„Þetta er ekkert ódýrt, við tökum alveg undir það“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. júní 2024 11:35 Forstöðumaður almenningssamgangna segir Vegagerðina vera í heildarendurskoðunarferli á verðlagningu. Vísir/Vilhelm Hilmar Stefánsson, forstöðumaður almenningssamgangna hjá Vegagerðinni, segist taka undir með netverjum sem héldu því fram að verðlag strætóferða á landsbyggðinni væri of hátt. Hann segir að landsbyggðarferðir séu ekki ódýrar og að verðlagningarkerfi Vegagerðarinnar sé í heildarendurskoðunarferli. Vegagerðin sér um strætóferðir byggðarlaga á milli úti á landsbyggðinni og vakið var athygli á því á samfélagsmiðlum í gær að strætóferð frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði kostaði tæplega sautján þúsund krónur. Er það í mörgum tilfellum kostnaðarsamara en flug til stórborga meginlands Evrópu og á svipað ódýrustu flugunum til vesturheims. Svæðakerfi ráði verði Hilmar segir í samtali við fréttastofu að verðlagningarkerfi strætisvagnaleiða á landsbyggðinni byggist á svokölluðu svæðakerfi þar sem fargjald miðast við fjölda svæða sem ekið er í gegnum. Því geti verið dýrara að aka sumar leiðir en aðrar óháð farþegafjölda eða jafnvel vegalengdar. Leiðin til Hornafjarðar fari yfir mörg svæði og því dýr í rekstri. „Frá Reykjavík til Hornafjarðar eru um 450 kílómetrar og [verðið] reiknast yfir ákveðinn svæðafjölda og þá margfaldast upp einingaverðið miðað við þann svæðafjölda sem keyrt er yfir en það er ekki háð fjölda farþega,“ segir Hilmar. Farþegi borgi því jafnmikið fyrir jafnan fjölda aksturssvæða, hvort sem ekið sé til Akureyrar, Hornafjarðar eða Bolungarvíkur. „Ekkert ódýrt“ „Það er akkúrat það sem við erum að velta fyrir okkur. Þetta er ekkert ódýrt, við tökum alveg undir það,“ segir Hilmar um áhrif þessarar háu verðlagningar á eftirspurn í almenningsamgöngur um landsbyggðina. Hilmar segir svæðakerfið og verðlagningarkerfið í heild sinni í endurskoðun hjá Vegagerðinni. „Það er auðvitað það sem við viljum, við viljum fjölga farþegum í vögnum hjá okkur. Það er okkar markmið. Ef að það er hægt með lækkun verða þá er það eitthvað sem við myndum skoða,“ segir Hilmar. Samgöngur Vegagerð Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Vegagerðin sér um strætóferðir byggðarlaga á milli úti á landsbyggðinni og vakið var athygli á því á samfélagsmiðlum í gær að strætóferð frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði kostaði tæplega sautján þúsund krónur. Er það í mörgum tilfellum kostnaðarsamara en flug til stórborga meginlands Evrópu og á svipað ódýrustu flugunum til vesturheims. Svæðakerfi ráði verði Hilmar segir í samtali við fréttastofu að verðlagningarkerfi strætisvagnaleiða á landsbyggðinni byggist á svokölluðu svæðakerfi þar sem fargjald miðast við fjölda svæða sem ekið er í gegnum. Því geti verið dýrara að aka sumar leiðir en aðrar óháð farþegafjölda eða jafnvel vegalengdar. Leiðin til Hornafjarðar fari yfir mörg svæði og því dýr í rekstri. „Frá Reykjavík til Hornafjarðar eru um 450 kílómetrar og [verðið] reiknast yfir ákveðinn svæðafjölda og þá margfaldast upp einingaverðið miðað við þann svæðafjölda sem keyrt er yfir en það er ekki háð fjölda farþega,“ segir Hilmar. Farþegi borgi því jafnmikið fyrir jafnan fjölda aksturssvæða, hvort sem ekið sé til Akureyrar, Hornafjarðar eða Bolungarvíkur. „Ekkert ódýrt“ „Það er akkúrat það sem við erum að velta fyrir okkur. Þetta er ekkert ódýrt, við tökum alveg undir það,“ segir Hilmar um áhrif þessarar háu verðlagningar á eftirspurn í almenningsamgöngur um landsbyggðina. Hilmar segir svæðakerfið og verðlagningarkerfið í heild sinni í endurskoðun hjá Vegagerðinni. „Það er auðvitað það sem við viljum, við viljum fjölga farþegum í vögnum hjá okkur. Það er okkar markmið. Ef að það er hægt með lækkun verða þá er það eitthvað sem við myndum skoða,“ segir Hilmar.
Samgöngur Vegagerð Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira