræðilega í kappræðunum. Hann birtist sem mjög gamall og þreyttur, hreyfði sig einsog háaldraður maður – sem hann er auðvitað að verða – undir miklu álagi. Rödd hans var hás og aðþrengd, og maður átti stundum erfitt með að greina bæði hvað hann sagði, og samhengið í hinum töluðu orðum,” segir Össur. Og honum þótti ekki síður athyglisvert að fylgjast með Biden þegar Trump hafði orðið. „[Þá] hengdi hann hálfvegis haus, svipbrigðalaus með opinn hangandi munn einsog maður sér stundum á mjög gömlum mönnum á elliheimilum. Það fór um mig kjánahrollur undir umræðunum og mér leið satt að segja hræðilega meðan á þeim stóð. Biden var augljóslega þyngdur af ellibelgnum, og gamli bardagamaðurinn, sem oft leiftraði, og var stundum örskjótur að hugsa, með „one-liners“ á hraðbergi, var hvergi sjáanlegur.“ Trump hins vegar í essinu sínu En Össuri virtist hins vegar Trump í essinu sínu. „Á meðan gustaði stundum af Trump. Hann leit vel út, augljóslega í miklu betra formi en síðast, mun reyndari, virtisr þróttmeiri og miklu yngri - sem hann er þó ekki. Trump virtist á köflum fullur af sjálfstrausti, laug sig með flóðmælsku frá hverju málinu á fætur öðru, skellti skuldinni á valdaránstilrauninni sem hann hvatti Proud Boys og aðra til 6. Janúar, 2021, á Nancy Pelosi, laug því að mikilvægum vitnisburðum hefði verið skotið undan.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Biden hikandi og hás í fyrri kappræðum kosninganna Fyrri kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja í Bandaríkjunum, Joe Biden, núverandi forseta, og Donald Trump, fyrrverandi forseta, fóru fram í gær. Í umfjöllun erlendra miðla er í flestum þeirra talað um að kappræðurnar hafi einkennst af persónulegum árásum og að Joe Biden hafi tekist illa upp með að verjast árásum og röngum staðhæfingum Trump um hin ýmsu mál. 28. júní 2024 06:40 Bein útsending: „Óvinsælustu frambjóðendur sem boðið hefur verið upp á“ Spennan magnast vestanhafs fyrir forsetakappræður Joes Biden og Donalds Trump sem fara fram í nótt. 27. júní 2024 23:49 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu Sjá meira
Össur skrifar pistil sem hann birtir á Facebook-síðu sinni þar sem hann fer yfir það sem fyrir augu bar. Hann segir Demókrata þurfi nýtt forsetaefni, á elleftu stundu. Össuri leið hræðilega undir kappræðunum Hann segir Joe Biden hafa verið afkastamikinn og góðan forseta og komið mörgum góðum málum í gegn meðan Donald Trump sé frægur raðlygari, „dæmdur glæpamaður“ en þetta hafi ekki verið boðlegt. „Frómt frá sagt virkaði Biden hræðilega í kappræðunum. Hann birtist sem mjög gamall og þreyttur, hreyfði sig einsog háaldraður maður – sem hann er auðvitað að verða – undir miklu álagi. Rödd hans var hás og aðþrengd, og maður átti stundum erfitt með að greina bæði hvað hann sagði, og samhengið í hinum töluðu orðum,” segir Össur. Og honum þótti ekki síður athyglisvert að fylgjast með Biden þegar Trump hafði orðið. „[Þá] hengdi hann hálfvegis haus, svipbrigðalaus með opinn hangandi munn einsog maður sér stundum á mjög gömlum mönnum á elliheimilum. Það fór um mig kjánahrollur undir umræðunum og mér leið satt að segja hræðilega meðan á þeim stóð. Biden var augljóslega þyngdur af ellibelgnum, og gamli bardagamaðurinn, sem oft leiftraði, og var stundum örskjótur að hugsa, með „one-liners“ á hraðbergi, var hvergi sjáanlegur.“ Trump hins vegar í essinu sínu En Össuri virtist hins vegar Trump í essinu sínu. „Á meðan gustaði stundum af Trump. Hann leit vel út, augljóslega í miklu betra formi en síðast, mun reyndari, virtisr þróttmeiri og miklu yngri - sem hann er þó ekki. Trump virtist á köflum fullur af sjálfstrausti, laug sig með flóðmælsku frá hverju málinu á fætur öðru, skellti skuldinni á valdaránstilrauninni sem hann hvatti Proud Boys og aðra til 6. Janúar, 2021, á Nancy Pelosi, laug því að mikilvægum vitnisburðum hefði verið skotið undan.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Biden hikandi og hás í fyrri kappræðum kosninganna Fyrri kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja í Bandaríkjunum, Joe Biden, núverandi forseta, og Donald Trump, fyrrverandi forseta, fóru fram í gær. Í umfjöllun erlendra miðla er í flestum þeirra talað um að kappræðurnar hafi einkennst af persónulegum árásum og að Joe Biden hafi tekist illa upp með að verjast árásum og röngum staðhæfingum Trump um hin ýmsu mál. 28. júní 2024 06:40 Bein útsending: „Óvinsælustu frambjóðendur sem boðið hefur verið upp á“ Spennan magnast vestanhafs fyrir forsetakappræður Joes Biden og Donalds Trump sem fara fram í nótt. 27. júní 2024 23:49 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu Sjá meira
Biden hikandi og hás í fyrri kappræðum kosninganna Fyrri kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja í Bandaríkjunum, Joe Biden, núverandi forseta, og Donald Trump, fyrrverandi forseta, fóru fram í gær. Í umfjöllun erlendra miðla er í flestum þeirra talað um að kappræðurnar hafi einkennst af persónulegum árásum og að Joe Biden hafi tekist illa upp með að verjast árásum og röngum staðhæfingum Trump um hin ýmsu mál. 28. júní 2024 06:40
Bein útsending: „Óvinsælustu frambjóðendur sem boðið hefur verið upp á“ Spennan magnast vestanhafs fyrir forsetakappræður Joes Biden og Donalds Trump sem fara fram í nótt. 27. júní 2024 23:49