Niðurstöður veðmálakönnunar áhyggjuefni: „Brýnt málefni fyrir fótboltasamfélagið í heild sinni að skoða“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. júní 2024 10:30 Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri ÍTF, telur niðurstöður könnunar um veðmálaþátttöku leikmanna í Bestu deild karla áhyggjuefni. vísir Íslenskur toppfótbolti birti niðurstöður úr könnun vegna veðmálaþátttöku leikmanna í Bestu deild karla. Þar kom í ljós að einn af hverjum tíu leikmönnum hefur glímt við andlega vanlíðan vegna veðmála. Niðurstöður voru birtar í fréttabréfi ÍTF og er hluti af verkefni sem snýr að fræðslu um veðmálaþátttöku og hagræðingu úrslita. Niðurstöður gefa sterklega til kynna að mikill meirihluti leikmanna í Bestu deild karla taki þátt í einhvers konar veðmálum eða getraunaleikjum. 10 prósent svöruðu því játandi að hafa glímt við andlega vanlíðan vegna veðmála. „Ég tel að þetta sé brýnt málefni fyrir fótboltasamfélagið í heild sinni að skoða. Við sem störfum í kringum fótboltann á Íslandi þurfum að taka þessum niðurstöðum af alvöru og bregðast við þeim,“ sagði Birgir Jóhannsson framkvæmdastjóri ÍTF. Fjárhættuspil eru ekki með öllu ólögleg á Íslandi og einn af helstu styrktaraðilum Bestu deildarinnar er getraunasíðan Lengjan. Það er því vert að spyrja, hvað mega leikmenn og hvað ekki? „Þetta er svolítið flókið einmitt, það er ekki ólöglegt að taka þátt í getraunaleikjum, en þú mátt ekki veðja á þína eigin leiki eða leiki í þinni deild. En þú mátt að sjálfsögðu veðja á aðra leiki, í öðrum deildum eða íþróttum.“ Vonar að um einangruð atvik sé að ræða Sáralítill hluti leikmanna segist veðja á íslenska leiki. Á síðasta ári voru þó tveir leikmenn, Steinþór Freyr Þorsteinsson og Sigurður Gísli Bond Snorrason, dæmdir í bann fyrir að veðja á leiki sem þeir spiluðu sjálfir. Birgir segist vonast til þess að þar sé um einangruð atvik að ræða en mikilvægt sé engu að síður að fara í fræðsluátak og unnið er að fræðsluefni samkvæmt sænskri fyrirmynd. „Okkur leist mjög vel á þessa sænsku leið, og ákváðum að það væri algjör óþarfi að finna upp hjólið í þessu heldur frekar fá aðgang að þeirra gögnum og yfirfæra það á íslenskan veruleika.“ Beint til fagaðila þegar fíknin tekur völd En ef og þegar til þess kemur að leikmaður lendir í vandræðum, það er að segja þegar spilafíkn hefur tekið völd. Hvaða úrræði standa leikmönnum til boða? „Leikmenn sem eru að glíma við veðmálafíkn eiga að snúa sér til SÁÁ eða viðurkenndra fagaðila, við erum ekki þeir aðilar. Við erum bara að benda á hvernig regluverkið er hér, hverjar hætturnar eru, fræðsluna í kringum þetta en varðandi úrræði og þess háttar verður þessum aðilum bent á SÁÁ eða aðrar viðurkenndar stofnanir.“ Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla KSÍ Fjárhættuspil Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira
Niðurstöður voru birtar í fréttabréfi ÍTF og er hluti af verkefni sem snýr að fræðslu um veðmálaþátttöku og hagræðingu úrslita. Niðurstöður gefa sterklega til kynna að mikill meirihluti leikmanna í Bestu deild karla taki þátt í einhvers konar veðmálum eða getraunaleikjum. 10 prósent svöruðu því játandi að hafa glímt við andlega vanlíðan vegna veðmála. „Ég tel að þetta sé brýnt málefni fyrir fótboltasamfélagið í heild sinni að skoða. Við sem störfum í kringum fótboltann á Íslandi þurfum að taka þessum niðurstöðum af alvöru og bregðast við þeim,“ sagði Birgir Jóhannsson framkvæmdastjóri ÍTF. Fjárhættuspil eru ekki með öllu ólögleg á Íslandi og einn af helstu styrktaraðilum Bestu deildarinnar er getraunasíðan Lengjan. Það er því vert að spyrja, hvað mega leikmenn og hvað ekki? „Þetta er svolítið flókið einmitt, það er ekki ólöglegt að taka þátt í getraunaleikjum, en þú mátt ekki veðja á þína eigin leiki eða leiki í þinni deild. En þú mátt að sjálfsögðu veðja á aðra leiki, í öðrum deildum eða íþróttum.“ Vonar að um einangruð atvik sé að ræða Sáralítill hluti leikmanna segist veðja á íslenska leiki. Á síðasta ári voru þó tveir leikmenn, Steinþór Freyr Þorsteinsson og Sigurður Gísli Bond Snorrason, dæmdir í bann fyrir að veðja á leiki sem þeir spiluðu sjálfir. Birgir segist vonast til þess að þar sé um einangruð atvik að ræða en mikilvægt sé engu að síður að fara í fræðsluátak og unnið er að fræðsluefni samkvæmt sænskri fyrirmynd. „Okkur leist mjög vel á þessa sænsku leið, og ákváðum að það væri algjör óþarfi að finna upp hjólið í þessu heldur frekar fá aðgang að þeirra gögnum og yfirfæra það á íslenskan veruleika.“ Beint til fagaðila þegar fíknin tekur völd En ef og þegar til þess kemur að leikmaður lendir í vandræðum, það er að segja þegar spilafíkn hefur tekið völd. Hvaða úrræði standa leikmönnum til boða? „Leikmenn sem eru að glíma við veðmálafíkn eiga að snúa sér til SÁÁ eða viðurkenndra fagaðila, við erum ekki þeir aðilar. Við erum bara að benda á hvernig regluverkið er hér, hverjar hætturnar eru, fræðsluna í kringum þetta en varðandi úrræði og þess háttar verður þessum aðilum bent á SÁÁ eða aðrar viðurkenndar stofnanir.“ Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla KSÍ Fjárhættuspil Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira
„Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30